Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

09.03.2018 18:01

Stinga saman nefjum í bókstaflegri merkingu

Þessir voru nú aldeilis búnað stinga saman nefjum og meira til. Þeir náðu að krækja svona
heiftarlega saman hornunum og voru pikkfastir þegar Siggi kom í fjárhúsin.
Ekki nóg með það að stoðin á jötunni er líka á milli þeirra eins og sjá má á myndinni.
Hér hófst svo verkið að reyna losa þessa flækju í sundur.
Það tók nú minni tíma en við héldum að ná þeim og allt endaði vel.
Drjóli var með smá nudd eftir þetta og smá sár á eyranu.
Hér er svo Glámur og hann er aðeins meira nuddaður og rauður eftir átökin milli þeirra.
Siggi og Emil söguðu svo aðeins af hornunum á Drjóla því þau voru heldur líklegri til að festast
svona því það er svo mikill snúningur á endanum á þeim sem gerir þau auðveldara með að 
krækja sig föst í aðra hrúta.

Já allt getur skeð með þessa hrúta he he en allt er gott sem endar vel.

Við sprautuðum svo gemlingana fyrri sprautunni um daginn.

Annars er bara allt rólegt í sauðfjárræktinni og bara löng bið að bíða spennt eftir sauðburði.
Flettingar í dag: 1577
Gestir í dag: 69
Flettingar í gær: 2965
Gestir í gær: 83
Samtals flettingar: 1832540
Samtals gestir: 235993
Tölur uppfærðar: 6.7.2020 16:04:46

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar