Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

30.12.2015 11:36

Fengitími

Þetta er hann Korri Garra sonur hans Sigga í Tungu. Hann nota ég sem leitar hrút og 
skelli á hann poka svo ég missi hann ekki í einhverja sem hann má ekki fara á því ég
ræð ekki alltaf við þessa stóru hrúta . Þó stór sé er hann allveg rosalega góður við mig
og labbar hlið mér eins og hundur og veit allveg nákvæmlega hvað er í vændum.

Ég fékk lánaðan Móra hans Eiríks Helgasonar á mórauðu kindurnar mínar og þær sem
gætu erft mórauð gen. Hann fékk allveg 8 skvísur og ég er allveg súper spennt yfir að 
bíða eftir vorinu og sjá litina. Þær hafa allar haldið með honum því það er komið yfir
þann tíma sem þær fengu. Takk kærlega fyrir lánið Eiríkur þetta verður svo spennó.

Mugison Soffa sonur fékk bara tvær í ár Mirröndu forrystu og Möggu Lóu sem er lamb
undan Eik sem er móbotnótt. Óli á Mýrum fékk hann svo lánaðan á nokkrar hjá sér.

Marel veturgamal fékk ekki margar í ár en gætu orðið fleiri ef gengur upp úr sæðingunum.
Hann er búnað fá 3 .

Hér er svo gullið okkar hann Tvinni sem átti að fara í afkvæmarannsókn á Hjarðafelli
en hann fór ekkert greyjið því hann fótbrotnaði eða sleit liðband. 
Við prófuðum hann á eina kind og hún hefur haldið.
En hann var ekki notaður meira en það.



Hér er Tvinni Saum sonur við kíktum á hann milli hátíða því þá áttum við að taka gifsið
af honum og þá kom í ljós að brotið hefur verið upp í bóg á honum því löppin dinglar til
og frá og það er farið að grafa illilega í henni. Brotið hefur sennilega verið þarna fyrir 
ofan eða brákað og farið svo á endanum allveg í sundur við gifsið. 
Það er því mér með sorg í hjarta að segja ykkur frá því að við þurftum að láta hann 
fara yfir móðuna miklu allveg ömurlegt. Mér þótti svo endalaust vænt um hann og var
loksins búnað eignast topp hrút sem fyllti allar kröfur um að fara í afkvæmarannsókn 
og ég var svo í skýjunum með allt í haust hvað allt gekk vel hrútur undan honum fékk 
Farandsskjöldinn fagra og Tvinni kom svo vel út að Jón Viðar bað mig um að lána
hann í afkvæmarannsókn og ég var allveg þvílíkt upp með mér að fá þann heiður.

En svo dundi ógæfan yfir hjá okkur Bliki Gosa sonur veiktist og féll frá. 
Lambhrútur hjá Sigga undan Jóker sæðishrút fékk stein í typpið og var dæmdur
dauðvona svo honum var lógað. Siggi gaf Friðgeiri á Knörr hrútinn sinn undan 
Klett hann Kjöl og hann drapst hjá Friðgeiri úr lungnabólgu. 

Svo þessi flotta hrúta stía sem við vorum með fulla af hrútum í haust hafði
 tapað tölunni hratt á skömmum tíma. 
Við vorum einmitt búnað vera fíflast með það að það væri verið
að safna hrútum hér á bæ en sem betur fer settum við á lambhrúta undan Blika og
Tvinna úr því að Tvinni er núna úr sögunni líka. Honum var lógað 3 í jólum.

Nú er bara biðja og vona að þeir verði föðurbetrungar eða allavega jafn góðir
og feður þeirra voru. Blessuð sé minnig þessara flottu gripa.emoticon


Lambhrútarnir verða vel notaðir og fá þessir hvítu Mávur 11 kindur og Ísak skjaldhafinn
hefur fengið 18 og þær geta orðið fleiri ef sæðingarnar klikka. Skari kollótti fékk allar 
kollóttu eða 9 stykki nema 2 sem voru sæddar með Krapa. Zorró sá flekkótti fékk svo
8 kindur . Drjóli lambhrútur hjá Sigga er búnað fá 4 en gætu orðið fleiri ef gengur upp
úr sæðinu. Korri leitarhrúturinn minn hann er búnað fá 6 kindur.





Ég sæddi 17 kindur . Notaði Kornilíus,Kölska,Vetur,Kalda,Börk og Krapa.
svo af suðurlandinu tók ég Saum og Grím.
Af fyrsta deginum var engin sem hélt með Kornilíus en ein hélt með Kölska.
Tvær af þeim sem fengu með Grím hafa gengið upp eins og komið er.
En þetta kemur allt í ljós á næstu dögum hvað heldur.

Það eru fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 70
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1174
Gestir í gær: 117
Samtals flettingar: 705748
Samtals gestir: 46621
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 02:35:28

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar