Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

12.11.2020 21:35

Gefið ormalyf og vigtað gimbrarnar 9 nóv

Það var bræla hjá Emil á mánudaginn og við hjálpuðumst að við að gefa ormalyf og 
vigta gimbrarnar. Siggi var búnað vigta hjá sér svo mig langaði að sjá hvort okkar væru 
búnað bæta eitthvað við sig. Það var misjafnt 3 voru búnað bæta sig um 1 kg. 4 voru búnað
bæta við sig heil 7 kg og meira segja ein alveg 9 kg.

Þessi Blesa hennar Freyju var búnað bæta mest við sig alveg 9 kg.
Léttasta er 40 kg og það er Dúlla undan Hriflu og þyngsta er 57 kg og það er Hrafney
sem er undan Hröfnu og Móra sæðingarstöðvarhrút.

Hér sést Hrafney sú svarta og svo Melkorka 50 kg og svo Snærós 51 kg.

Skotta sem ég fékk hjá Bárði og Dóru er búnað þyngjast um 4 kg og er 49 kg.

Þór er orðinn gæfur hann er undan Ask.

Óðinn er ekki orðinn gæfur það þarf aðeins að vinna meira í honum til þess að hann 
verði gæfur hann er undan Vask.

Hér eru Sprelli Gosa sonur frá Sigga og svo Kolur Zesar sonur frá okkur.

Bolti Vikings sonur frá Kristinn Bæjarstjóra.

Hér er fallegur hrútur undan Klöru og Ask sem er seldur og fer á Nýpukot.

Þessi er líka seldur hann er undan Bjart frá okkur sem við fengum á Fáskrúðarbakka.

Svo falleg hún Kleópatra hún er undan Brussu. Hún var búnað þyngjast um 7 kg og er 56 kg.

Þessi er seldur og ég kalla hann Dúbba hann er undan Dúfu hennar Jóhönnu og er mjög
spakur en aðeins varasamur ef maður hættir að klappa honum þá stangar hann í mann.

Hér er Ronja Rós að klappa þeim í jötunni.

Hér er litla bónda prinsessan sem er farin að vakna þegar ég er að gefa og þá þarf ég að
taka hana inn með mér í fjárhúsin og stundum er hún svo lítil í sér þegar hún er fyrst að 
vakna að ég þarf að halda á henni og heyjinu til að gefa he he.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 1722
Gestir í dag: 134
Flettingar í gær: 1259
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 708659
Samtals gestir: 46843
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 17:00:56

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar