Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

12.10.2013 14:03

Freyja Naómí 10 mánaða

Þessi fallega skvísa er 10 mánaða í dag. Hún er farin að skríða um allt og standa upp með öllu svo það styttist óðum í að maður þurfi að fara læsa öllu og setja í geymslu sem má ekki brotna he he.
Hún er rosalega glöð stelpa og góð. Það eru svo fleiri myndir af henni og fjölskyldunni hér.

Freyja bauð okkur í afmæliskaffi til sín um daginn og hér er sæta skvísan hún Freyja amma og Embla skvísa með eftirréttinn sem var jafn góður og hann er girnilegur ummm.


Flott þrílemba hjá Óttari með 164 kg samtals, sem er orðin fræg komin í bæjarblaðið Jökul og Skessuhornið. Frábær árangur hjá Óttari og flottar kindur. Ég er svo með fleiri myndir af henni og fleira með því að smella hér á albúmið.

Ég minni einnig á Héraðssýningu lambhrúta 2013 sem verður haldin á Hömrum Grundarfirði og má finna allar upplýsingar um hana hér inn á 123.is/bui 

Já sæll ég er allveg að gleyma segja ykkur frá sláturmatinu mínu. Ég setti 33 lömb í sláturhús og má segja að það séu slökustu lömbin sem eftir voru því ég setti þau vænstu á og svo var líka selt einhver líflömb.

Meðalþyngd var 19,97 Gerð 10 og fita 8,4

Hjá Sigga í Tungu voru 11 lömb og það var einnig sett það besta á og eitthvað selt til lífs.
Hann fékk allveg glæsilega útkomu og hljóðaði hún svona :

Meðalþyngd 19,9 Gerð 11,6 og fita 8,2
Flettingar í dag: 651
Gestir í dag: 140
Flettingar í gær: 468
Gestir í gær: 100
Samtals flettingar: 1849809
Samtals gestir: 239523
Tölur uppfærðar: 5.8.2020 12:55:40

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar