Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

22.11.2019 12:50

Kindunum smalað heim 16 nóv

Ég stoppaði hérna við Búlandsgilið og fór svo framm að brúninni til að kíkja niður í 
Búlandið hvort ég sæi Sigga með kindurnar. Jóhanna og krakkarnir voru með mér í 
bílnum og svo þegar ég fór upp í hlíð tók Jóhanna við bílnum.
Þar var ekkert að sjá svo hann er kominn aðeins lengra með þær.
Hér er hann búnað ganga með þeim undir allann Höfðann og er að koma með þær
inn á Mávahlíðarhelluna.
Hér er hann á eftir þeim og fjallið í fjarska er Ólafsvíkur Enni.
Þær styttu sér leið og fóru undir vegriðið og héldu sig svo fyrir ofan veg í átt að 
Mávahlíð.
Ég fór upp í hlíð með Bjarka Stein og Emblu Marínu sem stóðu sig svo vel að 
fara með mér lengst upp i hlíð.
Fallegt útsýnið úr hlíðinni. Hér má sjá inn í Fróðarhreppinn og húsið með bláa þakinu
er Mávahlíð og svo Mávahlíðarvaðalinn.
Ég sendi svo krakkana niður og ég hélt áfram að ganga hlíðina í átt að Fögruhlíð.
Þau voru ánægð að sjá klaka og flýttu sér að hlaupa á hann.
Hér er ég komin alla leið inn í Fögruhlíð og Siggi fór svo upp hinum megin til að koma á
móti mér og ég asnaðist til að labba fram hjá rokkrum kindum svo ég þurfti að ganga
aftur upp og fara til baka í átt að sumarbústaðnum hennar Maju og ná þeim niður.
Hér er útsýnið úr hlíðinni yfir í Fögruhlíð.
Hér er Siggi kominn niður með þær.
Hérna erum við svo komin niður í Tungu og reka þær inn. Þær voru frekar óþekkar við
okkur og vildu ekki fara inn hrukku eitthvað við og tóku straujið aftur út og úr því hófst
smá eltingarleikur sem endaði þó með því að við náðum þeim. Það voru svo tveir
lambhrútar með í þessu og voru þeir frá Kvíarbryggju. Nú er bara krossa fingur að engin
sé fengin. Það vantaði tvær kindur eina frá mér og eina frá Sigga og teljum við ekki 
líklegt að þær séu lifandi því þær ganga á sama stað og þessar kindur sem við vorum að
sækja svo það er skrýtið að þær hafi ekki komið. Það gæti þó verið að þær hafi orðið
eftir einhvers staðar en allavega höfum við ekki séð þær enn þá.

Emil er farinn að róa og byrjaði á því að fara alla leið á Raufarhöfn og svo yfir á Neskaupstað
og er hann að fiska vel þar. Ég er ein heima með börnin og nóg að gera en ég fæ góða
aðstoð bæði frá mömmu og tengdamömmu ef mig vantar eitthvað. Siggi gefur kindunum
á kvöldin og ég hleypi þeim út á morgnana og sópa og gef lömbunum og hrútunum.

Mamma kemur til mín 8 á morgnana og passar Ronju meðan ég fer að gefa. Það eru
3 gimbrar orðnar gæfar og einnig 2 lambhrútar sem Siggi var búnað spekja það er 
Vaskur undan Ask og svo Bolti í eigu Kristins Bæjarstjóra já Kristinn fann þetta flotta
nafn og mér finnst það passa mjög vel við hann. Hann var með tvö nöfn í huga Prúður eða
Bolti og ég hallaðist meira af Bolta því ég hef ekki heyrt það áður sem hrútanafn og 
finnst það mjög flott og passa vel við hann.

Arnar er svo að koma og taka af fyrir okkur á laugardaginn og eftir það byrjar alvaran
að fara gefa fulla gjöf en ég er svo heppin að mamma er svo yndisleg að vakna og koma
til mín og passa á meðan ég fer að gefa svo þetta á bara eftir að ganga vel.

Ég komst ekki á kynningar fundinn um sæðingarstöðvarhrútana því ég vildi ekki vera svona
lengi frá Ronju því hún er á brjósti. En Gummi.Óttar og Siggi fóru og ég á eftir að fá
fréttir hjá þeim hverju þeir mæla með og hvað er spennandi að nota.

Við kíktum í fjárhúsin hjá Bárði og Dóru á Hömrum um daginn og ég tók nokkrar myndir
Hér eru lambhrútarnir hans þessi svarti er undan Jökli frá Bergi og þessi hvíti er undan
Hnykil frá Neðri Hól. Hinn hvíti er frá Bárði sjálfum og hann fer til sonar hans sem var 
að kaupa jörð og er að fara byrja búskap.
Hér er hluti af gimbrunum hjá þeim.
Falleg hvít gimbur hjá þeim.
Hér er Víkingur sem ég notaði hjá Bárði hann er undan Skjöld hans Bárðar.
Þessi hvíti er Einbúi og er hann sameign hjá mér og Bárði en ég hef lítið notað hann því
hann er svo mikið skyldur mínu fé.
Knarran og forrystu hrúturinn hans Bárðar. 
Flottur forrystu hrúturinn hans Bárðar.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

Jæja læt þetta duga að sinni 

Kveðja Dísa
Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 427
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 1836169
Samtals gestir: 236446
Tölur uppfærðar: 12.7.2020 12:28:20

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar