Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

06.04.2015 10:53

Gleðilega páska

Kæru vinir við óskum ykkur Gleðilegra páska og vona að þið hafið haft það gott.
Það er nú orðið mjög langt síðan ég hef bloggað en það er bara búið að vera
rosalega mikið að gera. Emil hefur verið að róa frá Grindavík og ég ein með 
börnin plús það að ég tók að mér afleysingar á leikskólanum á Hellissandi svo
dagurinn hjá mér dugar varla fyrir allt sem ég þarf að komast yfir.
Ég fer í vinnu kl 9 og með krakkana svo klára ég að vinna korter í 3 og sæki
börnin og því næst eru þau í pössun meðan ég hef farið inn í Tungu að gefa kindunum.
Því næst er klukkan orðin um 5 og þá þurfa börnin sína athygli og heimilsstörfin
þar líka eftir. Kvöldmatur og svæfa og svo ætla ég að reyna hafa smá tíma fyrir mig 
en er þá allveg búin með orkuna og fer bara að sofa.

En þetta er bara gaman ég þrífst vel í því að hafa nóg að gera emoticon
Þangað til ég spring he he.

Það eru skemmtilegir tímar framundan það styttist í sauðburð og svo höfum við
ákveðið að gifta okkur í sumar 27 júní. Svo það er eins gott að fara setjast niður
og plana það allt saman. Við ætlum að vera úti inn í Mávahlíð ef veður leyfir en annars
í kirkjunni á Brimisvöllum.

Núna á stuttum tíma er búið að vera mikið í gangi. 
Við höfum farið í jarðaför hjá pabba hans Emils sem var búnað vera veikur 
í 2 vikur á spítala.
Skírn hjá Alexsander Ísar sem er sonur Steinars og Unnar og svo verður
brúðkaup hjá okkur í sumar svo við erum að fara upplifa allar útgáfur af kirkjuathöfnum.
Mikil sorg og svo bara mikil gleði og hamingja eftir það. Ótrúlegt hvað lífið er fullt af
uppákomum og gengur í hringi.

Gullmolarnir okkar kátir með páskaeggin sín sem þau fundu með aðstoð okkar.
Það má svo sjá fleiri myndir af páskunum hér.

Fjör á Öskudaginn Freyja Hello kitty. Embla Anna prinsessa og Benóný spiderman.

Hér er Embla búnað fá Elsu búningin sinn sem kom daginn eftir öskudag.
Ég pantaði þá báða af Aliexpress og þeir eru æðislegir og smell passa.

Stuð að renna inn í Mávhlíð. Það eru svo fleiri myndir af öskudeginum og börnunum hér
inn í albúmi

Skírnin hjá Alexsander Ísar. Hér eru Steinar og Unnur með gullmolana sína Alexsander
og Birgittu Emý. Það eru fleiri myndir af skírninni hér inn í albúmi.

Emil var þrítugur 1 apríl og við fórum með Steinari, Unni, Magga, Erlu
Dagbjörtu og Kjartani út að borða á Argentínu á Skírdag.
Það var rosalega gott að borða og gaman við enduðum svo kvöldið
í keilu í Egilshöll og þar var aðeins tekið á því og allir orðnir vel mjúkir
og hressir framm á kvöld.

Hér eru öll systkini Emils samankomin í jarðaförinni hjá pabba hans.
Steinar Darri yngstur svo Emil Freyr, Dagbjört Hlín, Marinó Ingi og Jóhann Arnór.
Það eru svo fleiri myndir af því hérna inni.

Svo kemur að alvörunni he he Rollunum. Það var klaufsnyrting um daginn og hér er 
Emil og Bói með nýja tækni við eina litla he he.

Búið að rýja gemlingana og rollurnar seinni rúning og við skildum eftir á rassgatinu og
undir kviðnum því það er búið að vera svo kalt .

Stórir og þroskamiklir gemlingarnir hjá Sigga í Tungu. Hann skildi eftir á rassgatinu
strax en við bara í seinni rúning og finnst mér það koma miklu betur út hjá honum að 
skilja strax eftir þeir loðna miklu betur og hafa þroskast meira finnst mér.

Lambhrútarnir okkar frá Sigga þessi við jötuna hann er þrílembingur undan Garra 
sem heitir Korri svo er Tvinni þrílembingur undan Saum. Undan Guffa sem heitir Marel
Fróði sem er undan Stera keyptur frá Heydalsá hjá Ragnari.

Stóru jálkarnir Kjölur undan Klett í eigu Sigga og svo Bliki Gosa son í eigu okkar.

Glaumur hans Sigga sem er undan Draum sem var undan Topp okkar.

Flottir litir á gemlingunum hjá Bárði og Dóru.
Það eru svo fleiri myndir af rollunum okkar og hjá Bárði og Dóru hér inni.

Nú styttist óðum í sauðburð fyrsta á tal 27 apríl og ég vinn á leikskólanum fram að 
helginni fyrir það svo það verður fljótt að líða. Það þarf líka að huga að því núna strax
eftir páska að halda Félagsfund hjá Búa fjárræktarfélaginu svo ég þarf að fara 
keyra það í gang. Það fer líka að koma að seinni sprautu hjá gemlingunum og að 
sprauta allar rollurnar. Ég lofa að það kemur svo mjög fljótlega annað rollu blogg og
fundarblogg :) heyrumst hress 

Flettingar í dag: 255
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 1259
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 707192
Samtals gestir: 46726
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 03:47:44

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar