Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

19.05.2013 19:16

Sauðburður á fullu

Jæja loksins er sauðburðurinn að byrja fyrir alvöru hjá okkur og allt búið að ganga allveg rosalega vel eins og komið er. 

Sónarinn er samt aðeins að stríða okkur því það voru tvær sem voru sónaðar með 2 en komu bara með eitt ég er ekki allveg nógu ánægð með það því maður hefur alltaf heyrt hina útkomuna að það komi frekar fleiri en færri. Önnur þeirra er samt enn að skila frá sér hildunum svo það er möguleiki að það hafi verið tvö og hitt hafi drepist í henni. 

Ekki náðist að venja undir þá fyrstu sem átti að vera með 2 því ég beið og beið eftir seinna lambinu og áleit að hún væri bara löt að byrja á því en svo kom aldrei lamb. Enn eftir þetta ákváðum við að útiloka strax hvort ekki væri um annað lamb að ræða í þeim sem við töldum vera einlembulegar að sjá. Það kom að góðum notum því sú seinni sem átti að vera með tvö náðist að venja undir.

Í dag bar svo ein sem var sónuð með eitt og önnur hjá Maju sem annað var einhver ýldu drulla svo ég brást hratt við og hringdi í Bárð og hann kom með 2 lömb sem hann vildi losna við og þau voru vanin undir þær með því að dífa þeim ofan í vatn og maka þau upp úr legvatni þeirra og það gekk allt saman eftir og báðar tóku lömbin.

Læt þetta duga hér í bili af sauðburðasögu dagsins og ég er allveg í sólskins skapi því það er svo gaman þessa dagana en það mætti koma meira mislit hjá mér en það eru enn nokkrar eftir sem geta komið með fleira flekkótt handa mér.


Lambhrútarnir fengu að fara út um daginn og var kraftur í þeim.

Svaka tilhlaup hjá Kjöl og Brján.

Aðeins farið að grænka en mætti þó vera meira en þessi mynd var tekin í seinustu viku en nú er heldur farið að grænka meira.

Brimill Borða sonur fyrir horntöku.

Hér er svo Brimill eftir horntöku og Moli og Bjartur. Eins og sjá má er talsvert hvítt í Svartbakafellinu enn þá og ekki beint sumarlegt að sjá.

Smá ruglingur varð þegar Frigg bar hvítum hrút og gráum og Lotta var að bera um leið og áður en hún bar náði hún að stela gráa hrútnum og varð það til þess að Frigg vildi hann ekki aftur.

Lotta bar svo svartri gimbur og átti bara að vera með eitt samkvæmt sónun svo hún fékk bara að hafa gráa hrútinn áfram hjá sér. Skondið að hún skildi stela litaða lambinu en ekki hvíta lambinu.

Jæja það eru svo myndir af sauðburðinum og fleira með því að smella hér.


Fórum í göngútúr um daginn að sækja Benóný í afmæli og það var í fyrsta sinn sem hann fer einn í afmæli og fannst honum rosalega gaman og fórum við svo á leikvöllinn á eftir með hann og Emblu og fannst þeim það voða gaman. Það eru fleiri myndir af því með því að smella hér.

Fór í heimsókn nú á dögunum inn í Bug og tók þar myndir af forystu gimbrinni hjá Jóhönnu og Óskari sem er undan Jóakim sæðishrút og er hún allveg ekta forysta með svakalega langar lappir og mjóslegin og stór. 
Það eru svo fleiri myndir af sauðburði hjá þeim með því að smella hér.

Kveð að sinni Dísa
Flettingar í dag: 1461
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 145
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 666706
Samtals gestir: 45750
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 22:06:41

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar