Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

25.01.2010 16:24

Ofsaveður

Það var hrikalegt veður í nótt ég hélt að það væri bara allt að fara til fjandans. Við sváfum eiginlega ekki neitt það lak svo inn um svalahurðina hjá okkur og svo vorum við svo hrædd um girðinguna á pallinum hún var á fullu en það var svo í lagi. Það tók svo ekki betur við þegar við fórum inn í hesthús þá var hurðinn þar fokinn af og urðu Steini og Emil að festa hana svo fórum við inn í Mávahlíð og þar byrjaði ballið fyrst blasti við okkur að það væri fokið af hlöðunni plata sitt hvoru megin og svo þegar við fórum bak við kom í ljós að þakið af súrheysgryfjunni var fokið af í heilu lagi svo það hefur aldeilis mikið gengið á þar í nótt. Rollurnar voru þó bara rólegar og ánægðar að fá að éta. Emil,Steini,Bói og Maggi festu svo niður það sem þeir gátu því það er enn þá svo mikið rok og verður að laga þetta bara á morgun eða þegar að það hæir svo hægt sé að setja nýja járnplötu.

Hérna er sláturhúsið það losnuðu nokkrar spýtur framan af því og þarna er platan farinn af hlöðunni.

Hérna má sjá þakið hinum megin sem þeir festu niður og svo súrheysgryfjuna og þakið af henni fauk af í heilu lagi og liggur við hliðina á henni.
Flettingar í dag: 877
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 1259
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 707814
Samtals gestir: 46794
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 10:40:50

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar