Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

10.01.2024 12:37

Blogg aftur í tímann 11 ára afmæli Freyju Naómí


Freyja Naómí okkar fagnaði 11 ára afmæli sínu þann 12 desember. Hún hélt upp á það hér heima og bauð nánustu vinum í smá partý.

Hún var vakin á afmælisdaginn með köku og kerti og sungið fyrir hana. 

 


Hér er hún um morguninn að fara opna pakkann sinn. Þetta er alveg einstaklega skemmtilegur afmælisdagur sem hún er búnað bíða svo lengi eftir og svo fær hún alltaf líka fyrstu skógjöfina frá jólasveininum svo spennan var mikil að vakna og byrja þennan frábæra dag svo á Kolur hundurinn hennar ömmu Freyju og afa Bóa líka afmæli sama dag.

 


Hér eru kræsingarnar fyrir stelpu partýið svo vorum við með heimabakaðar pizzur.

 

10.01.2024 12:36

Jólin 2023

Við höfðum það mjög gott yfir hátíðarnar og óskum ykkur kæru síðu vinir Gleðilegra jóla og farsælt komandi ár og takk fyrir innlitið á síðuna okkar á árinu sem er liðið.

Við borðuðum inn í sveit hjá Freyju og Bóa og mamma kom með okkur á aðfangadag svo þegar búið var að borða fórum við  heim til okkar að opna pakkana enda krakkarnir orðnir verulega spenntir að bíða eftir að væri búið að borða og ganga frá svo gamanið gæti byrjað. Jóhanna frænka Emils og mamma mín komu svo heim til okkar og opnuðu pakkana með okkur og Freyja og Bói komu svo aðeins seinna eftir að þau voru búnað slappa aðeins af eftir matinn. Það er svo geggjað fyrir okkur og við erum svo þakklát að fá að koma til þeirra í mat því þetta er svo annasamur tími hjá okkur í fjárhúsunum á fengitímanum og þá er svo gott að geta klárað það í róleg heitum og græjað svo alla í jólabað og föt sem tekur talsverðann tíma og þurfa ekki að stressa sig yfir að hugsa um matinn líka. Á gamlársdag sáum við svo um matinn vorum með nautalund frá Kjötkompaní sem Steini frændi sótti fyrir okkur og svo vorum við með lambahrygg úrbeinaðann í lambafille og svo grillaði Emil bæði og svo vorum við með bökunarkarteflur stórar sem ég steikti inn í ofn og þetta var allt rosalega gott. Freyja,Bói, Jóhanna og Siggi í Tungu komu til okkar í mat og voru með okkur á áramótunum. Mamma borðaði hjá Maju systir en kom svo yfir til okkar og var með okkur þegar var skotið upp.

 


Hér eru börnin okkar við jólatréið.

 


Benóný Ísak með sjoppu brauðstangir sem hann fékk tilbúnar frá Sjoppunni og ég þurfti bara baka þær

hann var alsæll með þær í jólamatinn.

 


Hér sést jólatréð okkar betur það var mjög fallegt tré.

 


Ronja Rós við jólatréð hjá ömmu Freyju og afa Bóa.


Kósý í sveitinni á aðfangadag.

 


Skvísurnar allar saman stelpurnar okkar og amma Freyja.

 


Það var gaman að leika í jóla snjónum.

Embla að búa til snjó virki.

 


Freyja að hjálpa til. Það var svo fallegur snjórinn og ekta til að búa til snjókarl og snjó virki.

 


Freyja spennt að opna pakkana.

 


Benóný kátur að opna pakkana.

 


Hér er Embla í skýjunum að opna gjöfina frá Eriku vinkonu sinni fékk kósý teppi,hestamúl og gæru mottu.

 


Hér erum við inn í sveit hjá Freyju og Bóa á aðfangadag svo kósý og flott.

 


Mamma kát á aðfangadag spennt að fara opna pakkana.

 


Hér er Ronja á gamlárskvöld.

 


Hér er Freyja með líka með blis.

 


Hér er Embla með blis líka .

 


Hér er Benóný búnað kveikja smá bál hann alveg elskar áramótin.

 


Það var mikil litadýrð í loftinu þegar gamla árið var kvatt.

 


Hér eru Siggi, Bói,Freyja og Jóhanna á gamlárskvöld heima hjá okkur.

 


Hér eru Ronja Rós og Freyja Naómí að borða á gamlársdag.

 


Hér eru flottir álfar á þrettándanum að fara sníkja gott í gogginn.

Embla og Ronja með Særúnu og Eriku vinkonum Emblu.

 


Hér er svo Freyja og vinkonur hennar Hekla og Birta.

 


Hér er Ronja Rós með gemlingunum sem eru svo gjæfir og sjúkir í hana að hún verður alltaf innikróguð af þeim.

Af fengitímanum og sæðingunum að segja þá settum við hrútinn hann Ljóma í 31 des  og ég leiði hann svo á milli yfir í hinar krærnar þegar ég gef.

Við sæddum 18 kindur og það 15 sem héldu og ég sæddi 9 fyrir Sigga og það voru 6 sem héldu hjá honum svo við erum bara mjög sátt við úkomuna.

Sæðingarhrútar voru

 

Angi með eina kind

Laxi með eina kind

Glitri með eina kind

Gullmoli með tvær

Úlli með tvær

Bjarki með eina kind

Steinn með eina kind

Styrmir með tvær

Jór með þrjár

Tjaldur með eina kind.

 

Heimahrútar voru

 

Bibbi með eina kind

Diskó með eina kind

Prímus með 6

Ljómi með eina kind

Bylur með 6

Klaki með 7

Svali með 8

Vestri með 2

Sóli með 5

Vindur með 7

Friskó ARR með 6

Grímur með 5

 

Fengum lánaða hrúta hjá Óla Ólafsvík

 

Mósi mórauður undan Kurdó hann fékk 4 kindur

Bogi ARR hrútur hyrndur hann fékk 9 kindur.

 

Það voru þrjár gimbrar sem gengu upp eftir hrúta en það var ekki sami hrútur svo við höfum eitthvað hitt vitlaust á þær svo vonandi halda þær núna þær fengu í janúar byrjun.

Ég er enn með Ljóma í og hann verður eitthvað áfram svona til 14 jan til að vera alveg örugg.

Siggi og Kristinn settu vír í hornin á lambhrútunum seinsustu helgi eða 7 janúar.

Ég er enn að klára gefa lýsi ætla gefa það þangað til brúsinn klárast annars höfum við gefið lýsi um fengitímann og aðeins fram í janúar.

 

 

 

10.01.2024 10:50

Desember ýmislegt

Bloggið kemur frekar seint inn hjá mér en síðan lá niðri svo lengi í desember og þá gat ég ekkert sett inn svo hér kemur þetta aðeins eftir á það sem var að gerast í desember og jólin.

 


Ronja Rós á leiðinni á jólaball í leikskólanum.

Ég hætti að vinna á leikskólanum 8 desember og fór þá að sinna fengitímanum og sæða.


Ronja var möndlumeistarinn á leikskólanum.

 


Hér er hrúturinn að kíkja á þær sem á að sæða svo allt fari þetta fram í rólegheitum.

 


Hér eru Freyja og Ronja að kaupa jólatré.

Við fengum mjög fallegt jólatré í ár.

 


Hér er Ronja Rós að hjálpa ömmu Huldu að skreyta jólatréið hennar.

 


Svo flottar saman mamma og Ronja Rós.

 


Hér er Ronja Rós umkringd af gemlingunum.

 


Hér er Mósi hans Óla í ÓIafsvík að fara á Hríslu við notuðum hann á nokkrar mórauðar.

 


Hér eru stelpurnar að hjálpa til við tilhleypingarnar og eru svo duglegar að sækja hrútana og fara með þá á kindurnar.

 


Hér er Friskó ARR hrúturinn okkar að fara á Ósk.

 


Hér erum við að gefa hestunum hey úti við Varmalæk hjá Freyju og Bóa.

Við tókum svo hestana inn milli jóla og nýárs.

 

18.12.2023 21:11

Sæðingar og fengitími

Byrjaði að sæða 8 desember það voru 5 sem voru sæddar

2 með Styrmi

1 með Gullmola

2 með Úlla

 

9 desember voru svo fáar að við hleytum til þeirra.

 

10 desember voru 3 hjá mér og 2 hjá Sigga

2 með Jór

1 hjá mér og 1 hjá Sigga með Laxa

1 hjá Sigga með Glitra

 

11 desember voru 3 hjá mér og 2 hjá Sigga.

1 hjá mér og 2 hjá Sigga með Jór

2 hjá mér með Tjaldur

 

12 desember voru 5 hjá Sigga og 2 hjá mér.

3 hjá Sigga með Jór

1 hjá mér og 1 hjá Sigga með Glitra

1 hjá mér og 1 hjá Sigga með Stein

 

13 desember 5 hjá mér

2 með Anga

2 með Bjarka

1 með Gullmola

Við sæddum 18 í heildina hjá okkur og 9 hjá Sigga.

Við byrjuðum svo að hleypa til eftir sæðingarnar og seinasta kindin gekk á jóladag og það var hún Bríet hans Kristins.

 

 

 

 

26.11.2023 18:53

Hrútarnir okkar 2023

 

23-001 Svali undan 22-005 Klaki og 20-010 Kóróna

55 kg 109 fótl 36 ómv 3,2 ómf 4,5 lag 

8 9,5 9,5 9,5 9,5 19,5 9 8 9 alls 91,5 stig.

23-002 Vestri undan 21-896 Þór og 21-019 Spyrna

52 kg 105 fótl 35 ómv 3,8 ómf 4,5 lag 

8 9 9,5 9,5 9 19 7,5 8 8,5 alls 88 stig.

23-003 Sóli undan 19-885 Alli og 20-016 Perla

57 kg 111 fótl 38 ómv 4,9 ómf 4,5 lag 

8 9 9,5 9,5 9,5 19 7,5 8 9 alls 89 stig.

23-004 Vindur undan 22-003 Bylur og 14-008 Móna Lísa

52 kg 112 fótl 38 ómv 2,7 ómf 4,5 lag 

8 9,5 9,5 9,5 9 19 8,5 8 8,5 alls 89 stig.

23-005 Friskó undan 21-899 Gimsteinn og 17-014 Vaíana. Hann er ARR með grænan fána.

67 kg 115 fótl 33 ómv 4,7 ómf 4 lag

8 9 9 9 9 18 8,5 8 8,5 alls 87 stig.

 

25.11.2023 11:44

Rúningur,Gefið ormalyf og fleira


Benóný ánægður að fá kindurnar inn í girðingu.

 


Hér er Embla og Erika að klappa Snæós og Melkorku.

 


Búið að vera svo yndislegt veður hjá okkur allan nóvember.

 


Arnar kom til okkar 18 nóvember og tók af kindunum og það er alltaf jafn flott að sjá hvað hann er góður við þetta

og hann er svo rólegur og yfirvegaður og svo snöggur.

 


Hér eru Kristinn,Emil og Siggi. Kristinn og Emil skiptast á að draga og skella niður og Siggi sér um að flokka ullina.

Ég sá um að koma með mat fyrir þá í hádeginu og svo tók Ronja upp á því að vera veik þessa helgi svo ég var mikið til heima með 

hana en við náðum svo að gefa öllum ormalyf líka þennan sama dag.

 


Hér er verið að gefa ormalyfið. Við gleymdum sprautunni heima sem skammtar ofan í þær svo ég var með glas og dró upp í stóra sprautu

og gaf Sigga og Kristinn til að gefa þeim og Emil var á hleranum.

 


Hér er hann Diskó hann er fæddur 2021. Við höfum ekki notað hann nema lítið því hann er frekar skyldur okkar kollótta fé en hann er undan Tón sæðingarstöðvarhrút og Vaíönu sem er móflekkótt kind hjá okkur undan Kaldnasa sem við fengum hjá Laugu og Eyberg Hraunhálsi og var undan Magna og Urtu.

Óli Ólafsvík hefur verið að nota Diskó meira en við og fengið fín lömb undan honum og við líka. Hann er að gefa miklar mjólkur ær og einstaklega gæfar.

Diskó er alveg einstaklega gæfur hrútur og krakkarnir elska hann og vilja helst ekki láta hann frá sér þau geta kallað á hann úti og þá kemur hann til þeirra til að fá klapp.

Hann var 88 stig sem lamb og er með 11 fyrir gerð og 8 fyrir fitu í kynbótamati en núna erum við komin með ARR hrút sem er undan sömu kind og hann svo við verðum að fá reynslu á þann nýja og þurfum því að gefa Diskó annað heimili svo endilega ef þið hafið áhuga á að fá hann Diskó okkar hafið samband við mig Dísu í skilaboðum eða hringið í 8419069. Hann getur bara farið í Snæfellsneshólf og hann getur gefið alla grunnliti og tvílit og mórautt og hreinhvítt hann er hreinhvítur sjálfur stór og mikill hrútur. Hann er með gulan fána samkvæmt arfgerðar greiningu. Faðir hans Tónn er með gulan og gráan og móðir hans er með ljósbláan fána.

Hér er betri mynd af honum.

 


Það er svo yndislegt hvað krökkunum finnst gaman að koma með okkur í fjárhúsin og  eru svo dugleg að hjálpa til.

 


Þær eru farnar að vera svo duglegar að taka stór föng að þær eru farnar að taka jafn mikið og ég.

 


Embla með risa fang svo dugleg.

 


Fórum með Gumma,Óla og Sigga á sæðingarfundinn sem var haldinn á Lyngbrekku.

Hér er Torfi og Árni að kynna fyrir okkur hrútana og útskýra allt þetta nýja með ARR.

 


Núna hefjast miklar pælingar hjá manni að velja hrúta og hvort eigi bara að nota hrúta með breytileika og verandi gen.

 


Það var gaman að sjá að Jón Viðar og Lárus Birgisson mættu á fundinn.

Jón Viðar tók svo ræðu um ARR og ráðlagði bændum að fara á fullu í að nota ARR hrútana og koma þessum genum sem fyrst inn í allann stofninn sinn svo það væri hægt að komast hjá miklum kostnaði við að þurfa sýnataka á hverju ári og vinna hratt af því að gera Ísland riðulaust. Hann fór líka vel í að menn ættu að vera óhræddir við að skyldleika rækta svona fyrst meðan væri verið að koma þessum arðgerðum inn í stofninn. Hann hafði líka orð á því að það þyrfti ekki nema fara inn á fjárvís í íslenska stofninn og þar sést að það er mikið til komið allt fé út frá nokkrum ærfeðrum og svo koll af kolli svo er það fljótt að blandast þegar lengra er komið af stað. Jón Viðar er sá allra vitrasti og hefur gríðanlega mikla reynslu og þekkingu á íslensku sauðfé svo auðvitað tekur maður mark á því sem hann segir og reynir að fylgja því sem hann ráðleggur því hann er algjört átrúnaðargoð hjá okkur bændum.

Ég persónulega vill ekki glata allri ræktun með því að nota eingöngu þessa hrúta en þó kemur að þessir ARR hrútar sem eru á stöðunni voru margir að koma mjög vel út og eru af flottum búum svo það ætti alveg vera góður kostur að nota þá en ég ætla líka að halda áfram að nota mína hrúta og reyna stýra þannig inn að ég noti þá á ær sem eru með breytileika svo það séu meiri líkur á að þær verði með verndandi en svo eigum við líka einn ARR hrút og einn með ljósbláan fána og munum nota þá á þær ær sem þeir geta farið á. Við áttum enga kind með áhættu gen en það eru þó nokkrar með gulan fána sem sagt hlutlaust en það voru líka margar með breytileika gráan og ljósbláan fána.

Við ættum að geta leitt þetta vel inn hjá okkur því við létum arfgerðargreina allar kindurnar okkar í fyrra svo við vitum hvað hver og ein er með og getum því stýrt vel hvaða hrútur getur farið á hverja kind. Þetta er mjög spennandi og krefjandi verkefni sem verður gaman að taka þátt í og fylgjast með.

 

15.11.2023 13:45

Kindurnar komnar heim.


Erika og Embla með Hrafney.

 


Ronja Rós með Blæju kindinni sinni.

 


Milli þeirra ríkir alveg sérstaklega góð vinátta.

 


Það er svo yndislegt hvað kindurnar okkar eru svakalega rólegar og gæfar hér liggur Freyja hjá kindinni sinni Ófeig.

 


Svo æðislegt og þetta veður sem er búið að vera dag eftir dag er alveg yndislegt.

 


Hér er Klaki í rólegheitum í blíðunni áður enn hrútarnir voru teknir á hús.

 


Ronja Rós dugleg að gefa.

 


Embla Marína með Draumadís hans Kristins.

 


Hér eru stelpurnar í góðum félagsskap.

 

09.11.2023 17:47

Ásettning gimbrar hjá okkur 2023


23-006 Þrá undan Gimstein og Ósk hún er með ARR genið. Þrilembingur

44 kg 110 fótlegg 29 ómv 3,7 ómf 4,5 lag.

8,5 frampart 18 læri 9 ull 8,5 samræmi alls 44 stig.

 

 

23-007 Katla undan Svörð sæðingarstöðvarhrút og Ösp. Einlembingur undan gemling.

47 kg 109 fótlegg 35 ómv 4,5 ómf 4,5 lag.

9 frampart 18,5 læri 9 ull 9 samræmi alls 45,5 stig.

 


23-008 Sól undan Alla sæðingarstöðvarhrút og Perlu. Tvílembingur.

51 kg 111 fótl 40 ómv 4,5 ómf 4,5 lag.

9,5 frampart 19 læri 7,5 ull 8,5 samræmi alls 44,5 stig.

 


23-009 Strönd undan Baldri sæðingarstöðvarhrút og Fjöru. Einlembingur undan gemling.

47 kg 107 fótlegg 37 ómv 4,1 ómf 4,5 lag.

9 frampart 19 læri 7,5 ull 8,5 samræmi alls 44 stig.

 


23-010 Lína undan Hnaus sæðingarstöðvarhrút og Randalín. Þrílembingur.

49 kg 112 fótlegg 34 ómv 2,8 ómf 4,5 lag.

8,5 frampart 17,5 læri 8 ull 8 samræmi alls 42 stig.

 


23-011 Draumadís undan Óðinn og Dorrit í eigu Kristins. Þrílembingur.

50 kg 110 fótlegg 34 ómv 3,7 ómf 4,5 lag.

9 frampart 18 læri 8 ull 9 samræmi alls 44 stig.

 


23-012 Sæla undan Bassa og Dísu. Þrílembingur.

44 kg 107 fótlegg 33 ómv 2,6 ómf 4 lag.

9 frampart 18,5 læri 8 ull 8 samræmi alls 43,5 stig.

 


23-013 Sara undan Blossa og Orku. Tvilembingur.

50 kg 106 fótlegg 30 ómv 3,3 ómf 4 lag.

9 frampart 17,5 læri 8 ull 8 samræmi alls 42,5 stig.

 


23-014 Gibba Gibb undan Klaka og Gyðu Sól. Tvílembingur.

52 kg 108 fótlegg 37 ómv 4,2 ómf 5 lag.

9,5 frampart 18,5 læri 8,5 ull 9 samræmi alls 45,5 stig.

 


23-015 Agúrka undan Kóng og Álfadís. Tvílembingur.

43 kg 110 fótlegg 33 ómv 3,2 ómf 4 lag.

9 frampart 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi alls 43 stig.

 


23-016 Raketta undan Kóng og Pöndu. Tvílembingur.

43 kg 108 fótlegg 33 ómv 3,5 ómf 4,5 lag.

9 frampart 19 læri 8,5 ull 8,5 samræmi alls 45 stig.

 


23-017 Evrest undaan Glúm og Mávahlíð. Tvilembingur.

43 kg 108 fótlegg 34 ómv 2,7 ómf 4,5 lag.

9 frampart 19 læri 7,5 ull 8,5 samæmi 44 stig.

 


23-018 Álfey undan Glúm og Álfadrottningu. Tvílembingur.

44 kg 110 fótl 36 ómv 2,6 ómf 4,5 lag.

9 frampart 18 læri 7,5 ull 8,5 samræmi alls 43 stig.

 


23-019 Snara undan Glúm og Snúru. Einlembingur undan gemling.

45 kg 105 fótl 35 ómv 4,4 ómf 5 lag.

9 frampart 19 læri 8 ull 8 samræmi alls 44 stig.

 


23-020 Sletta undan Byl og Tusku. Tvílembingur.

47 kg 107 fótl 34 ómv 3,7 ómf 4 lag.

9,5 frampart 18,5 læri 8 ull 9 samræmi alls 45 stig.

 


23-021 Króna undan Byl og Tusku. Tvílembingur.

49 kg 110 fótlegg 37 ómv 3,1ómf 5 lag.

9,5 frampart 19 læri 8 ull 8,5 samræmi alls 45 stig.

 


23-022 Týra undan Byl og Birtu. Tvílembingur.

52 kg 112 fótlegg 37 ómv 5,5 ómf 4,5 lag.

9 frampart 18 læri 8 ull 8,5 samæmi alls 43,5 stig.

 


23-023 Dögun undan Byl og Birtu. Tvilembingur.

47 kg 106 fótl 36 ómv 3,5 ómf 4,5 lag.

9 frampart 18 læri 8,5 ull 8,5 samræmi alls 44 stig.

 


23-024 Bessa undan Óðinn og Bylgju. Einlembingur en gengu tvö undir.

47 kg 107 fótlegg 33 ómv 3,5 ómf 4 lag.

9 frampart 18,5 læri 7,5 ull 9 samræmi alls 44 stig.

 

Þær eru 19 í heildina.

 

05.11.2023 11:58

Ásettningur hjá Sigga í Tungu.


Þessi er undan Grýlu og Byl.

47 kg 38 ómv 2,8 ómf 5 lag fótl 111

9,5 framp 18,5 læri 8 ull 8 samræmi.

 


Þessi er undan Bassa og Muggu þrílembingur.

45 kg 39 ómv 3,8 ómf 4,5 lag 109 fótl

9 framp 19 læri 8,5 ull 9 samræmi.

 


Þessi er undan Hnaus sæðingarstöðvarhrút og Glætu.

50 kg 35 ómv 4,9 ómf 4,5 lag 111 fótl

9,5 framp 18,5 læri 7,5 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Hélu og Byl.

49 kg 35 ómv 2,9 ómf 4,5 lag 109 fótl

9 framp 18 læri 8,5 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Reyk og Breiðleit.

50 kg 34 ómv 4,6 ómf 4,5 lag 110 fótl 

9,5 framp 18 læri 8 ull 9 samræmi.

 


Þessi er undan Glettu og Þór sæðingarstöðvarhrút.

46 kg 36 ómv 3,8 ómf 5 lag 108 fótl

9 framp 18 læri 8 ull 8,5 samræmi.

 


Þessi er undan Kolbrúnu og Kóng.

50 kg 36 ómv 2,1 ómf 5 lag 113 fótl 

9 framp 18,5 læri 7,5 ull 8 samræmi.

 


Þessi er undan Viku og Byl.

52 kg 40 ómv 2,8 ómf 5 lag 110 fótl

9,5 framp 19,5 læri 8 ull 8,5 samræmi.

 


Þetta er hann Grímur hrútur sem Siggi setur á undan Glúm og Botníu.

52 kg 32 ómv 3,7 ómf 4 lag 109 fótl.

8 9,5 9 9 9,5 19 7,5 8 8,5 alls 88 stig.

Þetta er svakalega flottur hópur hjá honum.

 

23.10.2023 23:03

Héraðssýning lambhrúta 2023

Héraðssýning lambhrúta fór fram núna síðast liðinn laugardag 21 okt á Hjarðarfelli og hófst kl hálf 2 og stóð til klukkan hálf 6.

Það voru mættir um 50 manns og 56 hrútar í heildina. Það var ljúffeng súpa og brauð ásamt kaffi og kleinum og ástarpungum í boði í hléinu sem þeir sem héldu sýninguna sáu um. Það kostaði 1500 kr og frítt fyrir börn.

Jón Viðar og Lárus Birgisson voru dómarar á sýningunni og Guðbjartur á Hjarðarfelli setti sýninguna á stað og stýrði henni.


Hér er verið að skoða kollóttu hrútana. Þeir voru 8 í heildina.

 


Hér eru Siggi og Freyja og vinkonur hennar Birta og Hekla með hrútinn okkar Friskó.

 


Hér er verið að skoða mislitu hrútana og þeir voru 19 í heildina.

 


Það var vandasamt val fyrir höndum hjá dómurunum enda mikið af fallegum og efnilegum hrútum og margir litir.

Þessi flokkur er orðinn svo stór að hún Helga á Fossi kom með góða tillögu til mín að við ættum að fara skoða að hafa tvo flokka í mislitu eins og hvítu og hafa bæði kollótta og hyrnda. Það er alveg vel hægt að skoða það fyrir næstu sýningu.

 


Hér má sjá hluta af þeim sem voru að keppa.

 


Skemmtilegir litir og hér er Arnar Darri að halda í svarta hrútinn okkar fyrir mig. 

 


Hér er verið að skoða hvítu hyrndu hrútana og hér er Embla,Erika og Freyja með hrútana okkar þrjá sem við komum með.

 


Hér má sjá myndarlegan hóp af hvítu hyrndu hrútunum en þeir voru 25 í heildina.

Þeim var svo fækkað niður í 15 í uppröðun.


Hér eru svo Lárus og Jón Viðar að meta þá.

 


Hér er verið að skoða nýja flokkinn en það er ARR hrútana þeir voru 6 í heildina.

 


Hér eru stelpurnar með ARR hrútinn okkar.

 


Þá er komið af því að lesa upp niðurstöðurnar sem allir eru að biða eftir en það eru sigurvegararnir í hverjum flokki fyrir sig.

Lárus Birgisson fjallaði stuttlega um hvern hrút fyrir sig sem hlaut verðlaunasæti og afhenti svo verðlaunin.

 


Hér eru verðlaunahafar fyrir besta ARR hrútinn 2023. Þeir eru allir undan Gimstein.

Sigga Bjarnarhöfn,Ólafur Helgi Ólafsvík og Guðlaug Hraunhálsi.

 

1.sæti Sigga og Brynjar Bjarnarhöfn með lamb nr 49

51 kg 110 fótl 34 ómv 4,5 ómf 4,0 lag 

8 9 8 9 9 18,5 9 8 8 alls 87,5 stig.

 

2.sæti Guðlaug og Eyberg Hraunhálsi lamb nr 234

52 kg 109 fótl 35 ómv 3,7 ómf 4,0 lag

8 9 8,5 9 8,5 18,5 8,5 8 9 alls 87 stig.

 

3.sæti Ólafur Helgi Ólafsson Ólafsvík lamb nr 189

57 kg 111 fótl 37 ómv 4,8 ómf 4,0 lag

8 8,5 9 9 9 18 8,5 8 9 alls 87 stig.

 


Hér eru verðlaunahafar fyrir bestu kollóttu hrútana.

Harpa Hjarðarfelli,Sigga Bjarnarhöfn og Guðlaug Hraunhálsi.

 

1.sæti Guðlaug og Eyberg Hraunahálsi lamb nr 261 undan Starflóa.

48 kg 108 fótl 39 ómv 5,4 ómf 4,5 lag

8 9,5 9,5 9,5 9,5 20 8 8 8 alls 90 stig.

 

2.sæti Sigga og Brynjar Bjarnarhöfn lamb nr 38 undan Prímus.

50 kg 108 fótl 3,5 ómf 35 ómv 5 lag

8 9 9 9,5 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 88 stig.

 

3.sæti Harpa og Guðbjartur Hjarðarfelli lamb undan Valur.

48 kg 109 fótl 34 ómv 2,4 ómf 4,5 lag

8 9 9 9 9 19 8 8 8 alls 87 stig.

 

 


Hér eru svo vinningshafar í mislitu hrútunum.

Embla og Erika tóku fyrir okkur svo er Harpa Hjarðarfelli og Jökull Álftavatni.

 

1.sæti Dísa og Emil Mávahlíð lamb nr 254 undan Byl og Mónu Lísu.

52 kg 112 fótl 38 ómv 2,7 ómf 4,5 lag

8 9,5 9,5 9,5 9 19 8,5 8 8,5 alls 89,5 stig

 

2.sæti Harpa og Guðbjartur Hjarðarfelli lamb nr 244 undan Krumma.

56 kg 111 fótl 37 ómv 4,4 ómf 4,5 lag

8 9 9,5 9,5 9 19 8,5 8 8,5 alls 89 stig.

 

3.sæti Gísli Álftavatni lamb nr 3 undan 18-761

46 kg 102 fótl 35 ómv 1,8 ómf 5 lag

8 8,5 9 9,5 9 18,5 8 8 8 alls 86,5 stig.

 

 


Hér eru svo vinningshafar fyrir bestu hvítu hyrndu hrútana.

Freyja með fyrir okkur, Arnar Darri Fossi og Harpa Hjarðarfelli.

 

1.sæti Dísa og Emil Mávahlíð hrútur nr 195 undan Alla sæðingarstöðvarhrút og Perlu.

57 kg 111 fótl 38 ómv 4,9 ómf 4,5 lag

8 9 9,5 9,5 9,5 19 7,5 8 9 alls 89 stig.

 

2.sæti Helga og Sveinn Fossi hrútur nr 212 undan Síma.

50 kg 105 fótl 41 ómv 4,8 ómf 4,5 lag 

8 9 9,5 10 9 19 8 8 8,5 alls 89 stig.

 

3.sæti Harpa og Guðbjartur Hjarðarfelli hrútur nr 146 undan Hnaus sæðingarstöðvarhrút.

61 kg 113 fótl 42 ómv 5,0 ómf 5 lag

8 9 9,5 10 10 19 7,5 8 9 alls 90 stig.

 


Þá var komið af því að afhenda Farandsskjöldinn fagra til eigenda besta lambhrútsins 2023.

Mér finnst alltaf svo mikil heiður að fá Jón Viðar og Lárus Birgisson sem dómara ég hef alltaf litið svo upp til þeirra og búnað fylgjast með þeim dæma frá því að ég var smá krakki inn í Mávahlíð svo ég met miklis að fá þeirra mat og ég er svo þakklát fyrir að fá tvo hrúta í fyrstu verðlaun fyrir okkar ræktun samkvæmt þeirra mati. 

 


Hér eru svo Jóhannes Eyberg Ragnarsson og Guðlaug Sigurðardóttir Hraunhálsi.

Þau áttu besta kollótta lambhrút sýningarinnar og fengu svo líka Farandsskjöldinn fagra fyrir sama hrút sem var valinn besti lambhrútur á Snæfellsnesi og Héraðsmeistari. Þessi hrútur var alveg svakalega vel gerður og önnur eins læri hef ég aldrei séð þau voru alveg svakaleg . 

 


Hér eru þau stórglæsileg með glæsilega Héraðsmeistarann 2023 sem er undan Starflóa sem var líka í fyrsta sæti í sínum flokki 2022.

Þetta er alveg svakalega flott ræktun hjá þeim og ég óska þeim innilega til hamingju.

 


Hér má sjá aftan á hrútinn þeirra og það sést hversu mikið er mótað fyrir miklum læraholdum og ég var meira segja búnað taka mynd af honum fyrirfram því ég var svo viss að hann yrði í verðlaunasæti. Þetta er alveg magnaður hrútur.

 


Lífland styrkti sýninguna með því að gefa sauðfjárfötur í verðlaun og voru þær veittar fyrir annað sætið í hverjum flokki og svo í öllum sætum í ARR. Sauðfjárræktarfélagið Búi kom með 3 fötur og svo voru 3 fötur frá þeim sem sáu um sýninguna.

 


Hér er Guðbjartur á Hjarðarfelli sem hélt sýninguna að segja okkur frá gjafabréfi sem veitt var fyrir fyrstu verðlaun í hverjum flokki og það var þriggja rétta kvöldverður á Hótel Snæfellsnes og svo gaf Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis kaffibrúsa,nammi og selen brúsa. Í þriðju verðlaun var svo gjafabréf minnir mig frá KB borgarnesi. Svo það voru mjög rausnarleg verðlaun í boði fyrir alla. Þetta var glæsileg sýning í alla staði og mjög gaman að koma í fjárhúsin hjá Hörpu og Guðbjarti sem eru stór og flott og með  góða birtu til að ná góðum myndum.

 

 

 

 

18.10.2023 20:16

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2023

Viðbót: Á sýningunni verða veitt verðlaun fyrir besta hrútinn með ARR arfgerð.

Eigendur ráða því hvort þeir fara fyrst með þessa hrúta í einhvern hinna flokkanna eða eingöngu í ARR flokkinn sem verður tekinn síðast.

Hér er fjölskyldan á Bergi sem vann Héraðssýninguna í fyrra 2022.

18.10.2023 15:52

Sláturmat og fleira sept/okt

Jæja ég er búnað vera allt of lengi að koma þessu hér inn en ég byrjaði að vinna á leikskólanum í október eftir alla törnina með smölun,líflambasölu og allt sem því fylgir og því var ég ekki búnað gefa mér tíma í að setja hér inn fyrr en núna.

 

Við sendum 49 lömb í sláturhús

 

18,22 kg

10,51 gerð

6,55 fita

Þetta var svona restin af því sem ekki var selt og svo fór þetta leiðinlega seint í sláturhús og við vorum orðin stressuð á að lömbin væru farin að leggja af enda búnað vera í girðingunni síðan það var smalað og svo fór það í sláturhús 02,okt. Við vorum bara mjög sátt við útkomuna miðað við hvað þau fóru seint og hversu mikið var búið að selja.

Við seldum 50 lömb lifandi.

5 lambhrútar eru settir á.

18 gimbrar verða settar á.

 


Þessi hrútur er settur á og er undan Spyrnu og Þór sæðingarstöðvarhrút.

 


Þessi er líka settur á og er undan Kórónu og Klaka.

 


Þessi systkini verða bæði sett á þau eru undan þessari kind Perlu og svo Alla sæðingarstöðvarhrút. Þau eru alveg hrikalega gul en þau eru svo svakalega vel gerð


Hér er Gyða Sól með gimbrina sína undan Klaka.


Hér er Birta með gimbrarnar sínar undan Byl.

 


Hér er annar hrútur undan Byl og Mónu Lísu sem verður settur á.

Þetta er svona smá hluti af því sem verður nýtt hjá okkur en svo á ég eftir að setja þetta nákvæmlegra inn þegar lömbin verða tekin inn.

18.10.2023 14:03

Ronja Rós 4 ára 27 sept

Elsku Ronja Rós okkar varð 4 ára 27 september. Hún er mjög lífsglöð,ákveðin og mikill prakkari og alveg einstaklega skýr og fljót til. Er mikil listamaður og skrifar nafnið sitt alveg sjálf og teiknar mjög vel og málar. Er mikill dundari og elskar að leika sér í allskonar hlutverkja leikjum og föndra. Hleypur sjálf yfir götuna í heimsókn til Jóhönnu frænku sinnar og passar sig að kíkja vel til beggja hliða svo elskar hún að fá að fara í heimsókn til ömmu Huldu og kíkja í sveitina til ömmu Freyju og afa Bóa. Besti matur er skinka hún elskar skinku og harðfisk með miklu smjöri og ristað brauð með súkkulaði og svo má auðvitað líka borða súkkulaðið beint upp úr krukkunni það finnst henni mjög gott he he.

 


Hér er skvísan með kökuna sína sem við bökuðum saman.

 


Fékk kórónu á leikskólanum sem hún bjó til sjálf.

 


Hún fékk líka pakka og var mjög kát við héldum fjölskyldu afmæli fyrir hana og henni fannst mjög gaman.

 


Svo fékk hún að blása á kertin. Við gáfum henni húsgögn í silvani húsið hennar og dót.


Ein krútt mynd úr fjárhúsunum hér einn lambhrútur sem er svo gæfur við stelpurnar.

23.09.2023 11:38

Hrútasýning veturgamla hrúta í Tungu 2023

Hrútasýning veturgamla hrúta fór fram í Tungu í gær og mættir voru 18 hrútar alls til keppnis.

Það voru 27 manns sem mættu það var heldur minna en hefur verið.

Aðeins tveir kollóttir hvítir sem mættu til leiks og 9 mislitir og 7 hvítir hyrndir.

Dómarar voru Jónmundur Magnús Guðmundsson og Logi Sigurðsson.

Það var sjóræningjasúpa hjá okkur sem er lambakjötssúpa með hakki svo var brauð með því og Helga hans Kristins bakaði súkkulaði horn og pizzasnúða og Þurý hans Gumma bakaði skúffuköku. Siggi í Tungu smurði flatkökur með hangikjöti. Við þökkum öllum kærlega fyrir baksturinn og bakkelsið.

 


Glæsileg mynd af vinningshöfunum í öllum flokkum.

 

Fremstur er Kristinn Jónasson með Byl besta mislita hrútinn.

Annar er Embla Marína og Emil Freyr Emilsson með besta kollótta hrútinn.

Friðgeir Karlsson með besta hvíta hyrnda hrútinn.

 


Hér er Birta Líf og Freyja Naómí á hrútunum okkar Ás og Tígull þeir eru svo gjæfir.

 


Hér eru Embla Marína og Erika að klappa þeim líka.

 


Hér er verið að dæma hrútana.

 


Hér er verið að skoða mislitu hrútana sem voru þrír efstir.

 


Hér er Logi að afhenda Kristinn bikarinn fyrir besta mislita hrútinn.

 


Hér er Bylur 22-003 undan 21-702 Húsbónda og 18-016 Randalín.

 

95 kg 41 ómv 5,5 ómf 4 lag 119 fótl

8 9 9,5 9 9 19 8,5 8 9 alls 89 stig.

 

Í öðru sæti var mórauður hrútur frá Ólafi Helgasyni Ólafsvík

Mósi 22-637 undan Kurdó 20-878 og Þuru 18-002

 

97 kg 45 ómv 4,7 ómf 4,5 lag 119 fótl

8 9,5 9,5 9,5 9,5 18,5 8 8 9 alls 89,5 stig.

 

Í þriðja sæti var Tígull 22-002 undan Bikar 17-852 og Hrafney 20-007

hann er frá okkur.

 

96 kg 36 ómv 12,7 ómf 3,5 lag 124 fótl

8 9 9 8,5 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 87 stig.

 


Hér er mynd af Tigul.

 

Hér er verið að skoða hvítu kollóttu hrútana.

 


Hér er Guðmundur Ólafsson að færa Emil bikarinn fyrir besta kollótta hrútinn.

Hann er reyndar hugmynd og samvinna okkar Kristins en við sáum um að hann yrði settur á í fyrra til að fara með hann á hrútasýninguna hér og það samráð okkar heppnaðist heldur betur vel og skilaði okkur bikar núna.

 


Ás 22-001 undan Prímus 21-005 og Snúllu 17-101.Frá okkur.

 

106 kg 39 ómv 9,4 ómv 4 lag 126 fótl

8 9,5 9 9 9  19 7,5 8 8,5 alls 87,5 stig.

 

Í öðru sæti var hrútur frá Gunnari á Kolgröfum nr 22-079 Bliki og er undan Ófeig 19-105 og Kollubotnu 19-897.

 

71 kg 37 ómv 5,9 ómf 4,5 lag 119 fótl.

8 8,5 9 9 9 18,5 7,5 8 8,5 alls 86 stig.

 


Hér er verið að skoða hvítu hyrndu hrútana.

 


Hér er Guðmundur Ólafsson að afhenda Friðgeiri bikarinn fyrir besta hvíta hyrnda hrútinn.

 

 


Hér er Friðgeir með besta hvíta hyrnda hrútinn stórglæsilegur hrútur

 


22-395 Frá Knörr undan 15-376 og 13-930.

 

94 kg 34 ómv 12,8 ómf 3,5 lag 123 fótl.

8 9 9,5 8,5 9 19 8,5 8 9 alls 88,5 stig.

 


Í öðru sæti var hrútur frá okkur sem heitir Klaki 22-005 undan Bassa 21-001 og Brussu 16-008.

 

102 kg 43 ómv 7,8 ómf 4,5 lag 123 fótl.

8 8,5 9 9,5 9,5 18,5 7,5 8 9 alls 87,5 stig.

 

Í þriðja sæti var hrútur frá Jón Bjarna og Önnu Dóru Bergi og heitir Bárður 22-202 undan Víking 18-702 og Fanney 17-011.

 

81 kg 39 ómv 7,5 ómf 4 lag 118 fótl.

8 8,5 8,5 9 9 19  8,5 8 9 alls 87,5 stig.

 

 


Hér eru Ólafur Helgi og Gummi Óla kátir með sýninguna.

 

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 217
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 1721
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 660729
Samtals gestir: 45519
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 04:44:52

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar