Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

03.09.2012 15:27

Girðingarvinna,Gert klárt fyrir smölun og rollurnar.

Jæja allt búið að vera á fullu um helgina að reka niður staura ,strekkja net og negla og labba upp og niður brekkurnar. Það var girt um 800 metrar á laugardaginn og svo rest á sunnudaginn held að það hafi verið um kílómeter sem fór af neti og var þetta í kringum túnið í Tungu svo nú er orðið þessi fína rollugirðing tilbúin til að láta reka inn. Vandamálið verður hins vegar hvort þær rati út í Tungu því þær hafa alltaf verið reknar inn í Mávahlíð en girðingin þar er orðin svo léleg að ekkert helst þar inni svo er líka bara miklu betra að hafa þær þar sem þær eiga að vera og geta rekið þær inn í flottu fjárhúsin í Tungu. Svo allt er að verða reddý búið að moka undan og girða nú er bara að dúttla við að setja hlera á staurana við húsið og gera smá rétt þá verður þetta allveg glæsilegt.
Við smölum svo 15 sept og það verður stigað hjá okkur 20 sept.

Við fengum smá rigningu á okkur á laugardeginum en það stytti upp á milli svo beið okkar heitur matur í hádeginu og kaffi og kökur í kaffinu hjá Gerðu ekkert smá flott.

Hér eru Bói og Emil að negla.

Hér er svo Botnleðja með hrútana sína undan Topp.

Hér eru Mola og Snotru afkvæmi.

Önnur mynd af Topps sonunum og Botnleðju en þeir eru fallega bollangir enda er Botnleðja líka Grábotna dóttir svo þeir hafa lengdina í báðar ættir.

Gimbur undan Kríu og Storm.

Þessi er undan Frigg og Storm.

Litlu traktors ormarnir mínir sem eru farnir að slást um að fá að sitja í traktornum.
Jæja kæru vinir það eru svo fullt af myndum af þessu öllu saman hér.

Flettingar í dag: 1148
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 2447
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 710532
Samtals gestir: 46894
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 11:54:39

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar