Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

04.05.2016 23:46

Sauðburður byrjar 2016

Jæja þá er biðin á enda og sauðburður hafinn. Hann hófst meira segja á meðan við vorum
en úti á Tenerife og Siggi sá um að taka á móti Eik sem kom með tvo mórauða hrúta aðeins
fyrir tal. Við komum heim 27 apríl og þá var ein að bera hjá Jóhönnu svo við fórum bara
strax upp í fjárhús með fullan bíl af töskum og allir en í sumarfötum.

Það var auðvitað skíta kuldi upp í fjárhúsum og krakkarnir farnir að kvarta yfir kulda en 
samt mjög spennt að sjá lömbin. Siggi var svo fljótlega kominn heim úr vinnu og aðstoðaði
mig að hjálpa Feikirófu sem var að bera og það var mjög stór hrútur sem var mikil átök að
ná út. Feikirófa var með 2 lömb en annað hefur verið löngu dautt og þess vegna var hitt
alveg risa stórt.


Ég var að vona að ég fengi móbotnótta gimbur en fékk bara 2 mórauða hrúta.

Feikirófa með hrútinn sinn undan Styrmi frá Eiríki.
Kvika bar 1 maí en átti ekki tal fyrir en 9 maí það hefur verið svoldið mikið um þetta núna
hjá okkur að þær séu að bera fyrir tímann. Hún kom með mórauðan og móbotnóttan 
hrút það er allt hrútar sem koma núna hjá okkur. Þessi litlu kríli þurfti að hita og þurrka
með hárblásara til að koma þeim á lappir og eftir smá klukkutíma þolinmæðisvinnu
komust þeir á ról og á spena.

Þessi var sædd með Kalda í þeirri meiningu að hún kæmi með golsótta gimbur en 
nei en var það hrútur. Þetta var stærðar gemlingslamb hjá henni og fyndið að sjá 
muninn á þessum og litlu krílunum hjá Kviku hér fyrir ofan.

Hrútarnir horn skelltir og klauf snyrtir.

Ísak fyrir horntöku hann er alveg leiðinlega náhyrndur.

Og hér er hann eftir horntöku.

Hrútunum sleppt út á tún hjá Sigga og auðvitað tóku þeir smá slagsmál.

Og meiri slagsmál.

Það var sko fjör að kíkja í fjárhúsin hjá Bárði og Dóru á Hömrum og fara í kara róluna.

Bárður með flotta þrílembinga undan tvævettlu.
Jæja vildi bara setja smá hérna inn en þetta er bara rétt að byrja hjá okkur og byrjar sem
hrúta ár því það eru komnir 13 hrútar og 4 gimbrar.
Það eru svo fleiri lambamyndir og af lömbunum hjá Bárði hér inn í albúmi


04.05.2016 20:16

Hesthúsin og undirbúningur fyrir sauðburð

Jæja þetta átti að vera löngu komið inn en það er bara alltaf þetta blessaða tímaleysi hjá 
manni að komast í hlutina en allavega þá kemur þetta núna.

Sætar frænkur að hjálpa í hesthúsunum.

Svo mikið stuð. Embla Marína og Margrét Arnbjörg.

Það er ekki beint vorlegt en svo kalt hjá okkur þetta var í byrjun apríl.

Flottir feðgar að prófa bátinn hans Benónýs sem hann fékk í jólagjöf frá Jóhönnu
og ömmu Freyju og afa Bóa. Það er samt heldur mikill bræla fyrir þennan bát í dag.

Freyja á hestbaki á Blær rosalega montin.

Embla alsæl á Blær hún er svo mikil hestastelpa.

Hér er Siggi og Emil að setja nýtt á eina stíuna fyrir sauðburð.

Verið að leggja loka hönd á þetta.

Verið að sprauta seinni sprautuna fyrir sauðburð.

Fróði Stera sonur lést úr Barkabólgu eða einhverri lungnabólgu hjá okkur í apríl.
Ég notaði hann ekkert í ár heldur lánaði hann til Óla Tryggva svo ég fæ engin lömb
frá honum í ár. Við eigum einn gemling undan honum sem er alveg rosalega stór og flott
og hún er sónuð með 2 lömb. Svo þetta hrúta basl ætlar aldeilis að dvína á okkur í vetur
en er vonandi komið gott núna.

Við héldum Aðalfund hjá Búa áður en ég fór út og við áttum þar 3 stigahæðstu
lambhrútana og hér er ég með verðlaunaskjölin fyrir þá.
Þið getið lesið um fundinn hér inn á 123.is/bui

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

29.03.2016 23:19

Gleðilega Páska

Hér eru krúttin okkar búnað finna páskaeggin sín.

Embla afmælis stelpa vildi bara fá að koma í fjárhúsin á afmælis daginn og hitta hana
Hröfnu sína sem er allveg einstök kind hún leyfir Emblu að sitja á sér og knúsa sig.
Svo þegar Embla kemur í fjárhúsin kemur Hrafna hlaupandi til hennar og eltir hana um
krónna ef Embla er með mér að sópa.

Bestu vínkonurnar.

Hulda mamma lukkuleg með strákana sína Steina barnabarn og Magga son sinn.
Steini borðaði með okkur um páskana því Maja systir,Óli og Karítas eru í Flórída.

Embla að klappa Drjóla Hæng syninum hans Sigga.

Embla að klappa gemlingunum hjá Sigga.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.

29.03.2016 21:24

Embla Marína 5 ára

Flotta stúlkan okkar hún Embla er orðin 5 ára. Hún er svo frábær í alla staði.
Mikil sveita stelpa og elskar að fá að fara í fjárhúsin og hesthúsin með mömmu sinni.
Helstu leikföng hennar eru líka hestar og fara í feluleik finnst henni mjög gaman.

Kakan hennar var keypt í Okkar bakarí og auðvitað valdi hún hestaköku.

Að opna pakkana.

Svo gaman að fá Emelíu frænku í afmælið.

Flotta prinsessan búnað fá glingur og geimsteina í andlitið og kórónu allveg alsæl
með gjöfina sína frá Sigga í Tungu.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hérna inn í albúmi.

29.03.2016 20:57

Árshátíð hjá Benóný Ísak,sumarbústaðaferð og fleira

Fyrsta Árshátíð hjá Benóný hjá 1. bekk. Þau voru með Línu Langsokk söngleik.
Rosalega flott hjá þeim. Benóný var með eina settningu og tókst vel með það.
Við erum svo ótrúlega stolt af honum.


Sumarbústaðaferð í Ölfusborgir eina helgina með Steinari,Unni og krökkunum.

Við skelltum okkur suður eina helgi og fengum ekki íbúð en gátum fengið bústað svo 
við skelltum okkur á það og það var mjög gaman. 
Við fórum upp í Hvalfjörð í útskriftar veislu hjá Erlu hans Magga.
Það var rosalega fínt og þvílíkar kræsingar eins og Erlu er lagið.Sætar frænkur Birgitta, Freyja og Embla.

Gaman að lita.

Kósý í pottinum.

Sæti prinsinn hann Alexander Ísar sonur Steinars og Unnar.

Benóný vann páskaegg á bingói rosalega glaður.

Hér eru gemlingarnir. Þeir dafna mjög vel.

Dugleg að hjálpa mömmu sinni í hesthúsunum.
Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi.

02.03.2016 21:47

Seinni rúningur

Gummi kom til okkar nú í seinustu viku og tók af seinni rúninginn.

Allt á fullu.

Dóra skemmtilega doppótt eftir klippinguna.

Draumarós líka doppótt.

Lambhrútarnir fyrir rúning. Farið að losna vel af þeim.

Hér eru svo prinsarnir nýrúnir . Skari sá kollótti, Ísak Tvinna sonur, Zorró Glaum sonur
fyrir aftan Drjóli Hæng sonur og svo Mávur Blika sonur.

Ég varð svo að láta eina svona læra mynd fylgja hér.
Drjóli Hæng sonur frá Sigga, Zorró Glaum sonur, Skari ættaður frá Óskari í Bug kollóttur,
Mávur Blika sonur, Ísak Tvinna sonur .

Jæja næsta verkefni má segja að verði svo að klaufsnyrta ærnar og svo bara bíða
í örvæntingu eftir að fara til Tenerife og koma svo beint heim í sauðburð.
Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi

02.03.2016 21:23

Sleðaferð í Mávahlíð og Krakkahöllin í Korputorgi

Það er fátt eins gaman eins og að fara inn í Mávahlíð í blíðskapar veðri og gera eitthvað
skemmtilegt í þessu æðislega umhverfi sem ég elska svo mikið. 
Það er eitthvað við æskuslóðir manns sem bindur mann svo sterkum böndum að 
maður bara getur ekki sleppt því. Ég nýt því þess að leyfa börnunum að kynnast því
á meðan við eigum þennan fallega stað enn þá. 

Benóný og stelpurnar að renna inn í Mávahlíð.

Embla á fullri ferð.

Freyja svo glöð að það skín úr andlitinu á henni.

Svo æðisleg gullmolarnir okkar í sveitinni að fara renna í snjóhúsa rennibrautinni sem
ég bjó til fyrir þau.

Svo gaman þegar veðrið er svona milt og gott. Við erum búnað fá svo góðan vetur
þetta árið það er mikill snjór og oftast nær gott veður.

Við fórum svo suður í dagsferð með krakkana og fórum með þau í krakkahöllina í 
Korputorgi sem er allveg æðisleg paradís fyrir börn. Því næst var farið í Kringluna
að borða og svo endað daginn á því að fara í Bíó.

Það var svo sannarlega þess virði að fara suður og sjá þessa miklu gleði sem skín úr 
andlitunum á krökkunum þegar þau fá útrás í þessum köstulum.

Embla Marína.

Víi svo gaman.......

Þessi ofurkastali er já svona skuggalega hár eins og hann virðist og það er mesta furða
að þau fóru öll í hann eins og ekkert væri og komu á fleygiferð niður meira segja 
Freyja litla hún allveg týnist þarna við að láta sig hafa það að klifra upp.

Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi hér af þessu öllu.

20.02.2016 12:03

Fósturvísatalning 2016

Jæja þá er spennufallið liðið yfir og hann Guðbrandur er búnað koma til okkar og kíkja í
pakkann fyrir okkur.emoticonemoticon


Gemlingar árgangur 2015

18 í heildina

5   með 2
12 með 1
1 geldur

Veturgamlar árgangur 2014

17 í heildina

15 með 2
2   með 1
1  geld

Þriggjavetra árgangur 2013

17 í heildina

3 með 3
11 með 2
3 með 1, 2 af þeim voru sæddar

Fjórðavetur árgangur 2012

10 í heildina 

1 með 3
8 með 2, 1 af þessum er með eitt fóstur dautt sem er að hverfa.
1 með 1 

Fimmvetra árgangur 2011

5 í heildina

Allar með 2

Sexvetra árgangur 2010

9 í heildina

6 með 2

3 með 1. Ein sædd af þeim

Sjövetra árgangur 2009

3 í heildina

2 með 2

1 geld nýbúnað láta sennilega.

Níuvetra árgangur 2007

Er elst og er bara ein og hún er með 2.

Þá er þetta upptalið. Ég held að ég eigi 106 fóstur og Bói 31 eins og staðan er á þessu
núna.

Bliki Gosa sonur á 6 dætur og eru þær allar tvílembdar nema gemlingurinn er með 1.
Svo ég er mjög ánægð með það en það er eftirsjá núna að hafa ekki sett fleiri á undan
honum.

Brimill Borða sonurinn sem ég átti og ég var mjög varkár í að nota á 2 dætur og þær 
eru báðar tvílembdar og Siggi á líka undan honum og er mjög ánægður með þær.
Svo það er óhætt að nota hann enda svakalega stór og fallegur hrútur.

Ég fékk Móra Styrmir svo lánaðan hjá Eiríki Helgasyni og ég er 
svo spennt að fá lömbin í vor.
Hann fékk 8 kindur og það eru 2 með 3, 1 gemlingur með 2 og einn með 1 og rest
af hinum eru með 2. Hann fór svo á eina hjá Sigga og hún er með 3. 
Ég er svo lukkuleg með útkomuna hjá honum og vonast eftir að fá drauma litinn minn
sem er móhosótt og nú ætla ég að nota jákvæðina og hugsa ÉG ÆTLA AÐ FÁ
MÓHOSÓTTA GIMBUR emoticon

Ég á 6 dætur frá Tvinna Saum syni og þær eru allar með lambi 2 af þeim eru með 2.
Ég sæddi núna 3 með Saum svo vonandi fæ ég eitthvað gott þar.

Jæja af sæðingunum að segja þær voru 11.

3 fengu með Saum og eru allar með 2
1 með Grím með 1
2 með Krapa báðar með 1
3 með Kalda 1 með 1,1 gemlingur með 1, 1 með 2
1 með Kölska með 2
1 með Vetur með 2

Í heildina má segja af þessu að það verði 17 sæðisfóstur.

Siggi lét undan hópþrýstingi í ár emoticon og lét sóna he he.
Sá nú ekki eftir því það kom svo rosalega vel út.

Hann er með 30 kindur

5 voru með 3
1 með 1
rest með 2

Gemlingar voru 6

1 með 2
2 geldir
3 með 1

Frábær útkoma hjá honum.

Á næstunni verður svo tekið af hjá okkur snoðið og svo það er alltaf eitthvað 
spennandi að gerast í sauðfjárræktinni.

Bless að sinni................. Það eru svo myndir inn á albúmi sem hann Óli Helgi 
var svo vænn að taka fyrir mig meðan það var verið að sónaskoða. 
Takk fyrir Óli emoticon

20.02.2016 11:42

Öskudagur og Pizzaveisla

Anna og Elsa prinsessur og Iron men. Svona fóru krúttin okkar á Öskudaginn.

Um seinustu helgi komu Unnur og Steinar bróðir Emils vestur með börnin sín og gistu
hjá Jóhanni bróðir Emils. Jóhann og Þórhalla buðu okkur svo að koma og borða með 
þeim með krakkana svo allir gætu hist saman. Það var mjög gaman að sjá alla krakkana
sem eru á svipuðum aldri leika saman. Við horfðum svo á Öldu Dís syngja og auðvitað
rúlla þessu upp hún er allveg mögnuð og ég er allveg klár á því að við sendum hana
út fyrir Íslands hönd og hún vinnur þetta emoticon er búnað spá því fyrir löngu.Stuð hjá frændsystkinunum í pizzaveislu hjá Jóa og Þórhöllu.

Bjarki Steinn, Birgitta Emý, Embla Marína og Freyja Naómí.

Þetta var mjög gaman að hittast svona öll með börnin og eiga góða stund saman.
Það er svo aðeins fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu.

30.01.2016 16:56

Leikrit með Línu langsokk,rollur,dans og fleira

Jæja ekki seinna vænna að fara blogga loksins og Gleðilegt ár kæru vinir.

Janúar er búnað líða svo hratt að hálfa væri nóg.

Ég er alla daga núna að vinna 8 til 12 á leikskólanum og svo fer ég beint að gefa 
rollunum og því næst að sækja krakkana klukkan 2 svo þetta hentar mér rosalega
vel og mér finnst þetta mjög fínt. Ég verð í þessari rútínu til 8 apríl en þá fer ég í 
frí. Við erum búnað panta okkur ferð til Tenerife með alla fjölskylduna og förum
þangað 12 apríl og komum heim 26 apríl og þá fer ég beint í sauðburð. 
Svo það eru svo langir mánuðir framm undan að bíða eftir þessum geggjaða
tíma sem verður í apríl. Við höfum aldrei farið út með krakkana svo þetta verður
svakalega spennandi.

Hérna er mynd af gullmolunum okkar á gamlárskvöld og hér má sjá fleiri myndir.

Benóný var að æfa dans í skólanum og það var mjög gaman að sjá krakkana dansa.

Hér eru þau að dansa svo dugleg.

Við tókum hrútana úr 15 janúar. Ég sæddi 17 kindur og af þeim héldu 11.
Við fáum lömb úr Saum,Grím,Börk,Kölska,Kalda,Vetur og Krapa.

Ég sæddi 10 hjá Sigga en aðeins 4 héldu svo ég var ekki allveg að standa
mig sem sæðingarmaður í ár.

Það er svo næsta tilhlökkunarefni að bíða eftir fósturtalningunni.
Það verður mjög spennandi ég get varla beðið hlakka svo til.


Stelpurnar voru alsælar þegar Rakel Gunnars gaf þeim þennan hest ekkert smá 
góð, hann hefur sko vakið mikla lukku hjá þeim. Enda elska þær hesta.

Benóný fékk hann Bangsímon frá skólnum í heimsókn yfir helgina og fannst það mjög
gaman. Við tókum hann svo með okkur til Reykjavíkur yfir helgina.

Við fjölskyldan fórum svo í fyrsta sinn í Leikhús. Ég og krakkarnir höfum aldrei áður 
farið í Leikhús en Emil hefði farið einhvern tímann sem krakki.
Þetta var þvílík upplifun og rosalega flott og gaman.
Það sem toppaði þetta svo var að við fengum að fara baksviðs og hitta Línu Langsokk
og það fannst krökkunum æði og voru svolítið feimin eins og sjá má og auðvitað 
fékk Bangsímon að koma með. Það eru svo fleiri myndir hér í albúmi af þessu.


Hér eru svo gimbranar að gæða sér á heyinu.

Ég er mjög ánægð með fórðrunina hjá mér á gimbrunum og veturgömlu þær hafa 
verið sér þangað til ég hafði hrútinn í þeim þá setti ég saman gimbranar og 
veturgömlu en þær verða aftur í stúkkaðar af eftir fósturtalninguna.
Það eru allveg mjög flott hornahlaup á þeim.

Rollurnar eru svo hinum megin í tveim stíum á móti hvor öðrum.
Við höfum gefið gimbrunum og veturgömlu allveg fulla jötu og sópum svo frá þeim
sem þær skilja eftir í rollurnar því þær hreinsa miklu betur upp.

Emil að gefa fóðurbætir.

Svört hans Sigga veit sko allveg upp á hár hvenær er verið að gefa fóðurbætir og klifrar
upp á milligerðið og bíður eftir að fá sína lúku sem ég gef henni alltaf.
Ég gef nefilega klukkan 12 en Siggi gefur ekki fyrr en um 6 eða 7 leytið.
Þær eru allveg sallarólegar hjá honum meðan ég gef því þær vita að þær fá ekki 
að borða þá nema Svört hún fær alltaf lúkuna sína af fóðurbætir emoticon

Hér eru Ísak Tvinna sonur og Mávur Blika sonur. Það eru líka flott hornahlaup á þeim
og í topp fóðrun hjá Sigga þeir eru í fóðrun hans megin í húsunum.
Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu.

Ég var nú næstum búnað gleyma að segja frá því hvað þetta ár byrjaði nú ekki vel
hjá mér. Krakkarnir voru öll veik fyrstu vinnu vikuna og ég komst ekkert að vinna 
fyrr en aðra vikuna í janúar. Benóný hefur verið svo matvondur eftir veikindin
sem hann mátti nú ekki við því nógu matvondur var hann fyrir. Hann borðaði
eingöngu brauðstangir frá Dodda í sjoppunni og brauðstangir sem ég bakaði
til 15 janúar og það var í öll mál neitaði öllu öðru. Já ég veit þetta hljómar
allveg galið en svona var þetta. Hann er með dæmigerða einhverfu og hefur 
verið matvondur en aldrei svona slæmur en þetta er að koma aðeins til baka
núna það er búið að bætast við engjaþykkni og bananaskyr hér heima.
Svo vonandi fer þetta nú að lagast.

Annað sem gekk ekki vel á þessu ári var að ég var einn daginn í óðagotinu mínu
að setja krakkana inn í bíl og tala í símann í leiðinni.

Það vildi svo til að ég skelli á og legg símann upp á toppinn á bílnum.
Spenni svo krakkana og er eitthvað að þusa við þau og stekk svo bara
inn í bíl og keyri af stað.

Þegar ég svo kem inn í sveit til Freyju og Bóa fer ég að hugsa hvar er síminn minn
eiginlega og leita dágóða stund og fer með krakkana til þeirra og fattaði svo
ARRRRRRGGGGGG emoticon ég skyldi þó ekki hafa gleymt honum á toppnum
og brunaði til baka og mér til mikilla hamingju sá ég hann á götunni í bleika veskinu
sem er utan um hann en lít svo upp þegar ég er að fara hægja á mér til að stökkva
út og sækja hann og sé þá hvar kemur og BÚMM tekur símann
og þeytir honum eitthvað út í loftið. Ég allveg lamaðist hvað var að gerast þetta
var svo fáránlegt eins og ég væri í bíómynd hvaða líkur voru á því að plógurinn
myndi akkurrat á þessu augnabliki koma og hrifsa símann minn.

Svo ég brunaði til baka og sá bleika veskið á götunni og í því var enginn sími og 
eins var ökuskirtenið horfið ásamt vísa kortinu mínu.
Ég ók svo til baka og sótti Bóa til hringja í símann ef svo ólíklega myndi vita til að
hann myndi vera í lagi en það var slökkt á honum.

Við leituðum svo inn í Bug eftir veginum og til allra lukku þá fann ég ökuskirtenið og 
vísa kortið í heilu lagi en enginn sími.

Við fórum því næst bara inn í Tungu að gefa og gáfum símann upp á bátinn um sinn.
Þegar við vorum svo búnað gefa ákváðum við að leita betur og eftir dágóða leit
fann ég lokið af símanum svo batteríið og því næst símann en hann var í henglum.

En ég fann hann þó allavega og var mjög sátt við það. Allveg ótrúlegt finnst mér samt
 að hugsa til þess hversu óheppin ég var að þetta hafi farið svona því ef ég hefði verið
mínótu fyrr að koma að símanum hefði ég náð honum ég meina hverjar eru líkurnar
að mæta snjóblóg sömu mínótu og maður sér hann.

Ég er því búnað glata öllum númerum og þarf að safna þeim upp á nýtt en er þó
komin með annan síma núna en var símalaus í 2 vikur eftir þetta óhapp.

Vona að þið hafið skemmt ykkur eins vel yfir sögunni og ég geri í dag emoticon

Takk fyrir mig að sinni

30.12.2015 12:16

Gleðilegar hátíðir

Gleðileg jól kæru vinir og farsælt komandi ár vona að þið eigið æðislegar hátíðir og áramót. Ég vona að þið hafið notið þessa stóra blogga sem ég demdi hér inn í restina á árinu. 
Ég hef nefla verið svo upptekin restina á árinu ég hef verið að vinna á Leikskólanum í Ólafsvík fyrir hádegi og svo gefið kindunum og svo hugsað
um börnin og heimilið og þar af leiðandi hef ég haft lítinn tíma til að blogga. 
Ég tók mér svo frí af Leikskólanum til að sinna hinni vinnunni kindunum og fengitímanum
og var í því um miðjan desember og framm að mánaðarmótum. 
Hlakka til að hefja nýtt ár hérna á síðunni með ykkur og aldrei að vita að ég skelli einu 
loka bloggi áður en árið er liðið með fréttum um hvað hefur haldið úr sæðingunum því
nú er það aðal spenningurinn hér hjá okkur.

Hér er svo fullt af myndum af jólunum hjá okkur inn í albúmi.

30.12.2015 11:36

Fengitími

Þetta er hann Korri Garra sonur hans Sigga í Tungu. Hann nota ég sem leitar hrút og 
skelli á hann poka svo ég missi hann ekki í einhverja sem hann má ekki fara á því ég
ræð ekki alltaf við þessa stóru hrúta . Þó stór sé er hann allveg rosalega góður við mig
og labbar hlið mér eins og hundur og veit allveg nákvæmlega hvað er í vændum.

Ég fékk lánaðan Móra hans Eiríks Helgasonar á mórauðu kindurnar mínar og þær sem
gætu erft mórauð gen. Hann fékk allveg 8 skvísur og ég er allveg súper spennt yfir að 
bíða eftir vorinu og sjá litina. Þær hafa allar haldið með honum því það er komið yfir
þann tíma sem þær fengu. Takk kærlega fyrir lánið Eiríkur þetta verður svo spennó.

Mugison Soffa sonur fékk bara tvær í ár Mirröndu forrystu og Möggu Lóu sem er lamb
undan Eik sem er móbotnótt. Óli á Mýrum fékk hann svo lánaðan á nokkrar hjá sér.

Marel veturgamal fékk ekki margar í ár en gætu orðið fleiri ef gengur upp úr sæðingunum.
Hann er búnað fá 3 .

Hér er svo gullið okkar hann Tvinni sem átti að fara í afkvæmarannsókn á Hjarðafelli
en hann fór ekkert greyjið því hann fótbrotnaði eða sleit liðband. 
Við prófuðum hann á eina kind og hún hefur haldið.
En hann var ekki notaður meira en það.Hér er Tvinni Saum sonur við kíktum á hann milli hátíða því þá áttum við að taka gifsið
af honum og þá kom í ljós að brotið hefur verið upp í bóg á honum því löppin dinglar til
og frá og það er farið að grafa illilega í henni. Brotið hefur sennilega verið þarna fyrir 
ofan eða brákað og farið svo á endanum allveg í sundur við gifsið. 
Það er því mér með sorg í hjarta að segja ykkur frá því að við þurftum að láta hann 
fara yfir móðuna miklu allveg ömurlegt. Mér þótti svo endalaust vænt um hann og var
loksins búnað eignast topp hrút sem fyllti allar kröfur um að fara í afkvæmarannsókn 
og ég var svo í skýjunum með allt í haust hvað allt gekk vel hrútur undan honum fékk 
Farandsskjöldinn fagra og Tvinni kom svo vel út að Jón Viðar bað mig um að lána
hann í afkvæmarannsókn og ég var allveg þvílíkt upp með mér að fá þann heiður.

En svo dundi ógæfan yfir hjá okkur Bliki Gosa sonur veiktist og féll frá. 
Lambhrútur hjá Sigga undan Jóker sæðishrút fékk stein í typpið og var dæmdur
dauðvona svo honum var lógað. Siggi gaf Friðgeiri á Knörr hrútinn sinn undan 
Klett hann Kjöl og hann drapst hjá Friðgeiri úr lungnabólgu. 

Svo þessi flotta hrúta stía sem við vorum með fulla af hrútum í haust hafði
 tapað tölunni hratt á skömmum tíma. 
Við vorum einmitt búnað vera fíflast með það að það væri verið
að safna hrútum hér á bæ en sem betur fer settum við á lambhrúta undan Blika og
Tvinna úr því að Tvinni er núna úr sögunni líka. Honum var lógað 3 í jólum.

Nú er bara biðja og vona að þeir verði föðurbetrungar eða allavega jafn góðir
og feður þeirra voru. Blessuð sé minnig þessara flottu gripa.emoticon


Lambhrútarnir verða vel notaðir og fá þessir hvítu Mávur 11 kindur og Ísak skjaldhafinn
hefur fengið 18 og þær geta orðið fleiri ef sæðingarnar klikka. Skari kollótti fékk allar 
kollóttu eða 9 stykki nema 2 sem voru sæddar með Krapa. Zorró sá flekkótti fékk svo
8 kindur . Drjóli lambhrútur hjá Sigga er búnað fá 4 en gætu orðið fleiri ef gengur upp
úr sæðinu. Korri leitarhrúturinn minn hann er búnað fá 6 kindur.

Ég sæddi 17 kindur . Notaði Kornilíus,Kölska,Vetur,Kalda,Börk og Krapa.
svo af suðurlandinu tók ég Saum og Grím.
Af fyrsta deginum var engin sem hélt með Kornilíus en ein hélt með Kölska.
Tvær af þeim sem fengu með Grím hafa gengið upp eins og komið er.
En þetta kemur allt í ljós á næstu dögum hvað heldur.

Það eru fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

30.12.2015 11:30

Gimbranar hjá Óttari á Kjalvegi


50 kg 30 ómv 3,5 ómf 5 lag 17,5 læri51 kg 35 ómv 4,2 ómf 4,5 lag 17,5 læri52 kg 36 ómv 4,5 ómf 5 lag 18 læri60 kg 37 ómv 6,2 ómf 4 lag 18,5 læri57 kg 33 ómv 5,2 ómf 4,0 lag 17,5 læriHér er Sokki hans Óttars hann fær helmingin af rollunum.Svakalega flottar hjá honum þessar svörtu Kletts dætur svo stórar og miklar kindur.Hér er hinn hrúturinn hans og hann fær hinn helmingin af kindunum.

Það eru svo fleiri myndir af kindunum hans Óttars hér inn í albúmi.

30.12.2015 11:20

Freyja Naómí 3 ára


Elsku sæta krúttsprengjan okkar orðin 3 ára gömul. Svo fljótur að líða tíminn.
Hún á líka flottustu kennitölu þó víða væri leitað 12 12 12 allveg snilldar tölur.
Afmælið hennar var haldið heima hjá okkur og það komu Bjarki Steinn og Hilmar vinir
hennar í afmælið og svo fjölskyldan og Irma vínkona og fjölskyldan hennar.
Þetta var fjörugt og skemmtilegt afmæli og allir skemmtu sér vel.

Kakan hennar heimatilbúin með prinsessum.

Búnað blása á kertin voða lukkueg.

Freyja með flottu barnabörnin sín Jakob Loga og Eyrúnu Ösp.

Freyja og Hilmar vinur hennar.
Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af afmælinu hennar.

30.12.2015 11:08

Gimbranar hjá Þór og Elvu Hellissandi

Hér erum við komin í húsin hjá Þór og Elvu Hellissandi og kíktum á gimbranar þeirra.
Þessi fyrsta er mjög skemmtileg á litinn með dökkmórauðan blett á vanganum.

49 kg 32 ómv 5,0 ómf 4,5 lag 8,5 framp 17,5 læri 7,5 ull 45 kg 35 ómv 4,4 ómf 4,5 lag 9 framp 17,5 læri 7,5 ull38 kg 31 ómv 3,8 ómf 4,0 lag 8,0 framp 16,5 læri 7,5 ull.


Þessi litla mórauða er í eigu Jensínu og var hennar uppáhalds og fékk að lifa.
Hún fékk nafnið Jasmíne frá barnabörnum Jensínu. Hún er óstiguð.


Hér eru hrútarnir þeir eru frá Óttari sá gulmerkti keyptur frá Sigga í Tungu og hinn
keyptur frá Hjarðafelli. Það eru svo fleiri myndir af kindunum þeirra hér inn í albúmi.

Flettingar í dag: 58
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 882
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 841621
Samtals gestir: 114060
Tölur uppfærðar: 29.5.2016 05:41:10

Tenerife

atburður liðinn í

1 mánuð

17 daga

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar