Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

26.09.2010 17:17

Réttir í Ólafsvík 25 sept.

Það var haldið til fjalla 8 um laugardags morguninn og voru veðurguðirnir aldeilis ekki með okkur í huga því það var svoleis eins og hellt væri úr fötu og hávaða rok. Það hafðist þó að komast upp og þrauka þennan erfiða dag en þurftum við síðan aðeins að bíða eftir efri mönnunum koma niður og varð manni þá heldur kalt og með dofnar hendur og fætur en allt gekk þó eftir og komust menn með slatta af kindum niður og í réttirnar. Ég kláraði mig allveg á einni skjátu sem ætlaði ekki að gefa sig og ætlaði að hlaupa aftur til baka og hljóp ég úr mér allt þol til að ná henni en þá kom Örvar Marteins mér til bjargar og loks náðum við henni til að fara rétta leið en það var ekki búið þegar hún var allveg að komast heim tók hún straujið niður að sjó og þar fangaði Emil og Snorri hana. Lömbin voru þó eftir og urðum við að reyna ná þeim og hafðist það fyrir rest líka. Örvar náði hrútnum og Emil stökk á gimbrina þessu var svo hent inn í bíl hjá Marteini og keyrt heim og það skondna við þetta allt saman var að þetta er rolla frá Marteini sem hann er búnað vera hitta hjá fjárhúsunum og gefa brauð úr lóga en oft er það nú svona að þær spökustu eru verstar í rekstri. Það beið svo heit kjötsúpa fyrir smalamennina fjárhúsunum hjá þeim Sigga,Óla og Brynjari og var það vel þegið eftir kaldan og votan dag. Klukkan 2 var svo höfðinginn sjálfur hann Hinrik Pálsson mættur til að klippa á borðann og vigja nýju réttina og var það fjallakóngurinn hann Guðmundur sem fór með smá ræðu og tileinkaði Hinna réttina og gaf réttinni nafnið Hinnarétt og svo afhenti hann Hinna klippurnar sem voru ekki skæri heldur ullarklippur og reisti Hinni þær á loft og fór með stutta ræðu og klippti svo og var því fagnað með lófaklappi. Því næst var svo féið rekið inn og hófst þar með réttirnar og sorteringin. Fjöldi af fólki var mættur til að vera viðstatt þrátt fyrir þessa þvílíku veðráttu sem við fengum grenjandi rigning og rok en Ólsarar létu það ekki á sig fá og gölluðu sig eftir því.

Hér er Hinrik að klippa á borðann og er ákaft fagnað.

Hér má sjá féið sem ég er í því að reka inn í girðingu en það fer jafn óðum út en við fundum þó að þær eru að fara út við endann á girðingunni sem er út í vaðall þar er svo grunnt.

Vonsku veður var í dag og blasti þetta við okkur hjá fjárhúsunum hans Gumma og hringdum við í hann og létum hann vita.

Hún lá svona þétt upp við hurðina og þorðu þeir ekki öðru en að draga hana niður.

Hurðin var nú ótrúlega lítið skemmd og slapp bara vel.

Hér er svo kerran komin í heilu lagi niður og óskemmd.
Flettingar í dag: 892
Gestir í dag: 243
Flettingar í gær: 914
Gestir í gær: 223
Samtals flettingar: 1892734
Samtals gestir: 249715
Tölur uppfærðar: 19.9.2020 19:03:30

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar