Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

05.09.2010 11:31

Rollurúntur

Jæja það fer nú að styttast í uppáhaldstímann hjá flestum bændum og er spenningurinn alltaf að magnast. Allavega hjá mér því það er orðinn vani eiginlega að fara næstum rúnt á hverjum degi meðan Benóný sefur og kíkja á rollurnar og skoða. Ég fór einmitt um daginn og náði þá nokkrum myndum af lömbum inn í Höfða og svo er voða gaman að rúnta fram hjá Hömrum hjá Bárði því þar er svo mikið komið inn. Það er svo skondið að segja frá því að það fæddist gimbur í vor undan Skrautu sem var eins og móbotnótt yrjótt einhver ólitur og kölluðum við hana Ösku en það hefur nú ræst úr henni því hún er orðin bara gul sem er miklu skárra en hún var. Svölugrána er svo með myndarleg lömb undan Svart sem ég fékk lánaðan hjá Hreinn og er hann Kveik sonur. Það er svo nóg að gera hjá Bóa með hænurnar og er hann að byggja svaka hæsnakofa ekkert smá flott heit og fórum við þangað um daginn og var hann þá með hanan Bóaling inni en Benóný var nývakanaður og leist ekkert á hann fékk bara hroll þegar hann kom við hann he he. Mér til mikillar vonsvikni þá er hún Aríel tvæfættlan mín með 2 lömb undan Vafa sem Eiríkur lánaði mér og einu lömbin sem ég fæ undan honum búnað tapa öðru lambinu því hún er bara með gimbrina en ekki hrútinn sem ég var að vona kæmi vel út til rækturnar en svona vill þetta oft verða ef maður er með væntingar um eitthvað ákveðið.
Regína Golsudóttir tvæfættla með gimbur.

Hrútur og gimbur undan Svölugránu og Svart kveik syni.

Virka falleg að sjá að aftann.

Hérna er svo hann Bólingur hani með Perlu.Flettingar í dag: 837
Gestir í dag: 242
Flettingar í gær: 914
Gestir í gær: 223
Samtals flettingar: 1892679
Samtals gestir: 249714
Tölur uppfærðar: 19.9.2020 17:56:22

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar