Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

04.12.2016 09:43

Rollurnar teknar inn og rúningur.

Við erum löngu búnað smala rollunum heim en það vantaði 5 stykki sem við erum búnað vera
leita af á hverjum degi. Við erum búnað vera gefa þessum á kvöldin og hafðar inni en svo settar
út yfir daginn þangað til það verður tekið af þeim.

Okkur til allra hamingju þá fundum við þessar fimm sem okkur vantaði. Eina frá Sigga og fjórar
frá okkur. Þær voru að fela sig einhverstaðar inn í Búlandshöfða og ég var búnað keyra daglega
að gá af þeim og við vorum að gera okkur klár að fara ganga upp á Höfða til að fara leita af þeim
en þá sáum við þær fyrir neðan veg fyrir ofan Búlandið. Við vorum afskaplega fegin að finna þær
og rákum þær út á Tungu. Hér er Siggi að ganga á eftir þeim í Búlandshöfðanum.

Hér eru þær komnar áleiðis og eru að nálgast Mávahlíðarhelluna. 
Fjallið sem sést hér í fjarska er Ólafsvíkur Enni.

Hér er ég búnað sortera litina fyrir rúninginn.

Gummi klippari mættur til okkar að rýja. Ég var fyrst bara ein að draga í hann og ég átti fullt í 
fangi með að draga þessar stóru sem eru allar þyngri en ég en það hafðist á endanum.
Svo sem betur fer kom Bói mér til aðstoðar.

Það fer vel um þær í fanginu á Gumma.

Jóhanna á hleranum.

Bói mættur á svæðið.

Hér er búið að snyrta allar og gefa þeim á garðann og þær alveg alsælar.

Nú er spennandi tími framundan að fara dekra við þær og leggja höfuð í bleyti yfir að raða þeim
í hrútana og velja sæðis hrútana.


Hér eru stóru hrútanir okkar Zorró er að fara á annan vetur.

Mávur Blika sonur er líka að fara á annan vetur og hann er að fara í afkvæmarannsókn 
hjá Heiðu á Gaul.

Ísak Tvinna sonur er líka á öðrum vetri og er að fara í afkvæmarannsókn líka hjá Heiðu á Gaul.
Það er mikill heiður og verður spennandi að sjá hvernig það kemur út.


Þetta er nú alveg yndislegt veður sem er hjá okkur núna í desember. Ég man ekki eftir eins
hlýjum vetri eins og er búið að vera núna í ár.

21.11.2016 22:39

Ásettningurinn okkar 2016

Orabora er undan Guggu og Zorró. Tvílembingur

43 kg 31 ómv 4,1 ómf 4,5 lögun 108 fótl 8,5 framp 17,5 læri 9 ull 8,5 samræmi.


Hlussa er undan Þotu og Máv. Tvílembingur

52 kg 30 ómv 3,1 ómf 4 lögun 107 fótl 8,5 framp 18 læri 8,5 ull 8,5 samræmi.


Bifröst er undan Dröfn og Ísak. Tvílembingur

50 kg 32 ómv 3,6 ómf 4,5 lögun 108 fótl 9 framp 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.


Arena er undan Ljósbrá og Máv. Undan gemling

40 kg 35 ómv 4,2 ómf 5 lögun 106 fótl 9 framp 18 læri 8,5 ull 8,5 samræmi.


Öskubuska er undan Sölku og Zorró. Þrílembingur

43 kg 32 ómv 4,2 ómf 4 lögun 106 fótl 9 framp 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.


Rósa er undan Rósalind og Skara. Hún er í eigu Emblu dóttur okkar hún valdi hana.

38 kg 23 ómv 3,5 ómf 3 lögun 106 fótl 7,5 framp 16 læri 8 ull 8,5 samræmi.

Þetta er án efa lélegasta gimbur sem sett hefur verið á frá upphafi en ég marg reyndi
að benda Emblu dóttur minni á aðrar en hún þekkti þessa alltaf aftur svo það var ekki 
hægt að neita henni um hana. Það vill svo skemmtilega til að hún er rosalega gæf
og hefur alveg brætt mig svo ég er alveg búnað meðtaka hana og hef fulla trú á henni.
Hún sem sagt gekk móðurlaus í sumar rollan drapst afvelta upp á fjalli.


Fía Sól er undan Þrumu og Styrmi. Tvílembingur

50 kg 27 ómv 5,2 ómf 3,5 lögun 109 fótl 8 framp 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.


Þyrnirós er undan Saum og Dalrós. Tvílembingur

40 kg 31 ómv 2,2 ómf 4,5 lögun 102 fótl 9 framp 17,5 læri 8,5 ull 8,5 samræmi.


Þoka er undan Ísak og Elsu. Tvílembingur

55 kg 31 ómv 4 ómf 4 lögun 8,5 framp 18 læri 8 ull.


Árás er undan Hosu og Korra. Tvílembingur

44 kg 32 ómv 4,8 ómf 4 lögun 106 fótl 9 framp 18,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.


Skuld er undan Svönu og Kölska. Tvílembingur

47 kg 34 ómv 2,9 ómf 5 lögun 107 fótl 9 framp 18,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.


Urður er undan Snældu og Ísak. Tvílembingur

46 kg 30 ómv 2,9 ómf 4 lögun 106 fótl 9 framp 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.


Villimey er undan Vetur og Ýr. Tvílembingur

48 kg 31 ómv 3,5 ómf 4 lögun 106 fótl 8,5 framp 17,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.


Snædrottning er undan Ísak og Maístjörnu. Tvílembingur

45 kg 29 ómv 2,9 ómf 4 lögun 108 fótl 8,5 framp 17,5 læri 9 ull 8,5 samræmi.


Gæfa er undan Marel og Skuggadís. Tvílembingur

48 kg 27 ómv 4,7 ómf 4 lögun 108 fótl 8,5 framp 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.


Sarabía er undan Móheiði og Skara. Tvílembingur

48 kg 30 ómv 4,7 ómf 4,5 lögun 109 fótl 8,5 framp 17,5 læri 9 ull 8,5 samræmi.


Nutella er undan Snót og Máv. Hún er í eigu Emelíu frænku Emils. Tvílembingur

43 kg 32 ómv 2,6 ómf 4,5 lögun 106 fótl 8,5 framp 18 læri 9 ull 8,5 samræmi.


Morgunstjarna er í eigu Jóhönnu og er undan Hnotu og Zorró.

40 kg 30 ómv 109 fótl 4,2 ómf 4,0 lögun 8,0 framp 17,5 læri 8,0 ull 8,5 samræmi.

Hér koma svo lambhrútarnir sem verða settir á núna.


Kaldnasi er keyptur frá Eybergi og Laugu Hraunhálsi. Hann er undan Magna og Urtu.
Hann er þrílembingur.

45 kg 107 fótl 29 ómv 3,6 ómf 3,5 lögun

8 8 8,5 8,5 8,5 18 9 8 8,5 alls 85 stig.


Askur er undan Kalda og Brælu. Bræla er veturgömul undan Bekra.

53 kg 35 ómv 4,2 ómf 4 lögun 109 fótl

8 9 8,5 9 9,5 18,5 8 8 8 alls 86,5 stig.


Einbúi er undan Ísak og Tungu og er í eigu míns og Bárðar.

58 kg 35 ómv 2,5 ómf 5 lögun 108 fótl.

8 8,5 9 9 9 18,5 9 8 8,5 alls 87,5 stig.

Þetta er smá af myndunum sem ég náði að bjarga en svo þurfti ég að taka sumar upp 
á nýtt sem ég náði ekki að bjarga. Þess vegna eru sumar með meira af grasi í ullinni
því þær myndir tók ég bara núna í gær.

Ég er búnað spekja 3 gimbrar það eru Gæfa hún er extra spök og kemur hlaupandi
þegar maður fer ofan í kró svo er það hún Rósa hennar Emblu og síðan er það 
hún Þyrnirós. Af hrútunum er Kaldnasi svakalega gæfur ég held ég hafi bara aldrei
átt eins spakan hrút hann er alveg einstakur. Askur er en styggur og Einbúi er hjá 
Bárði og Dóru inn á Hömrum.

Það verður komið að rýja hjá okkur í dag og ég er fór í morgun og sorteraði litina 
og gerði klárt hann kemur að klippa kl 5 svo ég missi því miður af kynningar
fundinum um sæðingar hrútana. 

Verð að fá skýrslu frá þeim sem fara á fundinn 
hvað verður sagt um gripina. En jæja læt þetta duga í bili.14.11.2016 09:00

Ásettnings gimbrarnar hjá Gumma Óla Ólafsvík

Þessi er undan Rönd og Svima sæðishrút.

49 kg 36 ómv 2,8 ómf 5 lögun 9,5 framp 19 læri 7,5 ull


Þessi er undan Gránu og Ísak.

46 kg 32 ómv 2,6 ómf 4,5 lögun 9 framp 18,5 læri 8,5 ull.


Þessi er undan Dóru og Ísak.

54 kg 31 ómv 2,6 ómf 4,5 lögun 9 framp 18,5 læri 8 ull.


Þessi er undan Ólínu og Ísak.

45 kg 34 ómv 4 ómf 4,5 lögun 9 framp 18 læri 8 ull.


Þessi er undan Gullu og Zorró.

53 kg 33 ómv 4,1 ómf 4 lögun 9 framp 18 læri 8 ull.


Þessi er undan Ísak og Elsu.

52 kg 33 ómv 2,9 ómf 4 lögun 9,5 framp 19 læri 8 ull.


Þessi er undan Flekku og Zorró.

47 kg 32 ómv 5,4 ómf 4 lögun 9 framp 18,5 læri 8 ull.


Veturgömlu hjá honum eða tvævettlurnar núna.

Fallegar kindur hjá Gumma mér finnst þessi svarflekkótta svo skemmtileg á litinn.

Svo flott og frábær fjárhús og litadýrðin alveg æðisleg hann er alveg búnað slá mér við
í litunum og mér finnst þetta alveg frábært hjá honum.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessum flottu fjárhúsum og fallega fénu hans.
Endilega skoðið með því að klikka á albúms linkinn hér fyrir ofan.


Því miður hrundi talvan mín og ég glataði myndunum mínum sem ég var búnað taka í haust
af smölun og öllu. Inn í því var svo myndir af ásettnings gimbrunum mínum og hjá Bárði
og Dóru á Hömrum svo ég verð að fara og taka myndir af þeim aftur en það verða ekki
alveg eins flottar myndir því þær eru búnað vera lengi inni og ullin orðin aðeins með grasi
en ég verð að láta það duga fyrst svona fór.

09.11.2016 22:20

Gimbranar hjá Jóa og Auði Hellissandi

Gulla móðir Gjöf og faðir Sokki.

46 kg 31 ómv 4,0 ómf 4 lögun 9 framp 18 læri 7,5 ull


Kiddý móðir Kristbjörg og faðir Hugur

43 kg 29 ómv 3,9 ómf 4,5 lögun 9 framp 18 læri 9 ull.


Skellibjalla móðir Rósalind og faðir Hugur

49 kg 33 ómv 5,9 ómf 4,5 lögun 9 framp 17,5 læri 7,5 ull.


Tinna Nótt móðir Elding og faðir Hugur.

50 kg 27 ómv 4,6 ómf 4 lögun 9 framp 18,5 læri 8 ull.


Svakalega flott fjárhúsin hjá þeim Jóa og Auði og þar er sko dekrað við rollurnar og 
lömbin. Hlýleg og björt fjárhús hjá þeim og allt svo rólegt og yfirvegað. Það var mjög 
gaman að koma til þeirra og fá að skoða. Það eru svo fleiri myndir af heimsókn okkar
hér inn í mynda albúmi.

Það verður smá bið eftir myndum af gimbrunum mínum og frá Bárði og Dóru því ég var
búnað græja þær en þá hrundi talvan mín svo ég er bara með gamla núna að redda mér
og ég var svo heppin að ég var en þá með myndirnar sem ég tók hjá Auði og Jóa í 
myndavélinni svo ég gat sett þær inn. Ég vona samt heitara en allt að það náist að bjarga
myndunum sem ég átti í hinni tölvunni.

Jæja læt þetta duga að sinni og endilega kíkið í albúmið og skoðið flottu fjárhúsin hjá 
Jóa og Auði og flottu kindurnar og ásettnings gimbranar.

31.10.2016 22:00

Gimbranar hans Sigga í Tungu

Þessi er undan Skrúfu og Drjóla 

50 kg 30 ómv 4,3 ómf 3,5 lag 106 fótl

8 framp 17,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.


Þessi er undan Svört og Máv.

51 kg 35 ómv 2,2 ómf 5 lag 108 fótl

9 framp 19 læri 8 ull 9 samræmi.


Þessi er undan Vetur og Litlu Gul.

52 kg 35 ómv 4,9 ómf 4,5 lag 109 fótl

9 framp 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.


Þessi er undan Ísak og Spíru.

53 kg 33 ómv 3,6 ómf 5 lag 110 fótl

9 framp 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.


Þessi er undan Drjóla og Skrúfu systir hinnar fyrir ofan.

50 kg 30 ómv 3,1 ómf 3,5 lag 107 fótl

7,5 framp 17,5 læri 8,5 ull 8,5 samræmi.


Þessi er undan Snekkju og Saum.

45 kg 32 ómv 3,6 ómf 4,5 lag 105 fótl

8,5 framp 18 læri 8,5 ull 8,5 samræmi.


Þessi er undan Korra og Fönn.

47 kg 32 ómv 3,3 ómf 4 lag 107 fótl

8 framp 18 læri 8,5 ull 8,5 samræmi.


Þessi er keypt frá Bárði og er undan Styrmi.

45 kg 24 ómv 3,1 ómf 3,5 lag

8,5 framp 18 læri 8 ull.


Þessi er undan Dropu og Korra.

50 kg 36 ómv 3,4 ómf 4,5 lag 106 fótl

9 framp 19,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.

Hrútarnir hjá Sigga.


Móri er undan Soffíu og Styrmi.

58 kg 30 ómv 3,9 ómf 3,5 lag 110 fótl

8 8,5 8,5 8,5 8,5 18 8 8 8,5 alls 84,5 stig.


Þessi heitir Glámur og er undan Snekkju og Saum.

52 kg 38 ómv 3,5 ómf 5 lag 106 fótl

8 8 8,5 9,5 8,5 18,5 8,5 8 8,5 alls 86 stig.


Þetta er Grettir og er undan Svört og Máv.

55 kg 33 ómv 2,0 ómf 4,5 lag 109 fótl

8 8,5 9 9 9,5 19 7,5 8 8 alls 86,5 stig.


Hér eru stóru komnir inn og þetta er Drjóli Hæng sonur frá Sigga og svo Zorró okkar.

Korri hans Sigga er Garra sonur og er undan Svört. Hann er rosalega stór og fallegur.

jæja þá er hans ásettningur kominn inn og svona næstu daga fer ég að henda inn 
nýjum bloggum af ásettnings gimbrum hjá mér og fleirum eftir því hvað ég verð
dugleg að vinna þetta inn hjá mér.

19.10.2016 22:39

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2016

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2016 var haldinn vestan girðingar 
hjá Heiðu og Júlla á Gaul. Lárus Birgisson og Jón Viðar Jónmundarson voru dómarar.
Þar voru mættir til leiks 17 mislitir , 9 kollóttir og 29 hyrndir.
Þessum hrútum var svo raðað upp eftir flokkum og úr þeim valdir 5 efstu í uppröðun
og svo keppa þeir við þá efstu sem verða sunnan girðingar.
Sýningin hófst klukkan 13:00 á Gaul og lauk um 16:30
Það var vel mætt og að uppröðun lokinni var boðið upp á súpu
frá Heiðu sem var alveg rosalega góð og vakti mikla lukku ásamt nýbökuðu brauði.
Þetta var skemmtileg sýning og frábær aðstaða í flottum fjárhúsum á Gaul.
Golsótti hrúturinn okkar vakti mikla eftirtekt vegna litarins því hann er ekki bara
golsóttur heldur er hann botnóttur líka svo hann er golsubotnóttur
hann fór í uppröðun af 5 mislitu hrútunum. 
Í hvítu hyrndu fór Saum sonurinn hans Sigga í 5 uppröðun.
Sunnan girðingar mættu 5 mislitir, 4 kollóttir og 15 hyrndir. 
Í heildina voru 22 mislitir, 13 kollóttir og 44 hyrndir.
Bæði vestan og sunnan girðingar.
Sýningin hófst kl 20:30 í Haukatungu Syðri 2 hjá Ásbyrni og Helgu.
Þar var byrjað á því að skoða hrútana og raða upp.
Að því loknu bauðu Ásbjörn og Helga upp á kaffi og kökur
í hlýlega og glæsilega fjárhúsinu þeirra.
Á meðan fóru Jón Viðar og Lárus afsíðis að bera saman hrútana og finna
nýjan héraðsmeistar 2016.
Ég fór með verðlaun fyrir hönd Fjárræktarfélagsins Búa á sýninguna en það var
mynd sem ég teiknaði af hrút og setti það í bleikt skraut í tilefni bleiku slaufunar.
Seinni sýningunni lauk svo um hálf 12. Þetta var mjög skemmtilegur dagur og 
frábær sýning á báðum stöðum. Ég tók stuttlega sögu af deginum saman
sem þið getið skoðað hér ásamt myndum sem eru í mynda albúmi.

Héraðsmeistarinn 2016 er Garra sonur frá Ásbyrni og Helgu Haukatungu Syðri 2.

Héraðsmeistarinn 2016.
Griðalega fallegt lamb og með frábæran blett á afturfót. Faðir Garri.

53 kg 112 fótl 37 ómv 2,7 ómf 5 lag

8 9 8,5 10 9 18,5 7,5 8 9 alls 87,5 stig

Í öðru sæti var hrútur frá Dalsmynni. Faðir Tangi

57 kg 111 fótl 34 ómv 4,3 ómf 4,5 lag

8 8,5 8,5 9,5 9 18,5 8 8 8,5 alls 86,5 stig


Held að þetta sé hrúturinn frá Dalsmynni sem var í öðru sæti sem er með svarta teypið.

Í þriðja sæti var svo hrútur frá Helgu og Ásbyrni Haukatungu Syðri 2. Faðir Stefán

54 kg 108 fótl 33 ómv 4,3 ómf 5 lag

8 8,5 9 9,5 9 18,5 8 8 8,5 87 stig.


Hér er mynd af honum.


Hér má sjá hvitu hyrndu hrútana fyrir vestan girðingu.

Og hér eru fleiri í þeim hóp.

Þessi ungi framtíðarbóndi og ef ekki ráðanautur gaf dómurunum ekkert eftir í að 
skoða hrútana. Þetta er hann Baldur sonur Arnars og Elísabetu Kálfárvöllum.

Þessir fjórir voru í uppröðun ásamt Sigga hrút sem er Saum sonur.

Hér er hann á endanum sem Eyberg heldur í . Sem sagt það var hérna vestan girðingar
voru 5 í uppröðun og það var frá Heiðu á Gaul, Arnari á Kálfárvöllum, Fáskrúðabakka
og ég veit ekki alveg hver hinn er.

Flottur Kölska sonur frá Arnari og Elísarbetu Kálfárvöllum.

Þessi var í uppröðun líka og er frá Fáskrúðarbakka. Flottur hrútur.

Þessi var gríðarlega fallegur hann er frá Heiðu á Gaul og er undan Kalda.

Hvítu hyrndu sunnan girðingar.

Hvítu hyrndu sunnan girðingar.

Fimm efstu í uppröðun sunnan girðingar.

Besti kollótti hrúturinn 2016 var frá Dalsmynni. Faðir Stöðvar

54 kg 107 fótl 33 ómv 5,4 ómf 4,5 lag

8 8,5 8,5 9 8,5 18 9 8 8,5 alls 86 stig


Hér er hann mjög fallegur hrútur frá Dalsmynni.

Í öðru sæti var hrútur frá Bjarnarhöfn. Faðir Deddi

54 kg 110 fótl 30 ómv 4,8 ómf 4,5 lag

8 9 9 9 9 18,5 8,5 8 8 alls 87 stig.

Í þriðja sæti var hrútur frá Hraunhálsi. Faðir Kópur

44 kg 107 fótl 34 ómv 3,5 ómf 4 lag

8 9 9 9 9 18,5 7,5 8 8 alls 86 stig.


Kollóttu fyrir vestan girðingu á Gaul.

Fimm efstu í uppröðun vestan girðingar. 1 frá Eyberg og Laugu Hraunhálsi. 3 frá 
Hjarðafelli og einn frá Bjarnarhöfn.

Litli Baldur var orðinn ansi þreyttur á Gaul í restina og fékk sér smá lúr hjá afa sínum.

Kollóttu hrútarnir í uppröðun sunnan girðingar þeir voru alls 4 til keppni þar.
Þrír frá Ásbyrni og Helgu og einn frá Dalsmynni.

Þessi unga dama var yngsti bóndinn á sýningunni og stal alveg senunni með fallega
brosinu og gleðinni sem geislaði af henni á Haukatungu seinni hluta sýningarinnar.

Besti misliti lambhrútur 2016 var frá Haukatungu Syðri 2. Faðir Kúði

39 kg 106 fótl 32 ómv 2,0 ómf 5 lag

8 8,5 9 9,5 9 19 8 8 8,5 alls 87,5 stig


Hér er hann besti misliti lambhrúturinn 2016 frá Helgu og Ásbyrni Haukatungu Syðri 2.

í öðru sæti var svarflekkóttur hrútur frá Eggjarti á Hofstöðum. Faðir Slutti

54 kg 112 fótl 35 ómv 3,3 ómf 4 lag

8 9 8,5 9 9,5 19 7,5 8 8,5 alls 87 stig

Í þriðja sæti var hrútur frá Hraunhálsi sem Ásbjörn keypti af þeim. Faðir Kópur

45 kg 107 fótl 30 ómv 4,5 ómf 4 lag

8 9 9 9 9,5 18 8,5 8 8 alls 87 stig.


Hér er sá sem var í þriðja sæti en ég náði ekki mynd af öðru sætinu.


Hérna sést í flekkótta hrútinn sem var í öðru sæti ásamt hinum mislitu vestan girðingar.

Allar útgáfur af litum.

Skemmtilega margir mislitir þeir voru 17 vestan girðingar.

Hérna eru 5 í uppröðun vestan girðingar. Svarflekkóttur frá Hofstöðum, Svartur frá
Óttari Blómsturvöllum. Botnugolsóttur frá Mávahlíð. Svartur frá Fáskrúðabakka og 
svartur frá Laugu Hraunhálsi.

Hér er svo mynd af honum botnugolsa mínum.

Mislitu sunnan girðingar. Þeir voru alls 5. Þrír frá Ásbyrni og einn frá Hraunhálsi og 
einn frá Kristbyrni.

Flottir hrútar hér á ferð.

Eyberg og Lauga komu með skemmtilegan grip í keppni með mislitu hrútunum en það
var ferhyrndur hrútur sem þið sjáið hér.

Vígalegur hrútur hér hjá þeim.

Aðeins meiri nærmynd af honum.

Það voru svo einnig veitt verðlaun fyrir afurðarhæðstu 5 vetra ærnar.

Í fyrsta sæti var ær nr 11-194 frá Hjarðarfelli með 114 í einkunn.

Gerð 104 fita 116 frjósemi 110 Mjólkurlagni 110

Móðir Stólpa sem vann héraðssýningu 2013 og verður á sæðingarstöð næsta vetur.

Í öðru sæti var ær nr 11-301 frá Mýrdal með 113,8 í einkunn.

Gerð 93 fita 112 frjósemi 121 Mjólkurlagni 118. 

Er undan Kára heimahrút sem var undan Kalda 03-989.

Í þriðja sæti var ær nr 11-302 frá Mýrdal með 113,2 í einkunn.

Gerð 102 fita 107 frjósemi 114 Mjólkurlagni 121. 

Er líka undan Kára heimahrút undan Kalda 03-989.


Hér eru þau vinningshafarnir fyrir afurðarhæðstu 5 vetra ærnar.

Hér er Ragnar á Kverná, Óttar Blómsturvöllum og Hallur á Naustum.

Elísabet með Bald sem var svo duglegur að mæta á báðar sýningarnar og var svo 
áhugasamur en leiddist að bíða eftir úrslitum og fékk sér lúr á báðum sýningunum
enda erfitt að vera svona lítill og vaka allann daginn.

Hér var hann Baldur í röð með mömmu sinni að fara skoða hrútana.

Svona endaði svo kvöldið hjá litla bóndanum alveg búin á því búnað dæma í allann dag.
Það verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni hann verður örugglega
án efa stórkostlegur fjárbóndi.

Þessar mæðgur Hildur og Elva frá Hellissandi fylgdust spenntar með.

Mamma mætti með stelpurnar mínar að sjá hrútana á Gaul.

Stelpurnar skemmtu sér vel við að búa til engla í hlöðunni á Gaul.
Hér er Sveina dóttir Hlédísar og vínkona hennar.

Kristinn bæjarstjóri kom og kíkti en aðeins of seint þá var sýningin búinn á Gaul en
hann náði þó spjalli við Lárus.

Hér er Ásbjörn að veita Helgu verðlaunin fyrir besta mislita hrútinn 2016.

Hér veitir Lárus svo Ásbyrni Farandsskjöldinn fyrir besta lambhrút Snæfellinga 2016.

Hér eru þau hjónin Ásbjörn og Helga Haukatungu Syðri 2 með skjöldinn.
Ég óska þeim innilega til hamingju með alla flottu hrútana sína og öllum hinum
verðlaunahöfunum. Takk fyrir frábæra sýningu og skemmtilegan dag.

Það eru svo fleiri myndir sýningunni hér inn í albúmi.


10.10.2016 12:06

Sláturmat og Kaupferð í Hraunháls.

Jæja þá er komið af erfiðasta kaflanum í sauðfjárræktinni og finnst mér það vera slátrunin
sérstaklega þegar þarf að kveðja gamlar og ungar ær sem verða ónýtar.
Að þessu sinni verður sárast að kveðja hana Huldu okkar sem er svo rosalega sterkur
karekter í húsunum hjá okkur. Emil á hana og það er alveg magnað að sjá þegar hann 
kallar á hana og hún kemur hlaupandi til hans í von um að fá brauðbita. Hún er sem 
sagt ein af þessum kindum sem eru mikið fyrir brauð nema hún er alveg ótrúlega nösk
að finna þegar maður er með það og má ekki heyra smá skrjáf þá er hún komin eins og 
píla með tunguna lengst út. Jæja en nú er það mál komið að hún kviðslitnaði í vor og hefur
ekki verið að fóðrast eins vel og hún ætti að gera svo eitthvað meira er að hrjá hana.

Hér er hún uppáhaldið hans Emils það verður ekki eins að koma í húsin í vetur þegar
vantar hana Hullu hans hennar verður sárt saknað emoticon

Þær voru tvær sem drápust í sumar það voru Rósalind og Kría. Við þær bætast svo
þessar sem verða slátraðar núna og það eru Hulda, Kápa, Líf, Skálmöld, Búkolla
Gaga og Draumarós. Ég var svo heppin að Freyja, Bói og Bárður sáu um slátrunina
fyrir mig og ég fékk að sleppa því að vera viðstödd þegar þær fóru og þakka ég þeim
óendalega mikið fyrir það því mér finnst þetta svo erfitt þegar það eru svona fullorðnar
kindur sem maður er búnað mynda svo mikil tengsl við.


Dóra mín átti að fara líka hún er einspena fékk júgurbólgu í fyrra sem hefur ekki náð að
lagast og var hún komin í sláturhópinn en ég sleppti henni út og ákvað að gefa henni
eitt ár í viðbót ég held svo rosalega mikið upp á þessa kind enda er þetta fyrsta kindin
hans Benónýs sem Bárður og Dóra gáfu mér þegar hann fæddist.

Af 122 lömbum voru 17 slátruð heima. 23 voru seld til lífs. 16 gimbrar verða settar á plús
ein sem ég keypti af Gumma Óla. 2 Hrútar verða settir á og einn keyptur alls 3 en með 
Sigga verða 6 lambhrútar á Samvirkjubúinu okkar í Tungu í vetur.

64 lömb fóru í sláturhús og var gerðin 10,25 meðalvigt 19,71 og meðalfita 7,86

Hjá Sigga fóru 33 lömb í sláturhús gerð 10,64 meðalvit 19,38 og meðalfita 8,06

Hjá Jóhönnu fóru 10 lömb gerðin var 10,1 meðalvigt  21,07 meðalfita 8,8

Það var svo að koma víða vel út sláturmatið.

Hjá Gumma Óla Ólafsvík var gerðin 11 meðalvigt  22,4 og meðalfita 8,53 af 15 lömbum.

Hjá Óttari á Kjalveg var gerðin 11,6 meðalvigt 20 og meðalfita 9 af 30 lömbum


Embla og Freydís komu með okkur í kaupleiðangur í Hraunháls og voru mest hrifnar
af ferhyrnda fénu.

Hér er einn glæsilegur sem þær voru mjög hrifnar af.

Ég á eftir að taka betri mynd en þessi hvíti lambhrútur er nýji kollótti hrúturinn okkar.
Hann er með 18 í læri og er 84,5 stig. Hann á móflekkótta móður sem ég var alveg 
dáleidd af. Faðir hans er Magni sem er frá sæðingarstöð.

Þetta er móðirin sem er við jötuna gríðalega stór og falleg kind.
Það verður spennandi að nota þennan hrút í vetur og sjá hvort við fáum móflekkótt.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu.

Ég minni svo á þessa auglýsingu

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2016

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi verður haldin laugardaginn 15. okt 2016.

  • Fyrri hluti sýningarinnar verður haldinn að Gaul í Staðarsveit og hefst kl. 13.00.
Á þeirri sýningu verða veitingar í boði gegn vægu gjaldi til að fá upp í kosnað sýningarinnar.
  • Seinni hluti sýningarinnar verður haldin að Haukatungu Syðri 2 Kolbeinsstaðarhrepp og hefst kl. 20.30.
Verðlaunaafhendingin verður að lokinni sýningu í Haukatungu.

Við viljum hvetja sauðfjárræktendur að mæta með sína gripi á sýninguna og taka þátt í uppskeruhátíð sauðfjáræktenda á Snæfellsnesi.

          Nefndin

Reglur vegna lambhrútasýningar  Snæfellsnesi
* þetta er eingöngu sýning á lambhrútum.
* Hrútar verða að vera fæddir á Snæfellsnesi og því má ekki koma með aðkeypta hrúta.
* Allir hrútar skulu vera stigaðir, þeir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun.
* Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert, er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni.
* Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, og 3 mislita og/eða ferhyrnda.

30.09.2016 08:55

Hrútasýning veturgamla 2016

Hrútasýning veturgamla fór fram seinast liðinn föstudag á Hömrum Grundarfirði og 
Bárður og Dóra lánuðu fjárhúsin þar fyrir hrútasýninguna. Aðstaðan var frábær hjá þeim
og Dóra gerði fyrir okkur gúllassúpu sem naut mikilla vinsælda á sýningunni einnig voru
skúffukökur í boði og fleiri kræsingar sem stjórnin kom með og Laufey hans Óla.
Eyjólfur Ingi og Torfi Bergsson komu og dæmdu hjá okkur hrútana. 
Það voru alls 22 hrútar sem mættu á sýningu en aðeins færra var af
fólki en hefur verið en þetta var fámennt en góðmennt. 
Glæsileg sýning og fór mjög afslappað fram. 
Það var frábrugðið núna að hrútarnir voru vigtaðir og dæmdir og svo
var farið bara beint í uppröðun og úrslit. Siðan var gætt sér á ljúffengu súpunni hjá Dóru
og brauði og bakkelsi. Þegar allir voru búnir að því var verðlauna afhending og svo 
sýningu lokið. 

Hér má sjá mælingu á hrútunum.


Af hvítu hyrndu hrútunum voru 5 í uppröðun.


2 frá Mýrum, 2 frá Mávahlíð og 1 frá Tungu. Siðan stóðu eftir 3 efstu sem voru einn frá
Mávahlíð, einn frá Mýrum og einn frá Tungu.

Þetta eru farandsbikararnir sem eru varðveittir í ár hjá næstu eigendum.

Hér er ég svo með vinningshafann í hvítu hyrndu nr 15-001 Ísak Tvinna sonur og Mjallhvítar.
Tvinni er Saum sonur og Mjallhvít er undan heimaær og Storm Kveiksyni.

Ísak 15-001 frá Mávahlíð.

Hann var 105 kg fótl 119 ómv 38 ómf 3,4 lag 4

8 haus 9 H+h 9 B+útl 9 Bak 9,5 malir 19 læri 8,5 ull 8 fætur 8,5 samr. Alls 88,5 stig.

Í öðru sæti var hrútur nr 15-688 frá Mýrum undan Vind og Ljónu.

Hann var 93 kg fótl 125 ómv 38 æinf 5,1 lag 4

8 haus 8 H+h 8,5 B+útl 9 Bak 9 malir 19 læri 7,5 ull 8 fætur 8,5 samr. Alls 85,5 stig.

Í þriðja sæti var Drjóli nr 15-450 frá Sigga í Tungu undan Soffíu og Hæng.

Hann var 115 kg fótl 122 ómv 39 ómf 7 lag 4

8 haus 9 H+h 9 B+útl 9 Bak 9 malir 18,5 læri 8 ull 8 fætur 9 samr. Alls 87,5 stig.

Í fjórða sæti var Mávur frá Mávahlíð nr 15-002 undan Blika og Dröfn.

Hann var 98 kg fótl 124 34 ómv 5,7 ómf 4 lag

8 haus 8,5 H+h 9 B+útl 8,5 Bak 9 malir 18 læri 8,5 ull 8 fætur 8,5 samr. Alls 86 stig.

Í fimmta sæti var hrútur nr 15-689 frá Mýrum undan Botnu og Prúð.

Hann var 98 kg fótl 123 ómv 34 ómf 7 lag 4

8 haus 8,5 H+h 9 B+útl 8,5 Bak 9 malir 18,5 læri 8 ull 8 fætur 8 samr. Alls 85,5 stig.


Í kollótta flokknum voru þrír í uppröðun frá Friðgeiri á Knörr, Gunnari á Kolgröfum og 
Ingibjörgu og Valgeiri Grundarfirði.

Gunnar á Kolgröfum með hrút nr 15-081 sem er vinningshafi kollóttra 2016.


Hann var 87 kg fótl 115 ómv 33 ómf 6,9 lag 4

8 haus 8 H+h 8,5 B+útl 8,5 Bak 9 malir 18,5 læri 8,5 ull 8 fætur 8 samr. Alls 85 stig.

Í öðru sæti var hrútur nr 15-721 undan Breka og Kápu frá Ingibjörgu og Valgeiri Grundarfirði.

Hann var 74 kg fótl 120 ómv 31 ómf 4,7 lag 4

8 haus 8 H+h 8,5 B+útl 8,5 Bak 9 malir 18 læri 8,5 ull 8 fætur 8 samr. Alls 84,5 stig.

Í þriðja sæti var hrútur nr 15-377 móðir 12-894 og faðir 08-361 frá Friðgeiri á Knörr.

Hann var 97 kg fótl 124 ómv 35 ómf 6 lag 4

8 haus 8 H+h 8,5 B+útl 8,5 Bak 8,5 malir 17,5 læri 8 ull 8 fætur 7,5 samr. alls 82,5 stig


Í mislita flokknum voru líka þrír í uppröðun og voru frá okkur Mávahlíð, Ingibjörgu og 
Valgeiri Grundarfirði og Friðgeiri á Knörr.

Hér er ég með Zorró 15-003 undan Glaum og Feikirófu. Glaumur er Topps sonur og undan
Gloppu hans Sigga í Tungu. Feikirófa er undan Mýslu frá Mávahlíð og Negra sem var í eigu
Bárðar og var undan At.

Gleymdi að taka mynd af honum á sýningunni en hér er hann í ágúst. Þetta er sem sagt
besti misliti veturgamli hrúturinn 2016 hjá Búa.

Hann var 90 kg fótl 114 ómv 37 ómf 6,4 lag 4

8 haus 9 H+h 9 B+útl 9 Bak 9 malir 18,5 læri 8 ull 8 fætur 8,5 samr. Alls 87 stig.

Í öðru sæti var hrútur frá Ingibjörgu og Valgeiri undan Móra 14-723 og Úllu 11-037.

Hann var 78 kg fótl 120 ómv 31 ómf 3,2 lag 4

8 haus 8,5 H+h 8,5 B+útl 8,5 Bak 9 malir 18 læri 8 ull 8 fætur 8 samr. Alls 84,5 stig.

Í þriðja sæti var hrútur frá Friðgeiri á Knörr nr 15-376 faðir 08-361 og móðir 10-753

Hann var 92 kg fótl 120 ómv 30 ómf 6,3 lag 4

8 haus 8,5 H+h 9 B+útl 8,5 Bak 8,5 malir 17,5 læri 8 ull 8 fætur 8 samr. Alls 84 stig.

Þá er þetta upptalið og ég þakka enn og aftur Dóru og Bárði fyrir að leyfa okkur að halda
sýninguna hjá þeim og fyrir alla aðstoðina í kringum allt saman.


Þessi fallegi hrútur er frá Önnu Dóru og Jón Bjarna og Bárður var að fá hann hjá þeim.
Hann er undan veturgömlum hrút hjá þeim sem er Hæng sonur og undan Hriflu minni og hann keypti hann hjá mér í fyrra. Móðirin er Topps dóttir frá Bergi.

Bárður setur hann á og ég ætla fá að koma með einhverjar ær í hann mér finnst hann svo
svakalega fallega flekkóttur. Hann var stigaður upp á 85 stig og er með 18,5 í læri.
28 ómv 3,3 ómf 4 lag 113 fótl 8 haus 8,5 H+h 8,5 B+útl 8 Bak 9 malir 18,5 læri 8 ull 8 fætur
8,5 samr. Alls 85 stig.

Mynd frá stigun hjá Guðmundi Ólafs Ólafsvík. Ekkert smá flott fjárhús hjá honum og ég
er alveg að fíla þessa miklu litadýrð hjá honum.

Hjá Gumma gimbranar hans.

Hrútarnir hans.

Hér er fallega grábotnótta gimbrin sem ég festi mér hjá honum.
Hún er 55 kg ómv 31 ómf 4 lag 4 framp 8,5 læri 18 og ull 8. Systir hennar á móti setur 
Gummi á og hún er gráflekkótt með 33 ómv 9,5 framp og 19 í læri.

Hér er verið að stiga hjá Óla í Lambafelli og Torfi er mælingarmaður.

Verið að skoða í lambafelli og hér eru Marteinn , Óli og Óskar að hjálpast að og Eyjólfur
og Torfi að skoða. Gummi er ritari.

Flottar gimbrar hjá Óla þessi gráa og mórauða kollótta voru með 18 í læri.

Hér var svo verið að stiga á Hömrum hjá Bárði og Dóru. 
Ég var nefnilega ekki búnað setja þessar myndir inn þegar ég var að blogga seinast svo
ég vildi láta þær fylgja núna.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.


27.09.2016 10:49

Smölun og stigun 2016

Jæja þá kom að því að ég gæti gefið mér tíma til að skella inn bloggi af seinustu vikum.
Enda allt búið að vera á haus í sauðfjárræktinni hjá okkur eins og þessi tími gefur til kynna.

Á föstudagsmorgun 16 september fór ég og sótti féið sem var í Búlandshöfða og niður
í Búlandi sem er fyrir neðan veginn og alveg niður við sjó. Ég var ein og það gekk eins
og í sögu þær fóru allar af stað og héldu út eftir inn í Mávahlíð.

Það var fullt af fallegum kuðungum niður í Búlandi út á skerinu í þaranum.

Hér eru þær svo komnar út á Helluna í Mávahlíð og ég var þar komin með Emil til 
liðs við mig.

Þær voru frekar óþekkar við okkur í hlíðinni og ég þurfti að príla upp fyrir þær upp í
klettabergið og fá þær til að snúa við því þær komast ekki beint áfram. Þær tóku þá
straujið aftur til baka svo ég þurfti að reyna hlaupa til baka til Emils sem var neðar í 
hlíðinni og það hafðist þær fóru loksins niður á við. Við vorum líka svo heppin að 
Friðgeir á Knörr slóst með okkur í leikinn og smalaði fyrir okkur það sem var fyrir neðan 
og á túninu svo við gátum haldið okkar striki í hlíðinni.

Þetta gekk svo bara nokkuð vel. Emil og Jóhanna fóru upp hjá Bústaðnum hans Snorra
og komu þannig á móti mér og þegar ég var um það bil að missa nokkrar sem voru 
óþekkar við mig í hlíðinni kom Gummi Óla til bjargar og komst fyrir þær.
Við heimtum um 150 stykki þessa smölun sem var bara Búlandshöfðinn og Mávahlíðin

og þar í kring. Það var reyndar óvenju mikið af aðkomu fé í þessu frá Bergi, Mýrum og
Kvíarbryggju. Það var líka nokkrar frá Gumma Óla sem ganga hjá okkur.


Jæja þá er ferðinni heitið upp að Kaldnasa sem er fyrir ofan Svartbakafellið Mávahlíðar
megin og þar kíkjum við upp í Bjarnarskarð og þar sjáum við oft til Grundarana því 
þeir smala sín megin við Bjarnarskarðið á sama tíma. Hér eru Maja og Óli hörku smalar
sem eru þræl reynd í að fara hérna megin upp ég annars vegar hef oftast farið upp
á Fróðarheiði með hinum. En hinir eru sem sagt núna Siggi í Tungu, Friðgeir á Knörr 
með fólk með sér, Bói, Hannes  á Eystri Leirárgörðum og sonur hans þeir fara núna
Fróðarheiðina og koma svo niður í Svartbakafellið og þar fyrir ofan.

Hér má sjá hversu hátt við erum uppi og við erum ekki en komin á leiðarenda.
Þarna lengst má sjá glytta í Ólafsvík. Já og þarna var allt heiðskýrt og flott en það leið 
svo brátt undir lok. Því þegar við vorum kominn upp og búnað skipta okkur niður.
Skall á þessi þykka þoka sem gerði okkur mjög erfitt fyrir og ekkert þýddi að gera nema
bíða hana af okkur.

Hér erum við Maja að nálgast Kaldnasa en það er fjallið með þokunni á. Við þurftum að 
hafa okkur alla við til að halda í við Óla sem er í rugl góðu formi og nánast hleypur upp
eins og hestur án þess að blása úr nös alveg magnaður maður. 
Okkur leyst ekkert á hvað rollurnar voru dreifðar þegar við komum upp og sáum ekki 
fyrir endann á því að koma þeim öllum saman enda mikið um ókunnugt fé sem tekur 
straujið upp leið og maður nálgast það. 

Þetta hafðist þó allt að lokum og til allra lukku sáum við mann koma með kindur yfir
Bjarnaskarðið og fengum hann til liðs við okkur og það bjargaði okkur alveg því við
vorum svo fáliðuð hérna megin. Hér á þessari mynd má sjá að þokunni var að létta og
allt féið komið niður og ég er að fikra mig niður af Sneiðinni sem er lengst fyrir ofan 
Fögruhlíð. Við höfum aldrei verið svona lengi að smala eins og í dag þessa smölun
en það var þokan sem lengdi allt hjá okkur en sem betur fer heimtist vel af fénu niður.

Sumar voru meira búnar en aðrar og fengu far í kerrunni heim. Embla var ánægð að fá
að kíkja í kerruna á þær.

Það voru svo allir glaðir að komast í kræsingarnar sem Hulda mamma og Freyja 
tengdamamma voru búnað leggja á borð fyrir okkur. Jóhanna bjó svo til kjúklingasúpu
fyrir okkur og vakti hún mikla lukku. Við þökkum öllum þeim sem stóðu að öllu þessu
með okkur bæði kaffi og smölun þetta er alltaf svo gaman og líka svo gaman þegar
að þessum tímapukti er komið að fara fá sér gott að borða eftir allt labbið.

Og svo er auðvitað það besta eftir að fara reka inn af túninu og skoða og vigta lömbin.

Verið að fara reka inn.

Þá er allt að verða komið inn.

Það var bílaröðin með kerrunar fyrir utan enda voru þrjár krær af aðkomu fé ég held að
það hafi verið rúmlega 200 stykki ókunnugt svo það hefur smalast mjög vel.
Friðgeir átti um 90 stykki hjá okkur og svo var ein frá Arnari á Kálfárvöllum.
Mýrum, Bergi, Kverná, Gumma Óla, Kvíarbryggju og Bibbu og Valgeiri Grundarfirði
svo það var margt um manninn og mikið stuð í fjárhúsunum í Tungu.

Hér eru Bói, Kristinn, Hannes og Emil að fylgjast með.

Bói kominn í hásætið með einn kaldann.

Mírranda forrysta með gimbrina sína sem er undan Mugison svo hún er ekki alveg 
hreinræktuð forrysta. 

Jæja þá var farið að róast og við fórum að vigta lömbin. Þau virka mörg hver mjög væn
þetta haustið og meðalvigtin hjá okkur var 47,6 og hjá Sigga var hún líka 47,6.
Þyngsta lambið hjá okkur var þrílembingur sem gengu 2 undir hrútlamb 64 kg.
Léttast var graslamb sem var 28 kg. 

126 lömb voru heimt hjá okkur og vantaði bara eitt
tvílembings gemlings lamb sem ég vissi ekki að væri týnt annars vissi ég um 1 hrút 
sem var afvelta og annað sem var keyrt á og eitt sem hvarf snemma í vor.
En það er bara frábærar heimtur að vita bara af fjórum lömbum sem vantaði því í fyrra vantaði okkur allt of mörg. 

Svo vorum við svo heppin að við heimtum þetta gemlingslamb sem ég 
var að tala um því það hefur komið í Ólafsvíkur rétt og Stebbi fann það heima hjá sér
þá hefur það verið dregið til hans í réttinni.


Dalrós með tvö afkvæmi undan Saum sæðishrút.

Jæja þá var komið að því að stiga. Helgi Þór var mælingarmaður og Lárus dómari.
Ég lét stiga 52 hrúta og 47 gimbrar. Jóhanna 10 hrúta og 5 gimbrar. 
Siggi 26 gimbrar og 19 hrúta.

Gaman að fá Lárus það er orðið langt síðan hann hefur komið til okkar að dæma lömbin.

Það var svo tekið smá kaffi pása og spjallað. Gummi kom og hjálpaði okkur að draga
í stigunina og það var vel þegið enda mikið af lömbum og við ekki svo margmönnuð.

Jóhanna hjálpaði mér að heyra tölurnar og var eyrun mín því ég heyri bara á öðru eyra.
Svo ég þarf að einbeita mér vel að þeim sem talar og láta endurtaka ef ég næ þvi ekki.

Bárður og Bói mættir að hjálpa til og fylgjast með af miklum áhuga.

Jæja þá var stigun kominn í hús og þá var að hella sér í að velja ásettning svo hægt væri
að fara velja hvað væri söluvænt fyrir þá sem bíða eftir að fá að svör.

Það var þó tekin löng matarpása og lagst yfir pappírana og grandskoðað allar 
upplýsingar á bak við lömbin áður en ásettningur er merktur.

Af þessum 52 hrútum hjá okkur voru 32 með 30 og yfir í ómvöðva.
Hæðsti var 36 en það var 1 og 3 með 35 og 4 með 34 .
Af þessum hrútum voru 15 með 18 og yfir í læri
1 með 19. 
3 með 18,5. 
12 með 18. 
23 með 17,5. 
12 með 17 og 2 með 16,5. Annar af þeim sem var með 16,5 var sá sem veiktist hjá 
okkur og ég gleymdi að taka frá það átti auðvitað ekkert að stiga hann því hann var
inni í 10 daga og var búnað leggja svo mikið af greyjið.
 
31 af 52 voru með 85 stig og yfir hæðst 87,5 stig

Af þessum 47 gimbrum voru 

1 með 16
4 með 16,5
8 með 17
17 með 17,5
12 með 18
5 með 18,5

28 af 47 með 30 og yfir í ómv hæðst 35.

Þessi lakari lömb sem voru í þessum 16 og 16,5 læra stigum voru mikið undan
kollótta hrútnum okkar sem drapst í vor hann var samt mjög flottur hrútur en hefur 
bara einhvern veginn ekki passað á kollurnar okkar. Siggi fékk samt einn 86,5 stig
undan honum svo hann passaði vel á þá kind en það var frekar feit öll lömbin
undan honum bæði hjá okkur og Sigga. En það er nú líka þessi rosalegi gróður
sem við höfum í sveitinni það er ekki ferfótað fyrir grasi.

Ég er samt bara sátt við þessa útkomu og gaman að prófa aðra hrúta og fá þá almennilega
sjón á hvað þeir eru að gefa. Styrmir sem ég fékk lánaðan hjá Eiríki sá mórauði gaf mjög
þroskamikil lömb og eins Skari sá kollótti en það vantaði í gerðina hjá þeim báðum.

Ég fékk þó eina mórauða gimbur sem ég set á og er mjög sátt við og eins fékk ég einn 
mórauðan hrút undan gemling sem er með 34 í ómv og 17,5 í læri og er 84,5 stig og ég
náði að selja hann og einn annan mórauðan hrút sem Hallur á Naustum fékk og er 84 stig.
Hann er með 31 í ómv og 17,5 í læri.

Siggi í Tungu fékk svo fallegan mórauðan undan Soffíu sinni sem er 84,5 stig og með 
30 í ómv og 18 í læri svo það verður spennandi að nota hann. Svo ég er mjög þakklát
að hafa fengið hann Styrmi notaðan hjá Eiríki og fá þessa flottu einstaklinga.

Móri hans Sigga undan Soffíu og Styrmi.

Tók saman smá dómayfirlit hvað Ísak og Mávur voru að gefa á dæmdum lömbum.


Mávur var með 10 lambhrúta dæmda og meðaltal af þeim hljóðaði svona:

gerð 110 fita 108 frjó 102 mjólk 102 þungi 52,1 fótl 108,7 ómv 30,8 ómf 2,8 lögun 4

Haus 8 H+h 8,3 B+útl 8,5 Bak 8,7 malir 8,6 læri 18 ull 8,2 fætur 8 samr 8,1 alls 84,3


Ísak var með 6 lambhrúta dæmda og meðaltal af þeim hljóðaði svona :

gerð 110 fita 110 frjó 100 mjólk 104 þungi 54,7 fótl 110,2 ómv 32,5 ómf 3,2 lögun ,6

Haus 8 H+h 8,3 B+útl 8,8 Bak 9 malir 8,8 læri 17,8 ull 8,5 fætur 8 samr 8,1 alls 85,2


Mávur átti 5 gimbrar stigaðar :

gerð 112 fita 110 frjó 101 mjólk 101 þungi 43,0 fótl 103,8 ómv 30,8 ómf 3,7 lögun 4,3

framp 8,8 læri 17,9 ull 8,3 samræmi 8,3 alls 43,3


Ísak átti 11 gimbrar stigaðar :

gerð 108 fita 110 frjó 99 mjólk 103 þungi 46,1 fótl 106,8 ómv 30,3 ómf 3,3 lögun 4,1

framp 8,7 læri 17,5 ull 8,2 samræmi 8,4 alls 42,8

Jæja svo var stigað hjá Sigga 26 gimbrar og voru 13 af þessum 26 voru með
18 í læri og yfir
1 með 19 og 1 með 19,5 í læri.

19 voru með 30 í ómv og yfir hæðst 36.

Allveg glæsilegur gimbra hópur og það verður ekki erfitt að setja á úr þessum úrvals
gimbrum.

19 hrútar voru stigaðir hjá Sigga og voru 11 af þeim með 30 og yfir í ómvöðva
hæðsti var með 38 í ómv. Hæðst stigaði hrúturinn hjá Sigga var 87 stig.

12 af þessum 19 hrútum voru með 18 og yfir í læri.

2 með 19
3 með 18,5
7 með 18 
7 með 17,5

Alveg úrvals fé hjá honum Sigga og þá er það sér í lagi hún Svört hans sem er alveg
met kind hún er einspena en var með bæði lömbin undir sér og þau vigtuðu
55 og 51 kg. Hrúturinn var með 19 í læri og 33 í ómv og gimbrin með 19 í læri og 35 í ómv
og hrúturinn var stigaður upp á 86,5 stig. Þau eru auðvitað bæði ásettningur hjá Sigga.

Hér er þessi úrvals kind með lömbin sín í ágúst. Þessi rolla er alveg einstök og á 
enga sér líka hún er rosalega sterkur karekter og talar ekki við hvern sem er og það
má bara klappa henni þegar maður er að sópa niður í kró hjá henni eða allavega þeir
fullorðnu en krakkarir eru líka í uppáhaldi hjá henni og þeir meiga klappa henni þegar
þeir eru í jötunni en á sauðburði er þeim voðinn vís ef þeir ætla nálgast hana, þá eins
og vill nú vera með flestar ær að þær vernda nýfæddu lömbin sín.

Það var svo víða stigað og ég fékk að nálgast smá upplýsingar af því.

Hjá Óttari á Kjalvegi voru 25 gimbrar stigaðar og 12 hrútar.

Af þessum 25 gimbrum voru 14 af þeim með 30 og yfir í ómv 
og hæðsta var með 36 í ómv.

19 af 25 með 18 og yfir í læri
2 með 19
5 með 18,5
12 með 18

Af þessum 12 hrútum voru 11 með 18 í læri og yfir 
1 með 19
4 með 18,5 og rest af þessum 11 með 18 og einn með 17,5.
9 af 12 með 30 og yfir í ómvöðva.

Hæðst stigaði hrúturinn hjá Óttari var 88,5 stig.

Alveg mögnuð útkoma hjá Óttari og þvílíkt öflug lærastigun og flottar kindur.

Hjá Gumma Óla Ólafsvík voru 23 gimbrar stigaðar og 14 hrútar.

Af þessum 23 gimbrum voru 13 með 18 og yfir í læri.
2 með 19 
3 með 18,5
8 með 18

14 hrútar voru stigaðir og hæðsti var 87 stig hjá Gumma.

8 með 30 í ómv og yfir 

6 með 18 í læri og yfir 
1 með 18,5.
5 með 18

Glæsileg útkoma hjá Gumma og ég nældi mér kaup á einni grábotnóttri gimbur
hjá honum emoticon akkurat liturinn sem mig vantaði.

Hjá Óla í Lambafelli var líka flott útkoma og lét hann stiga 20 gimbrar.

6 af þeim voru með 18 og yfir
1 með 18,5.
5 með 18

Hrútarnir voru líka fínir hjá honum ég náði ekki alveg útkomunni á þeim. 
Óli er bæði með kollótt og hyrnt fé og kollótta féið er líka sterkt hjá honum það voru
gimbrar að fá 18 í læri og hrútar líka hjá honum.

Hjá Óskari í Bug voru 6 hrútar stigaðir og voru allir rosalega jafnir

Allir með 30 og yfir í ómvöðva hæðst 31

2 með 18,5 í læri
2 með 18
2 með 17,5

Hæðst stigaði hrútur hjá honum var 86,5 stig

6 gimbrar voru stigaðar hjá Óskari

4 með 30 og yfir í ómvöðva hæðst 31
2 með 18,5
1 með 18
3 með 17,5

Óskar er mjög sterkur í kollótta fénu eins og sést hér og þetta er glæsileg stigun hjá honum.

Jóhanna sem er með okkur í Tungu með féið sitt lét stiga 10 hrúta og 5 gimbrar

Af þessum 10 hrútum voru 5 með 30 í ómv og yfir hæðst 35
2 með 18 í læri 
2 með 17,5
rest með 17

Hæðst stigaði hrúturinn hjá henni var 86,5 stig

Af þessum 5 gimbrum voru 3 með 30 í ómv og yfir hæðst 33
2 með 18
1 með 17,5
2 með 17

Jóhanna er að koma sterk inn í ræktunina hún hefur ekki verið mikið að pæla í gerð en
þegar hún fór að gera það fór þetta bara upp á við og mun hún halda áfram að rísa.

Hjá Bárði og Dóru Grundarfirði voru 50 gimbrar stigaðar

26 voru með 18 og yfir í læri

1 með 19
6 með 18,5

26 voru með 30 og yfir í ómv hæðst 36
20 með 9 í framp og 3 með 9,5

17 hrútar voru stigaðir hjá þeim

7 voru með 30 og yfir í ómv
12 voru með 18 og yfir í læri

Hæðst stigaði hrúturinn var 86,5 stig.

Frábær stigun hjá Bárði og Dóru enda sagði Eyjólfur að hann myndi ekki eftir að hafa sagt
18 svona oft í röð í læri emoticon alveg meiriháttar hjá þeim.

Svo yfir á heildina litið var stiguninn hér á Nesinu að koma frábærlega út.

Jæja læt þetta duga núna svo kemur næstu daga annað bogg um Hrútasýningu Veturgamla
sem haldinn var á Hömrum hjá Bárði og Dóru.

Það eru svo myndir af stigun og smölun hér inn í albúmi.

Vona að þið hafið gaman af því að glugga í þetta

Takk fyrir 

kveðja Dísa


12.09.2016 23:52

Biðin senn á enda

Jæja það er nú farið að vera mikill fiðringur í maganum núna að bíða eftir að fara smala
og nú styttist þetta óðum bara 3 til 4 dagar til stefnu að fara smala Höfðann og hlíðina
svo verður farið upp á Mávahlíð,Fögruhlið og upp í Svarbakafell á laugardaginn.
Ú get ekki beðið en vona að veðurguðirnir verði með okkur og gefi okkur smá af þessu
góða veðri sem hefur verið núna undan farið það væri æðislegt emoticon

Jæja fór loksins rúnt í dag og sá hér sömu og seinast Fíónu og Vofu með lömbin sín.

Ég er nefnilega búnað vera inni lokuð að þrífa fjárhúsin og svo mála og fékk svo 
heiftarlegt mígreniskast út frá vöðvabólgu frá því að mála og allt og lá í 3 daga veik.
Núna er ég svo þakklát fyrir að vera með heilsu að ég svíf og þetta verður til þess að 
við eigum öll að hugsa þegar við vöknum að við eigum að vera óskaplega þakklát
fyrir að vera heilbrigð og getað notið þess að lifa verkjalaust ef við getum það þá 
þurfum við ekkert að vera ergja okkur á öðru í lífinu sem getur farið í taugarnar á 
okkur því nú er að fara koma réttir og þá verða allir glaðir  emoticon Já ég held maður 
gleymi stundum hvað heilsan skiptir miklu máli og þá er gott að fá svona spark 
með veikindum og minna sig á hvað skiptir máli í lífinu.

En allavega þá er það rollur og lömb sem er mjög spennandi núna og þetta er alveg 
að fara bresta á. Svo nú er bara rúnta og skoða og bíða eftir að dagarnir líði.

Ísbrá hennar Jóhönnu með gimbrina sína.

Þrílembingar undan Drífu og Zorró en ganga 2 undir.

Hrúturinn.

Rauðhetta með hrútana sína.

Hexía var geld gemlingur og hér er hún orðin svo flott kind. Hún er unda Hosu og Korra.

Fallegur hrúturinn hjá Æsu undan Drjóla.

Hrúturinn hennar Brimkló hann var tekinn heim sem lamb því hann var svo svakalega 
stór að hann ætlaði aldrei að geta komist á lappir. Gimbrin á móti honum var griðalega
stór og var afturfótafæðing og lifði ekki af. Það verður spennandi að sjá hvort hann
haldi þessum sverleika sem hann hafði sem lamb. Hann er undan Ísak.

Eik með hrútana sína.

Dalrós með lömbin sín undan Saum sæðishrút.

Hef ekki séð þessar fyrr en núna í allt sumar. Þetta er Magga Lóa með svarflekkóttan
hrút undan Mugison og Möna Lísa með svörtu lömbin sín undan Drjóla.

Úff svo spennandi þetta verður svo gaman við erum búnað fá tíma í stigun það verður
stigað hjá okkur Mánudaginn 19 sept. Svo það er pressa að ná öllu um helgina heim.

Hrútasýning veturgamla verður svo á föstudaginn seinni partinn á Hömrum hjá Bárði og 
Dóru þann 23 sept tímasetning ekki alveg komin á hreint.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessum rúnti.

12.09.2016 23:17

Tiltekt í fjárhúsum og rollu rúntur í sept

Veðrið er búið að vera yndislegt í ágúst og byrjun september ég man bara ekki eftir
að hafa upplifað svona geggjað veður dag eftir dag eins og það hefur verið núna
í allt sumar. Já ég er mjög þakklát fyrir þetta æðislega sumar það mun sitja fast í 
huga manns um ókomin ár og vonandi munum við fá að upplifa þetta á komandi árum.

Lömbin eru líka svakalega væn í ár og væntingarnar því orðnar mjög miklar að fá að 
sjá hvernig þau koma út í stigun eftir þetta sumar. Þessi hrútur er tvílembingur 
undan gemling í vor en var vanin undir Saumavél. Hann er undan Tölu og Máv.

Þessi gimbur er undan Vofu og Korra og vona ég að hún verði ásettningur hún er svo
fallega hosótt.

Hrúturinn hennar Dóru undan Saum sæðishrút.

Frá Jóhönnu Snúlla með hrútinn sinn .

Gimbrin hennar Maístjörnu sem gengur undir Hrímu hennar Jóhönnu.

Fíóna með hrútana sína sem eru undan Styrmi.
Fíóna er undan Aþenu og Soffa . Ég bind miklar vonir við að sá mórauði verði hæfur
til ásettnings því Fíóna er af Hlussu kyninu mínu og hér ætti ég að geta fengið 
miklar kynbætur í mórauða stofninn minn.

Var að þrífa fjárhúsin um daginn og fékk ekki frið fyrir Donnu hundinum mínum hún
gelti stanslaust og ég þorði ekki öðru en að fara rúnt og athuga hver ansk... væri 
hlaupinn í hundinn og þá blasti þetta Hrafnaþing við mér.

Ása með gimbrina sína.

Þessi gimbur er undan veturgamalli sem bar seinast og hún hefur lent í einhverju
hún er draghölt eða jafnvel fótbrotin.

Þessi er undan Glódísi og Korra. Það var keyrt á systir hennar snemma í sumar og 
hún var jafn fallega flekkótt. Vonandi kemur þessu vel út .

Undan Tungu og Ísak.

Tunga með hinn hrútinn sinn.

Fallegur hrútur frá Sigga í Tungu.

Gimbrin á móti.

Svakalegur bolti frá Sigga undan Skessu og ísak.

Emil að mála járnið fyrir ofan svo eigum við eftir að mála líka vegginn hvítan.

Við búnað rífa járnið af veggnum og eigum svo eftir að klæða það með nýjum 
plötum.

Siggi búnað setja járnplöturnar á hjá sér.

Ég búnað mála eina jötuna og svo voru tvær eftir í viðbót. Þetta er allt annað það er 
svo bjart og snyrtilegt núna. Það fóru svo næstu dagar í að negla niður grindurnar og 
mála . Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu.

29.08.2016 01:15

Rúntur 27 ágúst.

Mjallhvít með lömbin sín undan Máv.

Hrútarnir hennar Frigg orðnir svo flottir þeir eru undan Máv.

Það er búið að vera svo frábært veður að það er alveg æðislegt.
Mér leiðist aldrei að taka mynd af Snæfellsjöklinum okkar.

Svört hans Sigga með lömbin sín undan Máv.

Hrútarnir hennar Rauðhettu.

Fengum að kíkja á dýralífið hjá Óla í Ólafsvík.

Hann og Heimir eru með svín og það fannst krökkunum æðislegt að fá að sjá.

Dollý hans Sigga með lömb undan Skara.

Við fórum og sóttum Mána okkar hann var í frumtamningu hjá Arnari á Kálfárvöllum.
Það verður gaman að fara prófa hann.

Næla er undan Snældu og Tvinna.

Þessi er undan Nælu veturgömul og Máv.

Djásn var besti gemlingurinn okkar í fyrra hér er hún með tvílembingana sína sem 
ganga báðir undir henni. Djásn er undan Guggu og Tvinna og er hér með lömb undan
Korra hans Sigga.

Gimbrin hennar.

Hrúturinn.

Gimbranar hennar Snót og Ísaks.

Gimbur undan Ýr og Vetur.

Undan Svönu og Kölska.

Hrúturinn undan Svönu og Kölska.

Undan Frigg og Máv.

Undan Skoppu og Korra.

Gimbrin á móti.

Undan Dóru og Saum sæðishrút. Dóra er einspena svo gimbrin á móti var vanin 
undir Gersemi og Dóra fékk að vera bara með þennan.

Þessi er undan Zeldu og Drjóla Hængsyni frá Sigga Tungu.

Ísól með hrútinn sinn undan Máv. 

Jæja þá er þetta komið flott í bili og hér má sjá fullt af myndum af þessu öllu.

29.08.2016 01:09

7 ára afmæli Benónýs.

Benóný Ísak frumburðurinn okkar var 7 ára 19 ágúst.
Hann er að fara í annan bekk og er búnað missa 4 barna tennur og er núna tannlaus 
uppi af báðum framm tönnunum emoticon en það er bara fullorðins he he.

Það var líka horft á bíó.

Hann hélt upp á afmælið sitt í félagsmiðstöðinni og tókst það rosalega vel og var mjög
gaman hjá honum og nóg nýtt til að gera.
Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af afmælinu hans.


28.08.2016 23:51

Rollu og lamba rúntur 18 ágúst

Emil að bera á túnin. Emil, Siggi og Bói kláruðu að dæla út úr fjárhúsunum.

Frá Gumma Óla Ólafsvík.

Frá Sigga.

Hrúturinn á móti.

Tvær fallegar gimbrar frá Gumma undan veturgamalli kind og ganga saman undir.

Tvær svaðalegir boltar frá Gumma held að þær verði án efa ásettningshæfar.

Falleg gimbur frá Gumma.

Þessi hrútur er tvílembingur undan Kolfinnu gemling/veturgömul og sílið litla sem er
graslamb villtist undan snemma í vor er bróðir hans. Þeir eru undan Máv.

Álft með lömbin sín undan Ísak.

Dúfa hennar Jóhönnu með lömbin sín undan Skara.

Skvísa með þrílembingana sína sem ganga tveir undir og eru undan Styrmi mórauða
hrútnum hans Eiríks Helgasonar.

Gimbrin hennar.

Pæja gemlingur/veturgömul er þrílembingur undan Skvísu í fyrra og hér er hún með
gimbrina sína.

Æsa með hrútinn sinn. Hún er þrílembings systir hennar Pæju. Þær eru undan 
Glaum hans Sigga.

Skálmöld veturgömul með hrútinn sinn undan Drjóla hans Sigga sem er Hæng sonur.

Orðin falleg kind ég vona að hún standi fyrir sínu. Ég setti hana á því ég hafði trú á 
henni og ekki skemmdi liturinn fyrir því hann er svo sérstakur. En hún var alls ekki 
góður kostur til ásettnings en það á eftir að koma í ljós hverju hún skilar allavega 
lítur hrúturinn hennar mjög vel út.

Eik með lamba kóngana sína.

Undan Saum og Skrýtlu.

Ákváðum að smala Mávahlíðar rifið þvi þær eru svo skævar á veginum.
Hér er hrútur undan Mjallhvíti og Máv.

Fallega Mávahlíðin sem er ei lengur okkar. Það er mér með sorg í hjarta að segja 
ykkur frá því að það er búið að selja Mávahlíð og Kötluholt.
Það er mjög erfitt að sjá æskuheimilið sitt og jörð sem hefur alltaf verið til staðar
fara í hendur annarra. Sorglegast af öllu finnst mér þó að þetta sé farið út úr okkar
fjölskyldu ég hef alltaf litið á þetta sem ættaróðal og stað sem væri alltaf innan 
okkar ættar.

Ég fer að jafnaði tvisvar á dag inn í sveit hvort sem það er rollu rúntur eða að veiða
silung í vaðlinum. Krökkunum finnst líka æði að koma með mér að veiða síli og fara
niður í fjöru svo þetta verður svakaleg viðbrigði fyrir mig og mína fjölskyldu en vonandi
er þetta sóma fólk sem keypti og vonandi hægt að hafa góð samskipti við þau upp á 
að rollurnar mínar. Þær ganga náttúrulega á þessu landi og allt í kring. 
Svo nú er bara vera jákvæður og vona það besta emoticon

Skvísurnar mínar voru svo duglegar að hjálpa mömmu sinni að smala á Rifinu að 
þær löbbuðu alla leið frá Mávahlíð að fjörunni í Tungu.

Elska þetta útsýni með fallegustu stelpunum og flottasta Jöklinum.


Þessi hrútur er þrílembingur undan Skvísu og gengur undir Viggu.

Vigga með hinn hrútinn. Þeir eru orðnir mjög stórir og vænir. Hún hlýtur að mjólka vel.

Berjabláu börnin mín.

Þennan fann Siggi út á túni upp blásinn og á hliðinni. Hann tók hann upp í fjárhús og 
stakk á hann og gaf honum parafine olíu og hann lét samt lítið á bera að hann væri að
fara lagast. 

Ég þrjóskaðist áfram að gefa honum olíu og Siggi las að það væri gott að
gefa kakó að það myndi drekka í sig eiturefni svo við gáfum honum það. Ég fékk líka
pensilín fyrir hann og við héldum þessu öllu áfram í  8 daga. 
Á 5 degi var hann en 
liggjandi og reyndi ekkert að standa upp svo ég ákvað að gefa honum hafraseiði og 
hélt kakóinu áfram og við vorum alltaf að skipta um hlíð hjá honum og reyna láta 
hann standa en það gekk hægt. 
Bættum svo við Ab mjólk og ég gaf honum smá
build up sem er uppbyggjadi og fullt af vitamínum og reittum gras fyrir hann og 
gáfum honum reglulega og á 8 degi var hann loks farinn
að standa og aðeins brölta um svo á níunda degi sprautaði ég hann einu sinni en
og sleppti honum svo út og viti menn hann er allur að koma til byrjaður að borða og 
jórtra svo þetta hafðist við náðum að bjarga honum.

Þetta er sæðishrútur undan Ýr og Vetur. 
Haldiði að eftir að þessi mynd var tekinn hafi hann verið afvelta daginn eftir í túninu og 
ég fann hann steindauðan. Alveg ömulegt og auðvitað eru það alltaf lömbin sem við
höfum áhuga á og erum með væntingar til sem þurfa að drepast.

Hér er einn rosalegur undan Gló veturgömul og Máv. Gló er Saums dóttir.

Þrílembingur undan Sölku sem gengur undir Frenju.

Undan Frenju og Zorró . Fæddur tvílembingur hitt kom dautt.

Freyja og Eldibrandur hans Sigga svo góðir vinir.

Hænurnar hjá Freyju og Bóa. Þetta er haninn Marteinn.

Gersemi með gimbur unda Dóru og Saum og svo sína undan Kalda sæðishrút.

Tala með gimbrina sína undan Ísak.

Hosa með lömbin sín.

Hér sést Mávahlíðar fjaran. Það er orðið svo vinsælt meðal túrrista að stoppa þarna
niður í fjöru að það er alltaf stappað þarna af bílum og mikil traffic.

Við erum búnað vera mjög dugleg að fara á hestbak og fórum með hestana inn í Tröð
hjá Herði. Ég er mjög ánægð því mér finnst æðislegt að fara í reiðtúr inn í sveit það
eru svo margar leiðir í boði.

jæja það er svo myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi.

28.08.2016 23:42

Berjaferð og sílaferð

Frændsystkinin flott saman Freyja Naómí og Bjarki Steinn.

Við Hofatjörn sem er fyrir ofan Kötluholt upp á fjallinu. Rosalega fallegur staður.
Krakkarnir voru að vaða og veiða síli meðan ég ,Þórhalla og Jóhanna týndum ber.

Jóhanna, Þórhalla og Jakob að týna ber.

Allir að vaða rosalega gaman.

Þetta var frábær dagur og það var um 20 stiga hiti hjá okkur þennan daginn alveg yndislegt 
hvað sumarið er lengi hjá okkur þetta árið. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 67
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 332
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 944521
Samtals gestir: 126454
Tölur uppfærðar: 5.12.2016 05:20:14

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar