Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

15.11.2009 16:21

Fyrsta kindin

Jæja nú er Benóný búnað fá fyrstu gimbrina sína afhenta. Bárður kom og gaf honum sína fyrstu kind og fékk hún nafnið Dóra og er hún afskaplega falleg gimbur. Við fórum svo til Reykjavíkur á föstudaginn og var það allveg stress dauðans í þessu kreppubæli, það er allt orðið svo hrikalega dýrt að það er bara klikkun þessi vinstri stjórn er að gera útaf við landið. Já sæll svo er náttla viðbrigði að fara í bæinn að versla og vera komin með lítinn skæruliða en það reddaðist fínt bara og kíktum við á Fríðu og Helga og tókum myndavélina með en gleymdum myndavélakortinu algjör bömmer svo það voru engar myndir teknar í þessari ferð. Við fórum svo til Jóhanns og Þórhöllu og voru þau á fullu að baka fyrir barnaafmælið hjá krökkunum svaka dugnaður í liðinu bara. Það er svo varla frásögufærandi að Maggi bróðir lenti í því skemmtilega atviki að fara að sofa heima hjá Soffíu og skilja bílinn okkar eftir fyrir utan og þegar að hann vaknar og ætlar að skutla Soffíu í vinnuna þá vill svo til að það er enginn bíll og hann fær allveg sjokk og kemur þá í ljós að bíllinn er búnað renna yfir til Jóa Ragnars og klessa á bíllinn hans, þá hefur hann ekki verið allveg í handbrensu og bara rúntað af stað, ekkert smá skondið en það skemmdist nú ekkert alvarlega bara smá beygla. Jæja svo er ég búnað setja fyrsta myndbandið inn af Benóný og getið þið séð það á forsíðunni undir myndbönd. Þar skellihlær hann með pabba sínum.


Hérna er hún Dóra hans Benónýs sem Bárður gaf honum.


Hérna er svo myndin af lancernum með beygluna.
Lambalundir er algjört lostæti og mjög girnilegt þetta er heimagert og létt steikt á pönnu og kryddað með salt og pipar og lítur bara eins út og á veitingarhúsi emoticonnamm namm. Mæli með þessu að skera lundirnar af hryggnum og steikja þær það er algjört nammi sérstaklega núna í kreppunni þegar það er nú ekkert hlaupið að því að fara út að borða.
Flettingar í dag: 90
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1062
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 713479
Samtals gestir: 47073
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 02:12:50

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar