Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

05.05.2010 09:50

Veðurblíða

Það var æðislegt veður í gær ég og Benóný skelltum okkur í langan göngutúr með Heiðrúnu og Söru. Við fórum svo inn í Mávahlíð að gefa og Hafrún og krakkarnir komu með. Það var sól og blíða og agalega heitt og fínt. Ég kom svo við inn í Bug, þar er sauðburður í fullum gangi og tók ég nokkrar myndir þar. Mikið er flott að taka myndir af rollunum þegar þær ganga svona úti þær eru svo miklu fallegri í ullinni og frísklegri að sjá. Jæja leið okkar lá svo bara heim og svo þegar Emil kom í land skellti ég mér á hestbak á Ask til að prófa hann því hann datt svo hrikalega með mig um daginn og ákváðum við því að setja hann á botna til að gá hvort hann myndi ekki hætta að hnjóta svona og allavega var hann fínn í gær svo vonandi lagast þetta.

Fönguleg kind hjá Óskari og Jóhönnu í Bug.

Rósa hans Emils 11 vetra farin að láta aðeins á sér sjá.
Flettingar í dag: 1359
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1606
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 668210
Samtals gestir: 45755
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 14:14:13

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar