Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

17.09.2012 22:07

Smalað Svartbakafell og rekið inn í Tungu.

Jæja þá er þessi dýrðardagur tekinn enda. Það gekk rosalega vel að smala og reka inn í Tungu þrátt fyrir að fénu hafi aldrei verið rekið þar inn það var bara eins og þær hefðu alltaf farið þangað. Það þurfti aðeins að passa þær fyrir ofan Tungu að þær færu ekki aftur upp en því var fljótt reddað enda nógur mannskapur að smala.

Hér runnu þær vel í áttina að Tungu fjárhúsunum.

Sumar fengu far með fyrsta farrými.

Hér er verið að reka inn í nýju réttina hjá Sigga og inn í fjárhús. Það er nú orðið þó nokkuð langt síðan að svona mikið af fé var rekið þar inn enda var líka mikið af ókunnugu í þessu líka sem var frá Friðgeiri á Knörr,Óla á Mýrum og Gaul.

Hér eru Freyja og Bói með litla graslambið hennar Birtu gemlings sem dó snemma í vor og auðvitað verður hún dekruð vel í vetur. Það er svo skondið að segja frá því að Aríel 
sem lét í vor og varð svo bara geld og ónýt tók lambið að sér og það fylgir henni allveg 
og hún jarmar eftir því eins og það sé bara hennar lamb ekkert smá fyndið.

Hér er verið að skoða hrútana hans Sigga undan Svört tvævettlu og Grábotna. Já það 
verður ofurspennandi að sjá hvor stigast betur. Þeir voru 63 og 64 kíló svo þarna er ekkert 
smá mjólkurbú á ferðinni.

Ég fann svo loksins Gosa soninn minn sem var búnað villast undan Rollunni og ég hélt
að hann væri glataður en sem betur fer var svo ekki. Þeim leist mjög vel á hann og verður gaman að sjá hvað kemur út úr stiguninni á honum.

Hér er Grábotnasonur, þrílembings gimbur á móti bildótta hrútnum undan Gosa og svartur hrútur undan gemling og Týr. Birgitta ef þér langar í þann flekkótta unda Grábotna þá er ég meira segja búnað gera hann spakan fyrir þig he he svo nú er bara vona að hann stigist vel. Hann er undan svarkápóttri kind svo hann ætti að gefa flotta liti hann vigtaði 61
kíló og gimbrin á móti 56 kíló svo Kápa er mjög mjólkurlagin enda undan Topp.
Það eru svo fullt af myndum hér af smöluninni og kindunum.

Við fengum allt fé af fjalli nema einn hrút og ég var búnað telja hann af en þá til allra hamingju hringdi Anna Dóra á Bergi og sagði okkur að hann væri hjá sér svo við sóttum 
hann í dag. Þannig að okkur vantar ekkert en Sigga vantaði eina gimbur.

Vigtin hjá okkur kom allveg frábærlega út. Þyngsta var 65 kíló og var það annar mórauði hrúturinn hennar Þrumu og undan Mugg hans Lalla. Léttast var 34 kíló lamb undan gemling sem bar 4 júní. Meðalvigtin af því sem við vigtuðum var 47,6 kíló.

Jæja ég byrjaði ekki starfið mitt vel sem formaður mér tókst að klúðra fyrstu auglýsingunni
sem ég gerði um Hrútasýningu veturgamla með því að gleyma að setja inn daginn og dagsetninguna heldur skrifaði bara kl hvað og hvar hún væri já maður er stundum einum og fljótfær á sér og ég var meira segja búnað dreifa á alla staði og engin tók eftir neinu það var ekki fyrr en ég fór til hennar Jensínu að hún tók eftir þessu og þakka ég henni allveg kærlega fyrir það svo ég gat leiðrétt þá sem eftir voru og bætt deginum við og hringt í hina til að láta vita. Ég bið því félaga Búa að fyrirgefa mér þessi mistök en annars er líka auglýsing um sýninguna inn á Búa vefnum.

Ég minni því á að Hrútasýning veturgamla verður á Mýrum kl 5 FIMMTUDAGINN 20 SEPT
Segjum þetta gott í bili ég er orðin allt of spennt fyrir stiguninni á fimmtudaginn og sýningunni og öllu saman þess vegna verður maður allveg kolruglaður he he.

Flettingar í dag: 384
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1606
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 667235
Samtals gestir: 45754
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 07:21:01

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar