Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

21.02.2018 10:01

Vetrar rúningur, Snjór og smá óhapp.

Fallega sveitin í Fróðarhrepp skartar hér sínu fegursta milli lægða sem ganga hver á
eftir annarri núna síðast liðnar vikur og enn er önnur á leiðinni. Ég myndi nú samt bara
segja að þetta væri almennilegur vetur eins og maður man eftir þeim sem krakki. Vera
fastur í sveitinni, rafmagnið alltaf að fara og engin skólabíll því allt er ófært.

Guðmundur Þór kom til okkar á laugardaginn og tók af seinni rúninginn.
Alltaf jafn laginn við þetta og þær verða svo vel klipptar og fínar.
Það var svo tekið allt af hrútunum.

Þetta er alveg magnað hvað hann er fljótur og yfirleitt eru þær þægar og 
afslappaðar en þó eru sumar sem eru óþekkar og erfiðari viðfangs.

Gemlingarnir orðnir svo vel snyrtir og fínir.

Og rollurnar líka og gaman að sjá litadýrðina undir sem verður allt öðruvísi  eins og sjá 
má á flekkóttu rollunum þær verða sumar eins og dalmatíu hundar.

Hrútarnir fyrir rúninginn.

Eftir rúning hér er Ísak svo vel snyrtur og flottur og Grettir er fyrir aftann hann.

Emblu fannst þeir svo fyndnir svona he he.

Hérna eru klifrarnir mínir Drjóli hans Sigga og Kaldnasi okkar.

Askur.

Grettir hans Sigga.

Lambhrútarnir fyrir rúning.

Eftir ný snyrtir og fínir. Sá mjóhyrndi er sauðurinn hans Sigga.

Hér eru þeir allir og einn er sauður.

Ein læra mynd af þeim. Ég var fyrir vonbrigðum hvað Kraftur virkar bara frekar lítil og
ekki mikil læri á honum en vonandi á hann eftir að fóðrast betur og stækka. Sauðurinn
hans Sigga aftur á móti hefur tekið mikinn vaxtakipp og er orðinn stærri en Kraftur.
Kraftur er hrúturinn hennar Emblu og er undan Ísak og Ísól. Hinir 2 hvítu við hlerann 
eru frá mér og Sigga og eru báðir Máv synir.

Gemlingarnir hans Sigga í Tungu.

Gjöfinni lokið hjá veturgömlu og gemlingunum.

Gjöfinni lokið hjá rollunum.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.


Já það eru ekki bara túristarnir sem eru að keyra útaf í vetur he he.
Ég var á leiðinni einn morguninn að fara að gefa og mætti flutningabíll og víkti aðeins of
mikið út í kant og rann aðeins útfyrir og þegar ég reyndi að jugga mér aftur upp á veginn
grófst bílinn bara meira niður . Þvílíkur klaufaskapur í mér og svo hafði ég mestar 
áhyggjur að Emil yrði ekki nógu fljótur að koma því ég skammaðist mín svo mikið að 
einhver sem ég þekkti myndi keyra framm hjá he he frekar vandræðalegt þar sem ég
er á þessum fína jeppa og þekki þessa leið inn í sveit út og inn og fer hana á hverjum
degi og jafnvel oft á dag. En það er ekki allt óhöppin geta alltaf gerst.emoticon

Emil og Gylfi komu svo fljótlega og kipptu þessu í lag.

Sjóararnir voru sko alveg með þetta Gylfi með svaka kaðal sem var gaddfreðinn
he he en þeir náður honum í sundur og höfðu pínu áhyggjur að ná bílnum ekki upp á
veginn aftur því hann var svo langt kominn á hliðina en það hafðist eins og í sögu og
bílinn bara fór beint upp á veginn og ég gat haldið leið minni áfram inn í fjárhús emoticon
Já það er frábært eiga góða og hjálpsama granna Gylfi býr við hliðina á okkur
í Ólafsvík og er mjög þakklát fyrir að Emil gat leitað beint til hans og að þeir gætu hjálpað
mér úr þessari klípu.

Skafl við endann á húsinu hans Gylfa í götunni okkar Stekkjarholti og svo má sjá fyrir
aftann Ólafsvíkur Enni og sjóflóðavarnirnar sem eru fyrir ofan Heilsugæslustöðina.

Hér sést húsið hans Gylfa og svo húsið okkar.

Þessar skvísur eru sko alveg að elska þennan snjó þetta er Aníta vínkona Emblu og svo
Embla og Freyja.

Benóný að renna í Sjómannagarðinum.

Freyja að renna sér.

Allt er á kafi í snjó hjá Freyju og Bóa inn í Varmalæk.

Skaflinn fyrir framan hús nær yfir tréin sem eru þar fyrir aftan skjólvegginn og þekur skaflinn hann alveg.

Mikið stuð að renna sér hér þverhnýtt niður.

Embla er alveg að elska þetta.

Freyja inn í kofanum sem er á kafi.

Flottar að fara búa til snjóhús.

Í hliðinu hjá ömmu og afa allt alveg á kafi. Þau muna ekki eftir að það hafi komið svona
mikill snjór síðan þau fluttu inn eftir. Snjórinn er það mikill að krakkarnir ná að fara bak
við hús og klifra upp á þak.

Búnað moka sér snjógöng til að renna sér niður.

Þetta er alveg æði að fá svona mikinn snjó fyrir börnin þeim finnst þetta æðislegt en það
er verst hvað þau fá stuttan tíma til að njóta hans því það er alltaf brjálað veður og núna
á svo að fara rigna svo það má búast við að megnið af honum fari burt og við tekur að
allt fari á flot og mikið slabb og leiðindi.
Flettingar í dag: 734
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 1259
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 707671
Samtals gestir: 46780
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 09:24:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar