Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

19.07.2019 22:26

Ferðalag austur í sumarbústað á Eiðum

Fórum fyrst norður 29 júní og þá var farið í sund á leiðinni á Varmahlíð að prófa nýju rennibrautina þar svo það má segja að þetta sé upphaf að enn öðru rennibrauta og sundlauga sumri.
Hér er svo mynd af sundlauginni í Varmahlíð og Benóný var mjög ánægður með hana
og fannst hún mjög skemmtileg.
Auðvitað var svo farið í sund á Akureyri daginn eftir þegar við vöknuðum og svo hélt
ferð okkar áfram austur.
Þá vorum við mætt í sumarbústað á Eiðum sem er rétt hjá Egilsstöðum.
Það var svo systkynahittingur hjá ættinni hjá Bergþórsbörnum og afkomendum sem sagt
systkynum Freyju mömmu hans Emils og það var heima hjá Hrönn systir Freyju og
Björgvini manninum hennar á Egilsstöðum. Það var mjög gaman að koma svona saman
og létum við ekki á okkur fá að sitja úti þó úti væri mjög kalt.
Daginn eftir var þó aðeins hlýrra og við kíktum á Aron,Stínu og krakkana en þau voru í 
sumarbústað líka rétt hjá Egilsstöðum bara í hina áttina nær Breiðdals heiðinni.
Létum okkur hafa það að kíkja loksins á Borgarfjörð Eystri en það var bær sem við 
höfðum aldrei komið á. Það var þó aðeins lengri leið en við áttum von á og stór og há heiði
sem ég var frekar lofthrædd á og Benóný líka en við vorum komin í æfingu frá því að við
fórum á Vestfirðina í fyrra.
Sáum þetta hús sem var mjög töff að sjá.
Ágúst bróðir og Dalía dóttir hans kíktu til okkar í bústaðinn og við fórum að veiða.
Benóný og Dalía að velja sér bát.
Embla að veiða það var frekar hvasst.
Embla og Benóný klár.
Og Freyja líka.
Við Freyja skelltum okkur líka í smá minigolf.
Jæja allir klárir.
Þau silgdu svo yfir í nokkrar eyjar og veiddu alveg helling af bleikju og urriða.
Fengum frábært veður einn daginn.
Embla svo dugleg að veiða og þau veiddu öll fisk og fengu að draga hann inn alveg sjálf.
Við fórum líka í heimsókn til Ágústar og Írisar inn í Fell og hér eru stelpurnar með Dalíu.
Auðvitað var farið upp í hesthús.
Embla kominn í hundana.
Benóný að klappa gradda hjá þeim.
Hér erum við komin í hestaleiguna hjá þeim.
Benóný fékk að fara á bak.
Embla á hestbaki.
Freyja fór alveg sjálf.
Dalía alveg eldklár.
Það var mikið sport að skoða gæsa ungann sem Dalía á.
Hér var hann að fá sér vatn að drekka.
Við kíktum með Ágústi,Írisi og Dalíu í Atlavík.
Við fórum svo inn á Eskifjörð í sund með Ágústi og Dalíu.
Það varð auðvitað að fara í rennibrautirnar þar fyrst við vorum kominn austur. Við fórum
svo líka í sund á Egilsstöðum og Neskaupsstað meðan við vorum fyrir austan.

Það eru svo fleiri myndir af þessu ferðalagi hér inn í albúmi.

Flettingar í dag: 135
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1312
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 1834794
Samtals gestir: 236186
Tölur uppfærðar: 9.7.2020 04:16:43

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar