Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

03.01.2018 09:11

Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna

Kæru vinir við óskum ykkur Gleðilegt nýtt ár og þökkum fyrir það liðna. Með ósk um að þið
eigið í vændum æðislegt og spennandi nýtt ár. Mig langar til að gera smá upprifjun á árinu
sem var að líða hjá okkur fjölskyldunni.

Af sauðfjárræktinni 2017 þá var frjósemin mjög góð og það var fósturtalið í febrúar og þá 
fengum við okkar fyrstu fjórlembu en það höfum við aldrei fengið áður.

Ég rakst svo á gamlar blaðageinar frá lífinu í Mávahlíðinni í gegnum smölun veiði og fleira og það var mjög gaman að sjá það og þið getið séð það blogg hér með þvi að smella hér.

Í endaðan janúar fór ég út fyrir þægindarammann og tók þátt í Þorrablóts nefndinni og lék
í Þorrablótinu í Ólafsvík og það var rosalega skemmtileg upplifun enda var þetta mjög
skemmtilegur hópur og maður kynntist fólki sem maður þekkti ekki áður.

Í mars varð Embla Marína okkar 6 ára og fékk hesta hjálm og beisli í afmælisgjöf og í 
framhaldi af því fór hún svo á reiðnámskeið.


Í apríl gerðist langþráður draumur að veruleika að fara loksins í smá sveitaferð að vetri til
og heimsækja Ágúst bróðir og Írisi konu hans og dóttir Dalíu Sif á Felli á Breiðdalsvík
og í leið okkar þangað stoppuðum við í eina nótt hjá góðvinum okkar Birgittu og Þórði 
á Möðruvöllum og þar fékk ég annan draum uppfylltan að fá að sjá kindurnar hennar að 
vetri til það var alveg æðislegt.
Hér er mynd af Emblu og Dalíu með geiturnar á Felli.
Heimsóknin okkar til Birgittu og Þórðar var alveg æðisleg og þau svo gestrisinn að hýsa
okkur eina nótt sem var mjög dýrmætur og skemmtilegur tími.
Benóný fékk ósk sína uppfyllta að fara í sundlaugina á Höfn á Hornafirði svo hann getur
strokað hana út af listanum sínum.
Embla lærði að hjóla og Benóný líka.

Sauðburður hófst svo í Maí og gekk mjög vel og þetta var frekar mikið gimbra ár og loksins
fékk ég nokkrar mórauðar gimbrar.

Embla útskrifaðist af leikskólanum.

Við keyptum okkur hjólhýsi sem var alveg óvænt og skemmtilegt.
Fórum fyrstu útileguna í Reykjavík og það byrjaði frekar brösulega það fauk önnur topp
lúgan af svo við þurftum að fjárfesta í nýrri en svo tók við bara mjög skemmtilegt sumar
og við fórum fyrstu almennilegu útileguna með góðu vinafólki okkar á Hvammstanga og 
það var rosalega gaman svo tók við Varmaland með fjölskyldunni hans Emils bróðir hans
og fjölskyldu og mömmu hans Freyju og Bóa.
Við fórum svo á Akureyri um versunarmannahelgina og áttum frábæran tíma þar og svo 
fórum við á Apavatn með bróðir Emils honum Jóhanni og fjölskyldu og Freyja og Bói 
komu líka þangað og Benóný átti afmæli í þeirri útilegu og varð 8 ára.
Hjólhýsið okkar.
Benóný fékk aðra ósk uppfyllta að fara loksins í nýju rennibrautina á Akureyri og það
var langþráður draumur enda var hann búnað fylgjast með henni frá því að teikningar komu
að rennibrautinni.
Krakkarnir fengu ógleymanlegar minningar þetta sumar og frábært veður á Akureyri á 
flotta tjaldstæðinu í Kjarnaskógi.
Útilega á Apavatni.
Önnur sundlaug sem hægt er að strika út af listanum hjá Benóný en það var sundlaugin
á Borg og hann ætlaði ekki að vilja fara í hana en svo þegar við fengum hann til að fara
fannst honum hún æðisleg.
Kakan hans Benóný þegar hann var 8 ára 19 ágúst og auðvitað varð það rennibrautakaka.
Embla Marína byrjaði í skólanum og hér eru þau að fara saman fyrsta skóladaginn.
Í september var smalað og það gekk vel fyrir sig nema ég held að ég hafi aldrei 
fengið eins góða þjálfun því ég fór upp á Búlandshöfða alls 4 sinnum og niður aftur og
undir hann að leita af Móru og hennar gengi og þá kom í ljós að hún bæði stakk mig af
og svo var hún í felum og ég labbaði fram hjá henni. En þetta var bara gaman og plús
fyrir mig að komast í gott form.
Við fengum bikar fyrir besta veturgamla mislita hrútinn í ár 2017.
Fyrir Ask sem er undan Kalda sæðishrút og Brælu sem er undan Bekra sæðishrút.
Hér er svo Emil með bikarinn fyrir besta kollótta veturgamla 2017.
Hann er undan Magna sæðishrút og við keyptum hann af Laugu og Eybergi sem lambhrút.
Héraðssýning lambhrúta var haldin á Hömrum hjá Bárði og Dóru og þau fengu
Farandsskjöldinn fyrir besta hrútinn á sýningunni alveg glæsilegt hjá þeim.
Þetta var mjög skemmtileg sýning við vorum með bleikt þema og lambahappdrætti sem
var mjög góð þátttaka í og allir skemmtu sér mjög vel.
Ásettningurinn okkar var rosalega flottur í ár enda ætlaði ég að fækka og gerði það við 
lóguðum slatta rollum en svo voru bara svo fallegar gimbrar sem ég gat ekki staðist að
setja á. Við fengum tvær með 19 í læri og mesti ómvöðvinn var 37.
Setjum tvo lambhrúta á einn undan Máv sem er 88,5 stig og svo undan Ísak sem er 86 stig.
Mávur okkar var svo tekinn á sæðingarstöðina í haust og var þar langþráður draumur
og afrek að veruleika að koma hrút inn á sæðingarstöð. Við fengum svo þær gleðifréttir
að hann varð vinsælasti hrúturinn á stöðinni ár og var mest notaður.
Freyja Naómí varð 5 ára 12 desember og hér er hún og Bjarki frændi hennar að halda
5 ára afmælin sín saman.
Aðfangadagur var frábær með fjölskyldunni.
Áramótin voru líka æðisleg með fjölskyldunni og gaman að koma allir saman.
Fengitíminn gekk vel. Bói hætti með okkur í rollunum í haust og við tókum við hans
rollum svo það var aðeins meiri vinna í fengitímanum í ár enda munar um hans vinnu
hann er svo rosalega drífandi og duglegur en hann var þó ekki alveg laus við fáum að 
hóa í hann ef okkur vantar he he og enda hefur hann bara gaman af því.

Fengitíminn gekk samt mjög vel og ég komst fljótt upp á lagið að fara með þessi ferlíki og
leiða þá á réttar kindur. Jóhanna sem er með okkur í húsum lenti í þeim leiðindum að hún
er að vinna í fiskiðjunni Bylgjunni og henni var sagt upp í byrjun desember og það hefur
ekki verið nein vinna hjá henni og ég naut góðs af því og gat tekið hana með mér í 
fjárhúsin allann desember til að aðstoða mig við sæðingarnar og tilhleypingarnar.

Ég sæddi 31 ær.

6 fyrir Sigga í Tungu og þær héldu allar.
2 fyrir Jóhönnu og þær héldu.
23 fyrir mig og 18 héldu.
Samkvæmt þessu eigum við að fá lömb úr öllum hrútunum sem ég notaði.

Siggi fær úr Bjart, Móra, Klett og Berg.

Jóhanna fær úr Móra og Berg.

Við Emil fáum úr Móra, Klett, Gutta, Bjart, Dranga og Tvist.

Af þessu sem gekk upp voru tvær sem ég sæddi bara að ganni ég var nánast viss um að
þær gengu upp því þær voru byrjaðar að blæsma snemma um morguninn fyrir daginn 
sem ég sæddi. 2 gengu upp sem fengu með Dranga og svo voru hinar 3 sem gengu upp
fengu með Bjarti. Ég er annars bara mjög ánægð hvað þetta er stórt hlutfall sem heldur.

Jæja nú er komið í ljós hversu marga hrúta ég notaði og hversu margar ær hver fékk.

Alls notuðum við Emil á okkar kindur 23 hrúta með sæðishrútunum.


Gutti sæðishrútur fékk 3 ær

Móri sæðishrútur fékk 3 ær hjá mér og 1 hjá Jóhönnu og 1 hjá Sigga

Bergur sæðishrútur fékk 2 hjá mér 2 hjá Sigga og 1 hjá Jóhönnu

Klettur sæðishrútur fékk 3 hjá mér 1 hjá Sigga

Tvistur sæðishrútur fékk 2

Drangi sæðishrútur fékk 1

Bjartur sæðishrútur fékk 4 hjá mér og 2 hjá Sigga

Partur hans Bárðar fékk 2

Móflekkur hans Bárðar fékk 3

Svarflekkur hans Bárðar fékk 2

Skjöldur hans Bárðar fékk 1

Bónus hans Bárðar fékk 1

Tinni hans Gumma Óla fékk 3

Svanur Máv sonur okkar fékk 11

Hlúnkur Máv sonur Sigga fékk 4

Glámur Sigga fékk 4

Kraftur Ísak sonur okkar fékk 6

Grettir Máv sonur Sigga fékk 6

Ísak fékk 6

Móri Sigga fékk 5

Askur okkar fékk 7

Kaldnasi kollótti okkar fékk 3

Láfi hans Óla í Ólafsvík fékk 1 hjá okkur og 1 hjá Jóhönnu.

Já það er nokkuð ljóst að þetta verður spennandi í vor og nú tekur bara við næsti spenningur sem verður fósturvisi talningin í febrúar.

Jæja en og aftur Gleðilegt ár og hlökkum til að njóta þess með ykkur og deila minningum
og búa til minningar hér á síðunni og njóta þess að fá innlitið og kommenntin ykkar sem
er svo gaman að lesa. Held ég sé búnað taka þetta helsta saman sem átti sér stað á árinu.








Flettingar í dag: 1509
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 1062
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 714898
Samtals gestir: 47140
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 22:53:23

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar