Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

09.09.2012 12:08

Fundur,Móra kemur og Bárður rekur inn.

Það var haldinn fundur hjá Búa í Fákaseli í Grundarfirði núna um daginn. Þar var farið yfir það helsta sem er frammundan eins og Veturgömlusýninguna sem verður haldin að Mýrum 20 sept kl 5 að öllu óbreyttu. Það voru sett á félagsgjöld og ferðagjald svo það verður hægt að fara skipuleggja skemmtilegar ferðir.

Bárður lét af störfum sem formaður og var klappað vel fyrir honum fyrir vel unnin störf.
Ég var plötuð til að taka við sem nýr formaður og vonandi get ég staðið undir því en ég fór líka framm á að fá hjálp af meistaranum  honum Bárði og verður hann mér til aðstoðar.

Ég lagði framm tillögu að hafa Fegurðarsamkeppni gimbra og var tekið vel í það. Nú þarf bara að ákveða stað og stund og gera reglur um það.

Móra lét svo loksins sjá sig og birtist allt í einu inn í túni með mórauðu hrútana sína.

Hér er ein sem ég náði af þeim bræðrum svo Hannes spennan magnast að fara að stiga og sjá hvort annar þeirra sé ásettningshæfur.

Hér er einn fallegur undan Mollý og Brimil frá Maju.

Er svo hrifin af þessari frá Emil hún er undan Frigg og Storm Kveiksyni hún virkar allveg rosalega breið á framan og stendur svo fallega gleitt.

Hér eru hrútarnir hennar Mýslu eða sá flekkubotnótti er þrílembingur undan Dóru og Topp og villtist undir í sauðburðinum og gimbrin frá Mýslu fór undir aðra. Sá hvíti er undan Mýslu og Týr.

Bárður tók svo forskotið og rak inn í gær og auðvitað var okkur boðið að koma og kíkja.
Þar var góður hópur manna mættur eins og Eiríkur Helga, Hreinn , Óttar og svo ég og Emil og Gummi Ólafs kom með okkur.

Hér er tekinn forsmekkur á skoðunina og lýst mönnum vel á lömbin yfir heildina. 
Óttar og Eiríkur skoða hér. Það eru skemmtilegir tímar frammundan og spennan magnast.

Hér er einn fallegur Gosa sonur sem þeim leist svo vel á.

Jæja þetta verður rosalega gaman að fylgjast með stigun á þessum flottu lömbum og fara reka inn hjá okkur sem við gerum næstu helgi. Gæti jafnvel verið að við tökum eitthvað í vikunni sem er í kring um Tungu í túninu.
Það eru svo myndir af þessu öllu hér.
Flettingar í dag: 54
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1174
Gestir í gær: 117
Samtals flettingar: 705732
Samtals gestir: 46621
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 02:14:25

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar