Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

20.07.2010 00:48

Heyskapur og Benóný Ísak 11 mánaða

Það er búið að vera allveg yndislegt veður hjá okkur og heyskapurinn gekk allveg ljómandi vel og byrjaði hann á þriðjudegi og lauk á sunnudegi. Benóný fékk náttúrulega að vera í vagninum á rúntinum og prufa að sitja í traktornum og svo inn í bústað hjá Maju inn á milli í sólbaði og í heitapottinum algjör lúxus. Það er svo gaman að segja frá því að eitt kvöldið náði Donna að læsa sig inn í bíl og við komumst ekki inn og var reynt mikið að láta hana opna því læsingin er milli sætana og hún hafði stigið ofan á hana og læst. Eftir margar tilraunir gáfumst við upp og Maggi kom með aukalykillinn og opnaði fyrir okkur og var það mikill léttir. Í dag vorum við inn í sveit í allann dag að vaða í vaðlinum og svo í sólbaði hjá Maju í bústaðnum svo var grillað þorsk hnakka og skötusel og borðað með bestu lyst enda snilldar kokkur þar að leik hann Ólafur Sigmarsson. Um kvöldið fórum við svo í fjöruferð niður að Hellu og prufuðum að veiða en fengum ekkert en veðrið var allveg yndislegt og bara gaman að vera til og vera úti í náttúrunni.

Með mömmu í heyskapnum.

Kara að labba inn á Hellu.

Montinn með pabba í traktornum.
Flettingar í dag: 949
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 145
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 666194
Samtals gestir: 45712
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 17:34:52

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar