Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

25.07.2018 00:13

Öskubuska í sjálfheldu

Það skall heldur betur hurð nærri hælum hjá henni Öskubusku í gær. Við vorum á leiðinni að
fara inn í Fögruhlíð að slá þegar við rákum augun í Öskubusku út í miðjum Ós niður við Tungu.
Þarna sjáiði hana á eyrinni eftir að ég var búnað öskra á hana en hún var á smá blett
þarna nær sem sést varla á þessari mynd en næsta mynd gefur til kynna hvar hún var.
Þar sem örin bendir þar stóð hún fyrst og það er ágætlega djúpt þar í kring svo þær 
þurftu að synda út í eyrina.
Hér er ég að reyna öskra á hana því oftast nær hefur það dugað þegar þær festast
þarna.
Jæja búið að sækja vöðlurnar og hér er Emil að klæða sig í.
Virkar glæfralega djúpt og ekki lengra kominn en þetta.
Þetta leit þó betur út en á horfðist því það eru svona hólar ofan í vatninu og það var
grunnt inn á milli. Emil komst alveg yfir og leið og hann var kominn upp á grasið þá synti
hún yfir í land svo allt endaði þetta vel.
Hér var Emil að græja tindana a tættluna. Þetta var tekið áður en við fórum að byrja heyja.
Emil og Bói að setja olíu á traktorana.
Búið að slá og snúa stóra stykkið í Fögurhlíð.
Hér er svo minna stykkið en það gefur yfirleitt vel af sér. 
Siggi að slá í Tungu.
Gemlingarnir hans Sigga með lömbin sín.
Emil og Bói að slá í Kötluholti.
Stelpurnar alsælar í sveitinni. Fundu smá sílapoll til að veiða síli voða gaman og veiddu
 11 síli.
Dásamlegt veður loksins.
Benóný alltaf kátur.
Nál með gimbrina sína og hin er fyrir aftan hana.
Villimey með gimbur undan Ísak.
Hrúturinn á móti.
Hrútur og gimbur undan Bifröst og Gutta sæðishrút.
Tunga með hrút undan Bjart sæðishrút.
Sami hrútur.
Dröfn með þrílembingana sína sem ganga tveir undir og eru undan Berg sæðishrút.
Dollý hans Sigga þessi kollótta er þarna með henni á myndinni.
Hér er önnur mynd af þeim.
Kvika með gimbur og hrút undan Klett sæðingahrút.
Önnur mynd af þeim.
Hrúturinn hennar Tungu og Bjarts sæðingarhrúts.
Smá prufu mynd af Donnu hún var alltaf fyrir þegar ég var að taka myndir.
Hér er hún svo blörruð og sólarlagið og kindurnar í fókus.

Jæja það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.





Flettingar í dag: 941
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 2447
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 710325
Samtals gestir: 46894
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 10:00:35

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar