Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

04.02.2017 13:58

Nýtt ár loksins blogg

Gleðilegt ár kæru vinir veit þetta kemur full seint það er að segja að það er liðinn
heill mánuður af þessu ári og febrúar genginn í garð.

Sætu börnin okkar á Gamlárskvöldi.

Við áttum gott Gamlárskvöld með Freyju og Bóa, Huldu mömmu minni og Sigga í Tungu.
Svo komu fleiri til okkar þegar skotið var upp þá kom Maja systir og fjölskylda hennar og 
Jóhanna frænka Emils en hún var að vinna hluta af kvöldinu.

Kindurnar alveg elska krakkana þegar þau koma með mér í húsin og króa þau af til að
fá klapp og athygli.

Nú er fengitími auðvitað búinn og tók ég það saman hversu margar ær fóru í hvern hrút.

18 hrútar voru notaðir með sæðinga hrútum.

Malli sæðishrútur 2 ær

Tinni sæðishrútur 1 á

Bekri sæðishrútur 2 ær

Vinur sæðishrútur 2 ær

Borkó sæðishrútur 2 ær

Burkni sæðishrútur 3 ær

Heimahrútar voru 10 og 2 frá Bárði og Dóru Hömrum.

Partur Klettssonur frá Bárði 3 ær

Flekkur lambhrútur frá Bergi frá Bárði 6 ær

Einbúi lambhrútur undan Ísak 2 ær

Ísak Tvinna sonur 7 ær

Korri Garra sonur frá Sigga 7 ær

Zorró Glaum sonur 8 ær

Mávur Blika sonur 11 ær

Móri lambhrútur frá Sigga 5 ær

Glámur lambhrútur undan Saum frá Sigga 4 ær

Askur lambhrútur undan Kalda sæðishrút 10 ær

Kaldnasi kollóttur frá Hraunhálsi sem ég keyti 5 ær

Grettir lambhrútur undan Máv og Svört frá Sigga 7 ær 

Þá er þetta upptalið við byrjuðum að hleypa rólega til 13 des en það var mest að gera
í kringum 20 des. Seinasta sem gekk upp fékk 18 jan leiðinlega seint en hún fékk með 
Flekk hans Bárðar en hann veiktist eitthvað hefur verið barinn og hefur verið kominn
með hita eða eitthvað svo þess vegna gekk hún upp.

Það var síðan ein ær sem fékk með Part af þessum þrem sem var steindauð einn
morguninn sem ég kom upp í fjárhús. Þá hefði hún orðið afvelta á grindunum
ferlega fúlt þetta er auðvitað mikil kind sem heitir Brimkló og ætlaði ég mér
mikla gullmola undan henni og Part en það verður ekki mögulegt.

Brimkló var fædd 2013


Þau ár sem hún hefur lifað hefur hún ætið verið tvílembd og sem gemlingur líka.
5 lömb hafa verið seld og eitt slátrað og núna í vor fórst risa stór gimbur hjá henni í 
burði sem ég sá mikið eftir en hrúturinn sem hún skilaði í haust var seldur og var
87 stig. Brimkló var undan Blika Gosa syni og Hyrnu. Hyrna er undan Snævari og Hrímu.
Fyrir svona rollu nörda eins og mig finnst mér gaman að rekja ættirnar svo ég ætla
að fara aðeins aftar og segja ykkur að Hríma var svo undan Abel frá sæðingastöð og
rollu frá pabba úr Mávahlíð sem hét Sakka 4 og var undan Læk frá sæðingastöð.
En allavega þá mun ég sjá mikið eftir þessari kind því það er alveg búið að sanna sig
hjá mér að þessar Blika dætur sem ég á eru allar að skila þrusu gerð og frjósemin
er líka góð en ég fór auðvitað mjög sparlega í að nota Blika á sínum tíma út af ófrjósemi
Gosa en sem betur fer veðjaði ég á rétt og hef ekki orðið var við þessa ófrjósemi í 
framræktun á Blika dætrum.

Eins og ég var búnað segja áður frá þá fékk ég þessi dásemdar rúmföt í jólagjöf og hér
eru þau komin á rúmið ásamt hrútapúðanum og ég er alveg í skýjunum með þetta.

Hér eru svo stelpurnar okkar með gemlingunum sem eru svo gæfir. Þessi mynd var 
tekin í kringum áramótin.

Benóný duglegur að hjálpa þegar hann fær verkefni í fjárhúsunum.

Mávahlíðin í sínu fegursta í janúar það er alveg ótrúlegt hvað við erum búnað fá milt
og gott veður þessa hörðu vetramánuði þó svo að það komi smá kaldi inn á milli.

Sætu okkar á þrettándanum að fara sníkja gott í gogginn og kveðja jólin.
Það eru svo myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi.


Það er bara búið að vera heil mikið í gangi hjá mér því ég var í Þorrablótsnefnd og 
það kostaði mikinn tíma og æfingar öll kvöld fram að blóti sem var svo 28 janúar.

Hér er verið að æfa eitt af atriðunum sem komu framm en það var Löggugildrur.
Sem sagt tvær skvísur sem komu hér til Ólafsvíkur í lögguna og gengu báðar út til
pilta sem búa hér í Ólafsvík og því fylgdi ákveðin saga sem gaman var að krydda aðeins.

Viffi var flottur sem Bubbi Morthens. Bubbi átti nefnilega að vera þessa helgi í 
Frystiklefanum en hætt var við vegna Þorrablótsins og hann færður yfir á næstu helgi
og við sáum fyrir okkur spaugilegt atriði að láta hann mæta og svo kom Dóra sem er 
veislustjórinn og rak hann út.

Fiskmarkaðstríð hefur verið viðloðandi hér í Ólafsvík og auðvitað var nýtt að gera grín
af því á spaugilegan hátt.

Ránið sem var framið í apótekinu var tekið fyrir og var allt með léttum og spaugilegum
hætti enda var það hræðileg upplifun í raunveruleikanum.

Það hefur verið mikið að gera á fasteignamarkaðinum og það var mjög fyndið að það
var einskonar kveðja sem þurfti að fara af stað þegar fjögur hús voru í sölu milli 
ákveðna aðila og þurfi einn að rýma húsið svo hinn gæti flutt inn og koll af kolli.

Ég, Arna og Hrefna vorum settar í skreytingarnar og við skreyttum með lopapeysum.

Ég fór með hrútshausinn minn og svo voru myndir af hrútunu mínum þessir þrír 
rassar þarna þar er Herkúles í miðjunni svo er Lækur og Nagli.

Veisluborðið sá ég um að skreyta og gerði svolítið mikið sauðalegt he he og fékk
rollu hauskúpu hjá Bárði og Dóru sem ég setti á grjót og límdi svo berjalyng sem ég
hafði týnt um haustið með fallegum rauðum lit. Siðan var bein af kjamma.

Þetta var svo í hinn endann steinahjón sem ég á og hrútshorn frá Bárði og Dóru Hömrum.

Dóra Kr vínkona mín og snillingur var veislustjóri og kynnir ásamt Ingu Leikskólasrjóra sem var formaður þorrablótsnefndarinnar og stóðu þær sig alveg frábærlega og var 
hlegið mikið og skemmt sér.

Þetta var algerlega út fyrir þægindarammann minn því ég er frekar feimin og stressuð
í kringum mikið af fólki. Mig langaði til að komast yfir það og því hellti ég mér út í 
að fara í þetta. Þetta gekk alveg framar vonum og var góð reynsla og ég kynnist frábæru
fólki og fyrst og fremst var þetta alveg rosalega gaman. Það var mjög mikið stress og 
kvíði fyrir general sýningunni og svo auðvitað Þorrablótinu sjálfu. Ég hélt hreinlega
að ég væri að springa en það gekk allt saman upp og við rúlluðum því og allt gekk 
alveg 100 prósent. Auðvitað var það samvinnan hjá öllum og skipulag hjá Nefndinni
og leikstjóra sem fékk þetta allt saman til að ganga svona vel upp. Þetta var líka bara
alveg rosalega skemmtileg upplifun og frábær hópur og við skemmtum okkur svo vel.
Jæja það eru svo fleiri myndir af Þorrablótinu hér inn í albúmi.

Svo fer næsti spenningur alveg að fara ganga í garð en það er fósturskoðunin hjá 
rollunum ég get varla beðið eftir að fá að kíkja í pakkann þetta er alveg jafn ef ekki
meira spennandi fyrir mér eins og jólin emoticon

Kveð að sinni kæru vinir 
Flettingar í dag: 509
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 487
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 712836
Samtals gestir: 47059
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 11:24:52

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar