Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

12.09.2010 10:19

Hæsnakofinn hjá Freyju og Bóa og lambaskoðun hjá Bárði og Eiríki.

Það er sko búið að vera nóg að gera hjá Bóa við að byggja nýja hæsnakofann og er hann núna tilbúinn. Hann er allveg hreint snilldar smiður hann Bói og er kofinn allveg 5 stjörnu lúxus hótel fyrir hænurnar.

Hér má sjá lúxus hótelið hjá Freyju og Bóa.

Ég og Emil tókum svo rúnt inn í Grundafjörð og var Bárður búnað reka inn. Við fórum náttúrulega og skoðuðum hjá honum og var það mjög gaman maður er orðinn svo spenntur að bíða eftir að fara sækja féið og reka inn og skoða en það verður ekki fyrr en á næstu helgi hjá okkur. Það var mikið af fallegum sæðingum hjá Bárði, sérstaklega botnóttur hrútur og bíldóttur undan Grábotna þeir voru afskaplega þéttir og fallegir. Það er svo merkilegt að segja frá því að það var keyrt á sæðing hjá Bárði í vor. Bárður tók hann heim og spelkaði hann og náði hann að lagast því næst var honum keyrt inn í Hólm og hann settur út í eyju. Þessi hrútur var kominn til Bárðar í gær og leit bar mjög vel út og Dóra fór að skoða hann og gat hún engan veginn fundið að hann hafi nokkuð brotnað svo það hefur allveg gróið að fullu alger snilld. Ferð okkar var svo heitið til Eiríks og Hreins. Þeir voru að reka inn líka og var þar líka mikið af fallegum lömbum en þótti mér einn hrútur bera mikið af og ein gimbur þau voru svo svakalega þétt að aftann allveg boltar. Það var svo skoðað og þukklað og Óttar kom líka til þeirra að skoða.

Botni og Bíldótti hrúturinn undan Grábotna hjá Bárði.

Dóra með sæðinginn sem brotnaði og náði sér allveg.

Hjá Eiríki feikna fallegur hrútur.

Séður aftann frá allveg bolti.
Flettingar í dag: 1401
Gestir í dag: 376
Flettingar í gær: 557
Gestir í gær: 152
Samtals flettingar: 1857061
Samtals gestir: 240813
Tölur uppfærðar: 12.8.2020 09:04:57

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar