Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

13.02.2010 22:43

Benóný í fyrsta sinn í baðhringnum sínum.

Jæja það var keyptur baðhringur í bænum og fékk prinsinn að prufa hann og var lukkulegur í honum en svo fórum við út á labba á fimmtudaginn í okkar venjulegu fjallgöngu bak við hábrekkuna og skoða rollurnar hans Palla og niður hjá hesthúsunum hans Gústa og finna þar hrossa ilminn voða hressandi, svo förum við niður á bryggju og svo upp hjá skólanum svo við förum hringinn í kringum Ólafsvík nánast á hverjum degi. Við komum svo við í kirkjunni og kíktum á mömmumorgna og hittum þar mömmur og hressa krakka voða stuð og prufaði Benóný göngugrind þar sem er miklu léttari en hans og þeyttist fram og aftur á henni. Á fimmtudagskvöld var svo litli kúturinn kominn með hita og voða slappur og lítill í sér en hann er orðinn hitalaus í dag karlgreyið. Við kíkjum svo á hverjum degi að gefa henni Dögg fyrir Maju í hádeginu, hún er nú búnað stækka vel og drekkur meira, en augun á henni eru svo skrítin að það er mikill hætta að hún verði blind greyið. Maggi var svo duglegur um daginn að hann skúraði og ryksugaði fyrir mig og tók svo bílinn sinn og minn og þreif þá hátt og lágt svo nú er lanserinn orðinn glanserinn he he. Það eru svo nýjar myndir í albúminu bæði af hvolpum og Benóný Ísak.
Kúturinn í baði.

Sætir strákar Olíver og Benóný.

Glanserinn skínandi hreinn eftir Magga.

Litla rangeygða dúllan hún Dögg.
Flettingar í dag: 265
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1606
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 667116
Samtals gestir: 45754
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 05:56:55

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar