Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

18.11.2011 11:43

Gimbrarnar hjá Óttari upp á Kjalveg.


Þessi heitir Dóra og er undan Morgun og Báru.

Þessi heitir Skeifa og er undan Klett og Krumpu.

Þessi er undan Tirtu og Klett og heitir Tirta ,mamma hennar dó í sumar.

Þetta er hin systirin undan Tirtu og Klett.

Þessi heitir Sending og er undan Eldingu og Klett.

Þessi heitir Stygg og er undan Borða og Lummu.

Þessi heitir Skrúð og keypti Óttar hana á Fáskrúðarbakka og er hún undan Sokka.

Þessi heitir Dimmalimm og er undan Dimmu og Morgun.

Þessi er þrílembingur undan Klett.

Þá eru allar gimbrarnar hans komnar og er þetta feikilega fallegur og vænn hópur og voru þær allar með 30 í ómv og yfir og 18-18,5 í læri. Það er ekki hægt að fá það betra.


Varð að setja þessa líka þær systur stilltu sér svo vel upp fyrir mig og sjáið sérstaklega þessa hægra megin hvað hún stendur gleytt og flott. Þær eru undan Klett. Það er svo fullt af myndum af heimsókn minni hjá Óttari inn í albúminu svo endilega skoðið.

En nú er komið að hrútunum hjá Óttari.

Hérna er hann Morgun 09-395 sem er undan Dag 08-392 og Drottningu 06-009.

Hérna er svo Klettur 10-397 undan Kveik 05-965 og Lummu 07-023.

Hér eru þeir saman ekkert smá bollangir og vel gerðir hrútar hjá honum Óttari. Það eru svo einnig fleiri myndir af þeim í albúmi. 

Jæja það er nú alltaf eitthvað spennandi að gerast í sauðfjárræktinni því nú er fundur á Breiðabliki um sæðishrútana en ég sá mér ekki fært að fara vegna barnanna minna en ég hlusta þá bara á hann á netinu eða fæ fréttir hjá Gumma eða Bárði um hann. Ég er núna sveitt af valkvíða hvernig ég á að raða hrútunum mínum á rollurnar, já það er bara vesen að setja svona marga hrúta á og vera með 3 fullorðna en það er þá bara meira úr að velja og svo á eftir að ákveða hvort maður eigi að sæða þegar að því kemur hverjar verða að ganga fyrstu vikuna í des.
Flettingar í dag: 1004
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 2447
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 710388
Samtals gestir: 46894
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 10:27:03

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar