Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

30.04.2020 20:18

Sauðburður hafinn

Þessi lömb voru fædd í gær þegar ég mætti upp í fjárhús og eru þau frá Sigga og eru
undan Ask. Hún hefur borið um nóttina.

Það byrjaði þó ekki vel hjá mér þegar ég var búnað taka þessa frá og var að fara sópa hjá
gemlingunum þá blasti þetta við mér í krónni þá hefur Embla gemlingurinn hennar Emblu
borið sjálf og það þessu risa lambi sem hefur örugglega drepist í burði hjá henni því það
var bólgið um hausinn og tungan út. Hún átti samt ekki tal fyrr en 5 maí svo ég var ekkert
farin að spá í henni. Þetta var mjög svekkjandi þetta er sæðingur undan Mjölni og gimbur.
Svo um kvöldið bar Urður hjá Sigga og hún var með 3. Fyrsta kom á afturfótunum svo kom
næsta og það var hálf slappt og svo var þriðja löngu dautt. Lambið sem var slappt tók
Siggi með sér heim í kassa í von um að það myndi taka við sér en það gerðist ekki og það
var dautt í hádeginu í dag svo Urður verður bara með þetta eina undir sér sem er golsótt
gimbur undan Ask.
Hér er hin gimbrin sem lifði í hálfan sólarhring.
Svo bar þessi núna í morgun hjá Sigga hún er frá mér og heitir Klara og er undan Svan
Máv syni hún er með tvo hrúta undan Ask.
Hér er betri mynd af þrílembings gimbrinni hennar Urðar.
Salka bar svo alveg sjálf í hádeginu í dag tveim gimbrum og einum hrút undan Ask líka.
Þessi golsótta er minnst en hin eru stærri svartbotnóttur hrútur og golsubíldótt gimbur.
Krakkarnir að skoða lömbin og Ronja Rós líka.
Benóný og Embla hjá Klöru.
Ronja Rós að virða fyrir sér sveitina og grasið.
Aðeins að fá að koma við heyjið inn í hlöðu.
Og smakka heyjið líka.

Í sveitinni hjá ömmu Freyju og afa Bóa.
Svo gaman út í náttúrunni.
Klappa saman lófunum er mjög vinsælt hjá henni og hér er hún í sólstofunni hjá Freyju
ömmu að leika.
Benóný hænu strákur.
Fórum að veiða inn í Klettakoti hjá ömmu og afa.
Embla og Freyja veiddu sitthvorn fiskinn með afa sínum.
Hér eru þær komnar inn með fiskinn svo duglegar.
Við Embla skelltum okkur svo eitt kvöldið eftir kvöldmat og veiddum eina bleikju það var
æðislegt veður og gaman eiga svona gæðastund saman.
Hér er svo bleikjan sem við fengum við fengum svo sitthvora litla bleikju og slepptum þeim.
Hér er svo Ronja Rós krútt upp á dag 7 mánaða.
Orðin svo dugleg fer reyndar bara afturábak í göngugrindinni nær ekki að fara áfram he he.
Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur og Emil er áfram að róa frá Reykjavík en núna
er spennandi tími frammundan sauðburður og skólinn fer að byrja aftur almennilega
eftir helgi og svo það fer að verða betri rútína á krökkunum. Þetta verður aftur á móti mjög
krefjandi fyrir mig að ná að sinna þessu öllu en ég ætla vera jákvæð og bjartsýn þrátt fyrir
mjög dapurlega byrjun á sauðburðinum.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu.
Flettingar í dag: 187
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 287
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 1751890
Samtals gestir: 233738
Tölur uppfærðar: 5.6.2020 21:18:59

Eldra efni

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar