Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

01.10.2020 11:33

Ronja Rós 1 árs 27 sept

Yndislega og káta Ronja Rós okkar varð 1 árs 27 sept. Við héldum upp á afmælið hennar 
laugardaginn 26 sept því hún á afmæli á annasömum tíma hjá okkur allt á kafi  að gera í 
kindunum og við þurftum að afgreiða sölu lömb á afmælisdaginn hennar svo við flýttum þvi
um einn dag og það var bara lítið fjölskyldu afmæli amma Freyja og afi Bói komu,Jóhanna
frænka,Maja og Óli og Karítas,Jóhann,Þórhalla og Bjarki og Siggi í Tungu.
Jóhanna fænka bakaði afmæliskökuna og svo var ég bara með pestó kjúkling í ofni og heitan rétt og smá kökur.

Ronja fór í skoðun eftir afmælið sitt þann 29 sept og hún heldur sinni kúrvu.
Hún er 8 kg og 20 gr lengd 74 og höfuðmál 46 cm.
Hún fékk svo tvær sprautur og kippir sér ekki mikið upp við þær hún verður smá reið og grenjar bara í 5 sekundur svo búið ótrúlega hörð.

Hún er enn sami gleðipinninn og elskar að láta fíflastí sér sérstaklega stelpurnar og pabbi
hennar hún elskar þegar hann er með háróma stríðnistóninn sinn og þá skrækir í henni.
Hún er farin að segja fleiri og fleiri orð með hverjum deginum sokkar og mjög hátt og skýrt 
mamma og babba,kis kis og núna er komið me og aff aff hundur og íhi hestur,bra bra önd og gogg gogg hænur enda er barnið í kringum svo mikið af dýrum.

Hún elskar lagið five little monkeys og ég segi alltaf með laginu á íslensku nei nei ekki hoppa í rúminu en það er sagt á ensku í laginu og hún er farin að segja nei nei og hreyfa visifingur svona eins og þegar maður er að skamma mjög krúttlegt.emoticon
Hún er nánast hætt að skríða og labbar um allt er stundum aðeins of fljót að flýta sér og 
heldur að hún geti bara hlaupið og þá dettur hún. Prílið í henni er orðið ansi krefjandi hún er farin að komast upp í sófa og finnur allt til að stíga ofan á og færi sig ofar til að mynda i 
morgun fór hún upp á stól inn í svefnherbergi. Hún er komin með 6 tennur 4 í efri góm og 2 í
neðri. Hún vakanar yfirleitt fyrir 7 og tekur svo tvo til þrjá lúra yfir daginn ýmist í 1 til 2 klukku tíma eða ef hún tekur 2 þá sefur kanski í 2 til 3 tíma og tekur þá stuttan um kvöldið. Sofnar yfirleitt milli 9 og 10 og sefur vel á nóttinni nema vaknar til að drekka og já hún er en á brjósti fær svona þrisvar yfir daginn og svo áður en hún fer að sofa og svo á nóttinni ég er enn að vinna í því að láta hana hætta en það er erfitt því hún vill ekki snuð eins og ég hef áður sagt frá.

Hér er krúttið okkar í kjólnum sem Hafdís tvíburasystir mömmu heklaði svo heklaði
Þuríður systir mömmu dúkku kjólinn,hatt,nærbuxur og hosur svakalega fallegt.

Hér er hún og dúkkan saman svo flottar.

Svo mikil prinsessa.

Ég styllti henni svona upp fyrir myndatökuna og viti menn þá fann hún upp á því að hún gæti klifrað sjálf upp á arinn hilluna.

Aðeins að fikta í dótinu hennar mömmu sinnar.

Að opna fyrsta pakkann sinn á afmælinu.

Krakkarnir fara létt með að hjálpa henni að opna hér er Bjarki Steinn,Embla Marína með
Ronju Rós og Freyja Naómí og Aníta Sif vínkona þeirra.

Þetta var nú ansi freistandi að fá að grípa í tertuna he he.
Fallegar systurnar saman.

Með ömmu Freyju og afa Bóa.

Það er alveg með einsdæmum hvað féið er spakt hjá okkur hérna er ein sölu gimbur sem
stelpurnar mínar voru aðeins búnað klappa og hún liggur bara með þeim.

Hér er Ronja svo niður í kró að tala við eina mógolsótta gimbur sem er þrílembingur frá Sigga og hún er svo gjæf.

Hér eru stelpurnar með sölu lömbin okkar og svo er ein tvævettla með þeim sem er mjög
gjæf. Lömbin voru frekar gjæf í vor þegar krakkarnir og ég vorum að klappa þeim og það
er eins og þau muni eftir því eða þetta sé bara orðið erfðavísir hjá þeim að verða svona
gjæf. Þetta eru bara lömb sem koma núna niður af fjalli og þau eru bara strax gjæf.

Þetta er alveg magnað að þau skuli vera svona rosalega spök.

Benóný að teygja sig í þau.

Freyja alveg í kremju he he.

Stelpurnar eru alveg alsælar með þetta og alltaf bætast fleiri og fleiri lömb í hópinn sem vilja láta klappa sér.

Ronja var alveg alsæl að fá að sitja bara á þessari gimbur og hún jórtraði bara á meðan og
kippti sér ekkert upp við þó hún væri að tosa í ullina hennar og tromma á henni með
höndunum.


Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi
Flettingar í dag: 1669
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 2447
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 711053
Samtals gestir: 46897
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 15:58:16

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar