Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

01.10.2012 09:20

Týri kveður

Jæja nú er búið að slátra heima það var gert á laugardaginn og kom Raggi hennar Hafdísar til okkar með mann með sér og svo var Eva með litla prinsinn sinn og Jói kom með líka. Meðalvigtin af þessum 9 lömbum sem við slátruðum heima var 22,5 kíló.
Þyngsta rollan hún Aríel mín vigtaði 56 kíló ekkert smá skrokkur úff algjör synd.

Það gekk allt saman vel Maja, Bói og Siggi voru líka en ég gerði ekki neitt bara var með krakkana heima og kíkti svo á þau þegar það var búið. Þau fóru svo í mat til Gerðu og var það allveg til fyrirmyndar eins og alltaf, hún er allveg yndisleg.


Týri heimlingurinn í Tungu sem Siggi og Gerða eru búnað hugsa svo vel um í allt sumar kvaddi okkur í gær og fór með bíl á Hvammstanga. Það verður skrýtið að koma og hafa engan til að taka á móti sér og hrekkja. Hann átti það til að vera svo óþekkur og manneygður dóninn sá. Hans verður sárt saknað. Hann er undan Týru og Týr.

Það voru góðar rollur sem kvöddu að sinni og verður það mikil eftirsjá. Þar má nefna að Hlussa fannst dauð rétt fyrir smalamennsku en hún var besta rollan mín en ég set gimbrina hennar á sem er undan Hriflon og vona ég að hún erfi góðu genin frá móður sinni. Aríel Hlussu dóttir er ónýt og var hún látin fara algjör synd enda ung kind. Nína hans Bóa er líka jafn gömul Aríel fæddar 2008 og var hún allveg búin í fótunum og eitthvað hefur skeð fyrir hana því hún var svo lúin. 

Aríel og Nína eru báðar Jökuls dætur svo það fer að verða lítið eftir af hans stofni. Hríma besta rollan hans Bóa kvaddi líka en hún fékk svo heiftalega júgurbólgu í haust.
Þúfa tvævettla frá Bóa sem var afburðar kind kom tvílembd sem gemlingur og skilaði hörku gimbur sem var Týra en hún lést í vor eftir keisara af tvílembingum en aðeins annar lifði og var það heimalingurinn hann Týri. 

Týra var með 18 í læri og 32 í ómv og hrúturinn á móti henni var líka með 18 í læri og 84,5 stig ekki amaleg lömb tvílembingar undan gemling svo það verður að halda í þetta kyn fyrst Þúfa er að fara en ég á móðir hennar sem heitir Drottning og kom hún með 2 gimbrar núna en ég seldi aðra og hin var ekki nógu vel stiguð svo það verður að velja góðan hrút á Drottningu næsta ár.

Gulbrá hans Bóa var líka látin fara en hún var orðin eitthvað fótalúin svo það verða miklar endurbætur hjá Bóa í ár hann setur 6 gimbrar á og verða þær sjö með litla graslambinu.


Hér eru Þúfa og Aríel í hinsta sinn. Aríel er rosalega falleg kind og mun ég sjá svakalega eftir henni.


Var næstum búnað gleyma Týr Mána syni, karl greyjinu en hann kvaddi líka. Hann var barinn svo heiftarlega í vetur og náði sér aldrei almennilega og lá afskaplega mikið í sumar og var allveg búinn í fótunum á aftan svo hann var látinn fara.

Sláturbílinn kom í gær og sótti 23 lömb hjá mér og 9 hjá Sigga svo nú er bara komin pása á þessa vertíð. Bárður tók hrútana fyrir mig sem ég set á til að fóðra þá inni með sínum hrútum sem hann er búnað taka inn og á ég eftir að fara og taka mynd af þeim og einnig gullmolunum hans Óttars þeir eru líka inni hjá Bárði. 

Við erum núna með lömbin sem Birgitta fær inni og hrútinn hans Sigga sem hann fékk hjá Óttari og litla graslambið hans Bóa og lömbin fyrir Gígí og einn hrút sem verður tekinn í dag og eru þau í góðu yfirlæti. 

Jæja kveð að sinni en fer fljótlega og tek myndir af hrútunum ;)


Flettingar í dag: 1176
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1606
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 668027
Samtals gestir: 45755
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 13:00:51

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar