Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

04.08.2015 01:37

Elsku Steini okkar kvaddi

Það er mér með sorg í hjarta að segja frá því að hann Steini okkar hefur kvatt okkur úr 
þessum heimi. Hann var frændi hans Emils sem bjó á móti okkur með systir sinni 
Jóhönnu. Þau eru okkur rosalega náin. Steini greindist með krabbamein í mars minnir mig
og tók það að herja á hann mjög hratt. Hans hinsta ósk var að hann myndi ná brúðkaupinu
okkar og tókst honum það ætlunarverk sitt og meira til og stóð sig eins og hetja.

Við erum enn í sjokki og meðtekur maður ekki allveg að hann sé farinn. 
Hann var daglegur gestur hjá mér mörgum sinnum á dag og ef mig vantaði einhvað
var alltaf hægt að hóa í hann því það var allt ekkert mál. Seinustu mánuði sem hann
var orðinn frekar máttfarinn hafði hann gaman af því að elda alltaf í hádeginu og 
bjóða mér að borða með sér til að fá félagsskap já svona var Steini alltaf að hugsa
um aðra og gera öðrum greiða, allveg gull af manni.

Það er erfitt að horfa yfir götuna og sjá hann ekki í dyragættinni á svölunum því þar sat
hann jafnan alltaf og leit yfir hvort einhvað líf væri vaknað hér snemma morguns til að koma og fá sér morgun kaffi og dekra við börnin.

Börnin okkar eiga erfitt með að meðtaka þetta og segja enn við ætlum að fara yfir til 
Steina og Jóhönnu sem auðvitað er bara eðlilegt í þeirra augum.

Benóný og Steini áttu rosalega sterkt band saman og á Benóný erfitt með að átta sig á 
þessu og spyr og spyr ótal spurninga um dauðann enda búnað kynnast honum allt
of mikið svona ungur af aldri. 

Hann veit að Steini frændi minn er dáinn svo dó pabbi minn
og Raggi frændi bróðir þeirra og þetta þurfti að útskýra fyrir honum því hann mundi 
eftir Leif afa sínum og Ragga frá því að þeir voru á Dvalarheimilinu og eins Dagmar 
ömmu Emils. Pabbi Emils dó svo á þessu ári og Gerða í Tungu árið áður svo þetta
hefur verið ansi mikil afföll hjá okkur á stuttum tíma.

Við munum sakna Steina óendalega mikið og það verður mikið skarð sem hann 
skilur eftir sig og verður aldrei fyllt aftur. Hann var tekinn allt of fljótt frá okkur
en hér kemur smá minningar til heiðurs honum og blessuð sé minning hans
um aldur og ævi. Við erum svo þakklát fyrir hvað við fengum að njóta nærveru hans
í gegnum árin.

Hér eru þeir vinirnir saman í sumarbústað í Húsafelli Benóný og Steini.

Í sveitinni hjá Freyju og Bóa.

Í fjöruferð með mér og börnunum um vorið. Mig langaði svo út með krakkana og gat
ekki farið ein með þau öll og Emil var á sjónum og auðvitað bauðst Steini til að koma
með mér svo ég kæmist aðeins út í góða veðrið.

Svo gaman hjá þeim í fjörunni inn í Bug. Steini með Emblu og Benóný.

Með eðal traktorinn sem honum þótti svo vænt um. Hann dekraði svo við hann og
gerði hann upp og málaði . Hann var svo stoltur þennan dag þegar hann var næstum
tilbúinn og svo var hann geymdur inn í upphituðum bílskúr en bílinn var geymdur úti.

Ungur að aldri með Emil að keppa. Þeir áttu sigursælan feril saman í mótum í 
hestamennsku og fóru á fjórðungsmót og landsmót og gerðu góðu hluti.
Emil og Steini voru eins og feðgar svo sterk voru bönd þeirra enda bjó Emil hjá þeim
Jóhönnu í nokkur ár. Emil á fullt af bikurum og verðlaunapeningum frá þeirra tíma og
príða þeir stofuskápana hjá okkur. Steini og Jóhanna áttu mjög flotta og vel gerða hesta.

Flettingar í dag: 15
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 643
Gestir í gær: 87
Samtals flettingar: 704519
Samtals gestir: 46501
Tölur uppfærðar: 17.4.2024 00:32:41

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar