Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

17.08.2017 22:57

Ferðalag til Akureyrar um verslunarmannahelgina

Við fórum norður um verslunarmannahelgina og létum drauminn hans Benónýs loks verða að
veruleika að fá að fara í nýju rennibrautirnar á Akureyri. Hann er búnað bíða síðan hann sá á 
netinu teikningarnar og fylgjast svo með framkvæmdunum frá byrjun svo þetta var rosalega
mikilvægt fyrir hann að fá loksins að upplifa að sjá þær og prófa. 
Við fyrstu sýn ætlaði hann ekki að þora að fara í stóru háu klósett rennibrautina því að horfa niður í hana var ógnvæginlegt og gríðalega bratt en eftir smá tilsögn frá okkur að hann yrði að
prófa hana því annars ætti hann efitr að sjá eftir því lét hann sig hafa það.
Hann var skelfingu lostin og hræddur þegar hann kom niður og hjartað hans hamaðist en 
brosið og hamingjan fyllti allt og hann sagði vá þetta var æði ég ætla að fara aftur he he .
Við Emil prófuðum líka að fara í hana með stelpunum og ég var skít hrædd en hún var 
æðislega skemmtileg og við fórum nokkrar ferðir með þeim og Benóný ég var hætt að ná
tölu hvað hann fór oft í hana he he.
Hér er svo djásnið Rennibrautin á Akureyri.
Í Kjarnaskóg.
Þessi rennibraut er alltaf jafn vinsæl í Kjarnaskógi.
Flott saman Emil og Embla.
Embla að klifra.
Benóný að klifra.
Skemmtilegt tré .
Benóný að spreyta sig á fleka hlaupi.
Mega gaman og svo yndislegt veður.
Embla Marína.
Donna var gáfuð að spreyta sig á göngubrúnni.
Freyja Naómí.
Benóný Ísak í heitri sturtu svo kósý.
Þetta var alveg paradís fyrir krakkana að vera þarna á tjaldstæðinu á Hömrum það er fyrir
ofan Kjarnaskóg.
Sundlaugin i Þelamörk er æðisleg sundlaug.
Það var kíkt á sundlaugina á Ólafsfirði og auðvitað skellt sér í rennibrautirnar þar.
Við fórum líka í sundlaugina í Hrafnagili og Þelamörk. Okkur var svo boðið í mat hjá
vinum okkar Birgittu og Þórði á Mörðuvöllum það er líka staður sem við komum alltaf í
heimsókn þegar leið okkar liggur norður og það er alltaf jafn yndislega tekið á móti 
okkur og svo gaman að hitta þau enda erum við öll með sama áhugamálið sem er rollur og
það er spjallað um þær og svo allt milli himins og jarðar.
Mörðuvellir hjá Birgittu og Þórði. Svo fallegur staður.
Jólahúsið er alger skylda að heimsækja þegar maður kemur norður.
Stokköndin er svo falleg og hún var svo spök við krakkana þarna á tjaldstæðinu.
Þetta er alltaf jafn gaman. 
Kaffi kú er líka alltaf jafn gaman að koma og Embla fer ekki norður án þess að heimta að
fara þangað enda yndislegt kaffihús.
Emil að klappa þeim.
Embla í essinu sínu með þessa fallegu kú.
Kósý að spila í hjólhýsinu.
Við ákváðum að fara í gegnum Sauðárkrók og hittum þar Gunna Sunnu frænda hans 
Emils og Ragnheiði konu hans en þau reka sjoppu á Sauðárkróki. Við fórum svo yfir
og áfram á Skagaströnd og þar fékk Benóný að sjá sundlaugina þar en við létum duga að
taka bara mynd af henni. Síðan lá leið okkar á Blöndós og þar fórum við í heimsókn til
Arons og Stínu en þau eru ný búnað kaupa sér hús þar. Eftir góðan kaffi stopp hjá þeim
lá leið okkar heim aftur.
Hér er svo hjólhýsið okkar í fullri mynd og það er alveg yndislegt að vera í því.

Jæja það eru svo fleiri myndir af ferðalaginu okkar hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 224
Gestir í dag: 78
Flettingar í gær: 221
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 1717985
Samtals gestir: 229730
Tölur uppfærðar: 9.4.2020 23:48:29

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar