Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

14.09.2011 09:37

Fljótstungurétt og Benóný byrjar í leikskólanum.

Góðan daginn emoticon það er sól í dag úti þrátt fyrir að það sé nú bara 6 stiga hiti og rok og kuldi svo það er sannarlega orðið haustlegt á að líta. Það er áætlað að smala um helgina svo það er bara að vona að veðrið haldist skykkanlega. Við brugðum okkur í Fljótstungurétt seinustu helgi og var  þar mikið fé rekið inn ég hef bara aldrei farið í svona stórar réttir áður og var mjög flott að sjá þetta efst upp í dal var þessi gríðalega stóri hópur sem kom svo niður hlíðina og niður í rétt og ætlaði hópurinn aldrei að taka enda. Sagt er að þetta séu 4 þús til 6 þús kindur. Það versta var að Benóný var veikur svo við gátum lítið staldrað við úti nema því aðeins til að taka myndir af því það var nístings kuldi og rok. Ég náði þó nokkuð af myndum og eru þær inn í myndaalbúminu.

Hér eru rollurnar komnar inn í þessa fallegu rétt.

Og hér er restin að týnast niður og tók það dágóðan tíma að sjá allan þennan skara koma niður til réttarinnar.

Náði loksins að mynda sæðinginn minn undan Borða og lýst mér bara vel á hann í fjarska og er ég búnað binda miklar vonir við hann svo nú er bara að bíða og vona.

Svolítið skondin mynd en hér sést aftan á Borða soninn en það er víst ekki alltaf að marka að sjá það en mér finnst voða gaman að pæla í því úr því að ég er ekki en þá búnað læra þessa þukkl tækni heldur fæ ég bara álit hjá Bárði.

Hér er svo stóri leikskóla strákurinn okkar sem neitar allveg að borða á leikskólanum allveg agalegur þetta er 3 vikan hans sem hann kemur glorsoltinn heim því hann neitar að borða.

Embla Marína stækkar með hverjum deginum og fékk að naga gulrót í fyrsta sinn um daginn og var mjög lukkuleg.

Bói og Perla í réttunum.

Karítas með kanínu stofninn sinn og Benóný allveg sjúkur í þær og Donna voða forvitin.
Það var sleppt kanínum út á Hellissandi og eru þær út um allt lausar og tókst Köru og vinum hennar að ná nokkrum og eru með þær í bílskúrnum hjá Karítas.

Benóný var aldeilis búin á því eftir leikskólan í gær og steinsofnaði í sófanum ofan á Olíver emoticon ekkert smá fyndið þetta hefur aldrei skeð að hann hafi sofnað svona sjálfur. Svo komst Olíver ekki burtu og var að reyna að komast undan svo Emil lyfti Benóný aðeins upp svo hann kæmist he he.
Flettingar í dag: 161
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 306
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 1751094
Samtals gestir: 233589
Tölur uppfærðar: 2.6.2020 12:28:34

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar