Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

08.08.2012 01:10

Smá hestaferð og fleira.

Jæja það er búið að vera ósköp rólegt hér yfir blogginu hjá mér enda búið að vera nóg að gera. Emil er búnað vera róa frá Bolungavík og ég er búnað vera heima með krakkana en vera dugleg að fara á hestbak bæði inn í Fögruhlíð á gömlu klárana og svo með Freyju og Bóa inn í Bug. Ég fór líka með hestamannafélaginu í kringum Kirkjufellið á honum Grána og var það rosalega gaman.

Verslunarhelgin hjá okkur var bara róleg við fórum í bæinn og vorum í eina nótt og kíktum rúnt inn í Hveragerði næsta dag en ákváðum svo að fara heim um kvöldið. Við fórum svo daginn eftir inn í Stykkishólm með fændfólki okkar og kíktum á kaffi hús og fórum í sund.

Á mánudaginn fórum við síðan í reiðtúr með Bóa frá Görðum að Búðum fjörurnar og var það rosalega gaman. Freyja og Bói fóru á hestunum á föstudaginn yfir heiðina og út að Görðum og voru þar í tjaldvagninum sínum yfir helgina og tók Freyja svo bílinn og vagninn  og við fórum á bak með Bóa á mánudeginum.

Ég hef ekki náð nógu góðum myndum af rollunum en þó eitthvað en var með fleiri sem ég hef óvart misst út úr myndavélinni svo ekki verður mikið gagn af þeim en það er eittthvað smá innlit inn í mynda albúminu ásamt öðrum myndum hér.


Við að koma upp á Búðum.

Þessi mynd væri allveg snilld ef hún væri ekki svona hreyfð en þetta er Emil á Dröfn og með Frey í taum.

Bói á leið í útreiðartúrinn með okkur frá Görðum.



Flettingar í dag: 1141
Gestir í dag: 108
Flettingar í gær: 1259
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 708078
Samtals gestir: 46817
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 12:24:08

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar