Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

07.09.2013 01:22

Spennan magnast óðum


Hér er Snotra með 2 hrúta undan Blika. Spenningurinn er orðinn svakalegur hjá mér núna ég fer á hverjum degi á rúntinn nema það sé aftaka veður og ekki hægt að taka myndir né skoða. Ég er enn að bíða eftir henni Eldingu minni með hrútana sína undan Soffa sæðishrút ég fæ bara fiðring í magann um að hugsa um þá mig hlakkar það mikið til að fá að sjá hverning þeir eru orðnir. Annars eru alltaf einhverjar nýjar að sjást til viðbótar við það sem er í hlíðinni við Fögruhlíð og við Mávahlíð og svo áfram út úr Hellunni í átt að Búlandshöfðanum. Já það eru jólin að nálgast hjá okkur í sauðfjárræktinni emoticon
Þó er alltaf einhver kvíða hnútur líka emoticonum hverning allt kemur út og miklar eftirvæntingar um vel valda gripi.

Eygló gemlingur með 2 hrúta undan Brján. Hún er svo töff með svona hrúta í stíl við sig.

Gimbrin undan Aþenu og Soffa sæðishrút.

Litla Gul hans Sigga með gimbrina sína.

Svört hans Sigga með lömbin sin undan Brimil.

Bliki Gosa son.

Fallegur hrútur frá Gumma Óla undan Klett.

Frá Sigga undan Valbrá.

Gemlingarnir Dropa frá Sigga,Hrifla mín og hún á hrútinn fyrir aftann og Toppa hans Sigga.
Það eru svo fleiri rollu myndir með því að smella hér.


Krúttið okkar hún Freyja Naómí klappaði saman lófunum í fyrsta sinn í gær og svo getur
hún líka sýnt okkur hva hún er stór. Hún er farin að segja mama og baba algjör gullmoli þessi elska hún er líka orðin svo dugleg að reyna standa upp og færa sig á rassinum.

Mikill fögnuður þegar pabbi kom heim eftir langa útiveru á sjónum á Skagaströnd og ekki spillti fyrir að fá pakka líka he he.
Það eru svo fleiri myndir af okkur fjölskyldunni með því að smella hér.


Hænan hjá Freyju og Bóa í Varmalæk með ungana sína.

Að borða á pallinum hjá þeim.

Benóný svo góður við ungana.

Freyja að gefa þeim brauð með Bóa afa sínum.
Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu saman með þvi að smella hér.
Flettingar í dag: 865
Gestir í dag: 243
Flettingar í gær: 914
Gestir í gær: 223
Samtals flettingar: 1892707
Samtals gestir: 249715
Tölur uppfærðar: 19.9.2020 18:29:41

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar