Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

07.11.2011 10:46

Hver þarf á líkamsrækt að halda þegar smölun er annars vegar !

Þeir komust í hörku líkamsrækt yfir helgina þeir Sigurður Gylfason Tungu og Þórarinn (Bói) þegar þeir fóru að ná rollum sem við vorum búnað sjá í hlíðinni fyrir neðan Fögruhlíð. Þær voru komnar niður í vikunni þegar það fór að snjóa svo mikið upp í fjalli.

 Þetta byrjaði bara rólega með því að Siggi fór upp og Bói fylgdist með niðri á bílnum og svo kom ég líka á bílnum mínum og þá ákvað Bói að halda upp í hlíð til að koma á móti Sigga. 

Þá hófst ballið því ég sá að rollurnar sem Siggi var með fóru til baka upp að Rauðskriðumeli svo ég gaf í og náði að komast fyrir þær í gryfjunni og þá kom Siggi niður líka og náðum við að reka þær niður á veg og á meðan þurfti Bói að bíða þangað til Siggi kæmist upp aftur til að ná í hinar.

En það gekk ekki betur en það að við vorum allveg að koma með þær inn að Mávahlíðarafleggjara þá tóku þær að strauja til baka aftur og aftur og svo bættist Óli á Mýrum í leikinn en þær ætluðu sér ekki inn.


Hér er Siggi komin með þær að afleggjaranum.

 Þær fóru svo niður að Tröð og þeir á eftir og Siggi Arnfjörð var svo á rúntinum og slóst hann með í eltingarleikinn og Bói sá í hvað stemmdi og kom niður. Ég fór svo og náði í kerruna og var þeim þá búnað takast að handsama þær í skurðinum og halda þeim í gömlu rústunum af fjárhúsunm hans Kalla í Tröð.



Það kom svo í ljós að þetta voru allt saman kindur frá Óla á Mýrum svo það er gott að vera búnað ná þeim. Hann missti þær í leitunum og hefur ekki heimt þær síðan svo það voru lömb í þessu líka meira segja sæðishrútur undan Frosta.


Óli og Siggi ætluðu að ná þessu lambi en það lét sér ekki segjast og tók á sundsprett í vaðlinum og fór svo inn á tún inn í Mávahlíð.

Það voru svo fleiri rollur sem urðu eftir í hlíðinni og stuggðust þær við lætin í okkur niðri og héldu upp í fjall aftur en það var ákveðið að reyna við þær aftur á morgun.

Dagur 2 í ræktinni emoticon

Jæja þeir héldu aftur af stað að ná í restina sem varð eftir og voru þær komnar fyrir ofan rauðskriðumelið og hófst mikill eltingarleikur hjá þeim allveg niður að Tungu og svo var grá rolla frá Friðgeiri á Knörr sem var fyrir ofan bústaðinn hjá Maju og tók hún strikið niður og yfir allar girðingar og allt saman.

 Það var svo lambið með henni sem fékk sér sundsprettinn í gær svo það þurfti ekki að vera að elta það inn í túni. Þetta voru sem sagt rollur frá Knörr,Gaul og Óla á Mýrum.

Þetta hafðist svo allt að lokum, þeir náðu að stökkva á þetta allt saman og færa upp í kerru,já það vantar ekki dugnaðinn í þessa rösku smalamenn.


Hérna er verið að henda  upp á kerru.


Bói með eina frá Friðgeiri á Knörr.

Jæja þá var þessum líkamsræktar degi lokið og þá beið þeirra heitt kaffi og meðlæti hjá Gerðu.


Gaularinn var svo loksins mætt á svæðið svo Heiða getur verið glöð að hún sé komin og var hún með 2 lömb.

Siggi og Bói eru svo á fullu að gera klárt fyrir okkur áður en við förum að taka rollurnar inn. Þeir eru að reisa upp stoðir undir grindunum og skipta út efni sem er orðið lélegt.


Ein krúsídúllu mynd af henni Emblu Marínu í flotta kjólnum sem Hafdís frænka tvíburasystir mömmu var að hekla á hana.


Sæti stríðniskúturinn minn Benóný Ísak og Embla Marína. Við erum bara þrjú í koti núna og ég orðin grasekkja því Emil er farinn austur á Breiðdalsvík að róa með Þórsnesinu og verður það fram að jólum en kemur vonandi einhverja helgi í frí heim en ég er svo heppin að hafa Karítas frænku hjá mér fram á fimmtudag en þá koma Maja og Óli heim þau eru búnað vera í Florída í viku. Það eru svo fullt af myndum af smöluninni og krökkunum í myndaalbúminu svo endilega kíkið á það.

Kveð að sinni emoticon




Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 1174
Gestir í gær: 117
Samtals flettingar: 705913
Samtals gestir: 46635
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 06:51:34

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar