Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

01.02.2013 11:37

Gimbrarnar í jan og heimsókn til Bárðar

Þær eru orðnar vel spakar hjá okkur gimbrarnar og er þessi í miklu uppáhaldi. 
Þetta er hún Eygló og er hún allveg svakalega skemmtilegur karakter eins og Frigg var í 
fyrra. Hún nagar mann allann og eltir mann þegar maður er að sópa og potar í mann með löppunni til að biðja um klapp he he. Annars eru allar hinar að koma til líka og eru 5 orðnar svona spakar líka og ég fæ varla frið til að sópa og þarf að ýta þeim frá mér.
Allveg yndislegar svona eiga þær að vera spakar og góðar.

Hér eru svo Gimbrarnar hjá Sigga í Tungu og eru þær líka allar orðnar spakar og er sú
mórauða skemmtilegasti karakterinn.

Hér er svo hún Silla litla sem fór til Bárðar í haust og leit hún þá svona út í okt 2012.

Hér er hún svo í dag og við hliðina á henni er tvævettla hjá bárði svo þið sjáið hvað hún er búnað stækka rosalega hún er allveg að ná hinum gimbrunum. Já hann Bárður getur verið stoltur af því hvað hún hefur fóðrast vel hjá honum og hann sem heldur að hún hafi ekki stækkað neitt. Svo hér sérðu hvað hún hefur stækkað he he.

Orðnir vel loðnir og stórir gemlingarnir hjá Bárði.

Þeir fá svo nóg af korni og fóðurbæti í bland svo þeir dafni vel og gera þeir það hjá Bárði og Dóru á Hömrum. Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi hér.

Jæja þetta verður ekki meira að sinni en ég er enn að velta fyrir mér hvort ég eigi að láta undan þrjóskunni og láta telja hjá mér he he.

Flettingar í dag: 1705
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 2089
Gestir í gær: 159
Samtals flettingar: 1824967
Samtals gestir: 235756
Tölur uppfærðar: 3.7.2020 20:06:12

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar