Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

03.04.2012 11:38

Á rollu flandri á ýmsum stöðum.

Jæja nú er ég búnað vera á rollu flandri á ýmsum stöðum hjá rollu bændum hér í nágrenninu og byrjaði á því að fara til Stebba og Heimirs í Ólafsvík og síðan til Bárðar á Hömrum og því næst aftur inn í Ólafsvík til Gumma og Marteins. Það sem stóð upp úr var algjörlega breytingin á flekkótta hrútnum hjá Bárði sem er án efa búnað taka rosalegum frammförum og bæta heilmikið við lærin og svo er eins og það hafi verið teygt á honum því svo langur er hann orðinn. 

Emil er svo loksins kominn heim eftir 4 vikna útilegu og hef því loks tíma til að blogga almennilega og óþreytt núna í staðinn fyrir að vera að gera þetta seint á kvöldin þegar börnin eru sofnuð emoticon

Við sprautuðum fyrstu sprautuna bæði hjá sæðisrollunum og hinum um daginn og er núna um páskana kominn tími á seinni sprautuna hjá sæðisrollunum. 
Þetta er allt að verða svo spennandi þegar þessi skemmtilegi tími er framm undan.

Hjá Gumma og Óla er þetta allveg að fara bresta á því hrúturinn hefur sloppið í eitthverjar fyrr en átti að vera og eru þær allveg að fara bera en þeir vita ekki nákvæma dagsettningu svo þeir eru bara öllum stundum í fjárhúsunum he he.

Það var farið í mikla fjárræktarferð seinustu helgi en ég komst ekki í þá ferð svo ég fór bara í stutta ferð á eigin vegum um nágrennið. En hann Svanur í Dalsmynni fór í ferðina og tók flottar myndir og bloggaði svo endilega kíkið á snilldar bloggið hans hér Dalsmynni.123.is en hér kemur svo bloggið mitt emoticon


Hér eru fjárhúsin hjá Stebba í Ólafsík fyrsti viðkomu staður í ferð minni.

Þessar eru hjá Stebba og er þessi golsótta undan Rambó golsótta hrútnum okkar og sú gula er undan Mola.

Hér eru hrútarnir hjá Heimi og Stebba sá flekkótti er undan Topp frá okkur og svo er þetta hann Heisi frá Snorra .

Hér má sjá feikileg lærahold á honum Heisa og mikla fyllingu.

Þá erum við komin á Hamra til Bárðar og hér er hann Freyr með svakalegu lærin sín og ekkert smá stór orðinn og svo er hrúturinn hans Óttars sem er líka með svakaleg læri en ekki eins feitur að sjá. Já þeir fá sko alleg nóg að borða þessir.

Hér sést svo vel lengdin á honum það er eins og það hafi verið teygt úr honum. Mig minni allavega að hann hafi ekki verið svona langur í haust en svo getur það vel verið en allavega þá hefur hann tekið allveg rosalega vel við sér og er þetta örugglega komandi sigurvegari í mislitaflokknum í haust til að viðhalda titlinum hjá Bárði he he.

Svakalega þroskamiklir og holdfylltir gemlingarnir hjá Bárði.

Hér erum við svo komin aftur inn í Ólafsvík og hér er andastofninn hans Óla.

Hér erum við hjá Gumma og er þessi gemlingur allveg að fara bera hjá honum eins og sjá má á júgrinu á honum.

Hér er fjárhúsið og hlaðan hjá Marteini í Ólafsvík.

Hérna eru fjallmyndalegar skjátur sem eru í dekri hjá Marteini en önnur þessi gráflekkótta er frá Gumma og sú mórauða frá Marteini.

Þessi fallega kisa á heima í fjárhúsunum hjá Marteini og er allveg einstaklega ljúf og góð og tók vel á móti okkur þegar hún fékk smá klapp og klór.

Hérna er hrúturinn hans Marteins sem hann keypti af Jensínu og Andrési. Afskaplega fallegur og vel í holdum enda fær hann allveg fyrsta flokks dekur hjá Marteini.

Þær eru stórar og fallegar hjá honum og vel í holdum og  eru 5 þrílembdar hjá honum.

Auðvitað varð svo minn maður að fá að fara aðeins í traktorinn okkar.

Jæja þá er þetta upptalið hjá mér og er svo fullt af myndum hér af þessu öllu saman.

Embla átti afmæli um daginn og fékk hún afmælisgjafir á afmælisdaginn en enga veislu því við ætlum að halda hana við fyrsta tækifæri fyrst Emil er kominn í frí. Ég skellti inn smá myndum af þeim á afmælisdaginn hennar og smá myndum úr afmæli Nonna Sig sem var 30 ára 30 mars og Irma hélt honum svakalega flotta afmælisveislu í klifi svo endilega kíkið á það hér.
Flettingar í dag: 1750
Gestir í dag: 72
Flettingar í gær: 2965
Gestir í gær: 83
Samtals flettingar: 1832713
Samtals gestir: 235996
Tölur uppfærðar: 6.7.2020 17:45:48

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar