Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

21.09.2012 21:50

Stigað hjá okkur og Hrútasýning veturgamla á Mýrum.

Þá er stundin runnin upp og spenningurinn búinn þetta árið. Já það er allveg ótrúlegt hvað maður bíður í mikilli eftirvæntingu eftir að fá dóma á lömbin þetta er allveg eins og maður sé orðin lítill krakki á ný að bíða eftir jólapökkunum.

Hrútasýningin á Mýrum var sama dag og það var stigað hjá okkur svo það var svolítið stress í gangi að enda að stiga hjá okkur og fara svo beint inn á Mýrum en það fór bara mjög vel. 
Steini frændi Emils gerði kjötsúpuna fyrir mig og Freyja og Jóhanna sáu um að koma henni inn að Mýrum og hita upp í henni. Bárður og Dóra sáu svo um að redda fyrir mig kaffinu og því sem var í kringum það svo þetta gekk bara allt saman ljómandi vel.


Hér er Anna Dóra með besta veturgamla hrútinn á Sýningunni 2012 undan Borða.
Ég bloggaði svo stiganirnar og hina verðlaunahafana inn á Búa síðunni og getið þið nálgast það með því að klikka hér.

Veturgömlu hrútarnir mínir komu svo bara mjög vel út nema að það gleymdist að setja Brimil í uppröðunina og jafnvel Storm miðað við stigun en það fór bara fram hjá Árna óvart og ég hafði ekki kjark í að spurja hvort hann ætti að vera því ég hélt að hann hefði ekki náð svo þegar ég fékk stiganirnar um efstu hrútana sagði hann við mig að hann hafi gleymt honum því hann hafi auðvitað átt að vera í uppröðuninni en hefði samt ekki náð í fyrstu 3 sætin.

Stormur Kveiksonurinn minn var sérstaklega skoðaður um munnin út af trönunni sem lambhrútur og var hún allveg horfin hann stigaðist svona 

Þungi 84 fótl 120 ómv 36 fita 6,1 og lögun 4

8 8,5 8,5 9 9 18 8 8 8,5 Alls 85,5 stig

Týr var barinn í vetur og er búnað vera ónýtur í fótunum síðan og liggur alltaf mjög mikið og var allur út míginn þegar við rákum hann inn svo ég verð örugglega að lóa honum hann er undan Mána og hann stigaðist svona

Þungi 79 fótl 122 ómv 32 fita 5,9 og lögun 4

8 8 9 8,5 8,5 17,5 7,5 8 8,5 Alls 83,5 stig.

Brimill er undan Borða og stigaðist svona

Þungi 110 fótl 120 ómv 37 fita 9,9 og lögun 4

8 8,5 9,5 9 9 18 8 8 8,5 Alls 86,5 stig.

Golíat sá kollótti er undan Boga og varð í 3 sæti í kollóttu hrútunum stigaðist svona

Þungi 101 fótl 124 ómv 34 fita 8,3 og 4 í lögun

8 8,5 9 9 8,5 17,5 8,5 8 9 Alls 86 stig.

Jæja þá er að segja frá stiguninni á lömbunum eruði tilbúin að heyra það he he.
Ég var ekki vongóð fyrst gimbrarnar byrjuðu ekki vel bakvöðvin var læðstur 24 og bættist svo upp í 34 mest en full margar voru með undir 30. 11 gimbrar af 40 voru með 30 og yfir.
8 af 40 voru með 18 í læri og ein með 18,5 svo þetta var ekki næstum eins góð útkoma eins og var í fyrra en ég er súper sátt við hana því allar gimbranar sem ég var að vona að kæmu vel út komu það og þá er bara líka auðveldara fyrir mig að setja ekki margar á og svo sel ég einhverjar og svo rest í sláturhús.

Hrútarnir byrjuðu líka illa það var svo lélegur ómv að ég ákvað að þeir sem næðu ekki 28 væru ekki stigaðir svo af 23 sem ég ætlaði að stiga voru 7 hentir frá og 16 í heildina stigaðir. 10 mislitir og 6 hvítir. 9 af 16 voru með 30 og yfir í ómv mest 33 en það var hæðst 36 í fyrra svo það er mun slakari vöðvi. 5 voru með 18 í læri og einn með 18,5. Svo gerðist þetta stórkostlega kraftaverk að ég fékk loksins 19 í læri á Gosa soninn minn gullhrútinn eins og ég er búnað kalla hann síðan hann fæddist og hann stendur undir því nafni og fékk hann 88 stig já og þá gat ég brosað allann hringinn og spáði ekkert meira í hinu sem var ekki nógu gott því nú er margra ára markmiði loksins náð he he.
Það var svo einn með 87,5 stig, einn 87, tveir með 86,5 og einn með 86 og einn með 85,5 og einn með 85 og þrír með 84,5 og svo neðar.

Ég set Gosa soninn á sjálf en er enn með valkvíða yfir að finna hvaða flekkótta hrút ég á að setja á því annar er botnuflekkóttur svakalega fallegur á litinn en er 84,5 stig og svo er annar sem er 85,5 og er gráflekkóttur ekkert svaka flottur litur en þetta eru báðir Topps synir svo það verður að greina á milli þeirra næst þegar ég rek inn.

Jæja ég kveð með bros á vör og minni á réttirnar á morgun inn í Ólafsvík og Hellissandi.
Það eru svo myndir inn í myndaalbúmi af stiguninni og hrútasýningunni.
Flettingar í dag: 820
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 145
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 666065
Samtals gestir: 45710
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 16:27:49

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar