Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

28.12.2012 10:30

Jólin 2012 og Útskrift hjá Steina frænda

Jæja þá er kerfið komið í lag og ég er búnað skella inn fullt af myndum af jólunum og útskriftinni hjá Þorsteini Erlingi frænda.

Biðin var rosalega lengi að líða hjá Benóný mínum eftir því að fá að opna pakkana en hann og Embla fengu óvænta heimsókn á aðfangadags hádegi og það voru jólasveinarnir með pakka sem þau fengu að opna þá.

Það gladdi þau rosalega mikið og var ekki hikað við að taka við pökkunum og opna þá.

Þorsteinn Erlingur Ólafsson orðinn stúdent. Innilega til hamingju Steini minn. 
Það var haldin veisla á Hótel Hellissandi rosalega fínt.

Maggi bróðir og Erla mættu vestur.

Við fjölskyldan á aðfangadag loksins sest við borð eftir mikinn eltingaleik að halda Benóný frá pökkunum og reyna elda og klára. Eins og ég sagði í fyrra bloggi komst hann í pakkana og varð allveg óður eftir það og vildi bara fara í pakkana og skildi náttúrulega ekkert í því að fá ekki að opna þá strax he he. 

Hann var róaður niður yfir matnum með því að gefa honum popp og engjaþykkni sem er varla frásögufærandi. Svakalegur jólamatur enda ekki séns að fá hann til að smakka jólamatinn. 

Emil komst ekki einu sinni í jólasturtuna sína svo mikið var fjörið hér á bæ en við gátum ekki annað en bara hlegið af þessu og hugsað já við erum með 3 börn núna til að hugsa um svo það verður að gefa sér aðeins meiri tíma en klukkutíma til að græja allt þvi við fórum inn í kirkjugarð á Brimisvöllum að kveikja á friðarkerti fyrir Steina frænda og Ragga frænda og ég náði engan veginn að kveikja á þeim það er alltaf svoddan rokrassgat þarna og Emil sagði einmitt við mig og þarna villt þú láta grafa þig he he í þessu rokrassgati. Þar af leiðandi vorum við ekki komin heim fyrr en 4 og þá áttum við eftir að græja allt nema kjötið var auðvitað að malla í pottinum.

Þetta var svo kapphlaup að ná að skrifa niður hver fékk hvaða pakka frá hverjum en þetta var samt bara mjög gaman og þau fengu fullt af flottum gjöfum. Við fórum svo í jólakaffi hjá Steina og Jóhönnu og skiptumst á að fara því litlu grallararnir okkar voru alveg búnir á því eftir daginn.

Embla stolt systir í jólaboði hjá Huldu ömmu sinni.

Þá er komið að því að segja frá rollunum. Það voru sæddar 3 fyrst og var bara ein sem hélt úr því. 12 des voru næstu sæddar og það eru 3 gengnar upp úr því og kemur meira í ljós með restina í dag hverjar ganga upp svo þetta er ekki gott útlit hjá mér og svo á ég líka eftir að skrá sæðingarnar var allveg búnað gleyma því svo ég vona að ég sé ekki allt of sein í því.

Hér er Brimill að sinna Heklu.

Það var tekinn rúntur til Óttars á annan í jólum og já það er mikið lagt á sig til að fá kynbætur he he.

Þegar við fórum og sóttum þær í gær var hávaða rok og endaði það með að Emil missti kerruna þegar hann ætlaði að setja hana aftan á bílinn og rann hún lengst út á tún hjá Óttari.

Jæja þá er hann kominn niður á bílnum til að festa kerruna og koma henni upp aftur.

Við erum búnað vera með bilinn hans Eggjarts vin Emils yfir jólin þvi hann er með tengdaforeldra sína yfir jólin og tengdamamma hans er á hækjum og komst ekki upp í jeppann. Það er reyndar búnað koma sér vel sérstaklega þegar snjórinn kom og svo er aðeins meira pláss fyrir krakkana aftur í og ég var allveg orðin á því að langa í jeppa en þegar við tókum olíu á hann þá breyttist það he he algjört brjálaði sérstaklega því ég keyri svo rosalega mikið að við myndum aldrei ráða við að eiga svona bíl miðað við hvað okkar bíll eyðir litlu.

Við erum búnað fara með 2 á Mýrum til Óla í hrút hjá Óla Tryggva kollóttann og svo fórum við með aðrar 2 í gær og svo er ferðinni heitið til Laugu og Eybergs næst með 2 kollóttar svo það er nóg að gera að keyra út rollur he he.

Það eru svo myndir af jólunum hér og myndir af rollu rúntinum til Óttars og fleiru hér.



Flettingar í dag: 272
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 112
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 712112
Samtals gestir: 47029
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 17:22:29

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar