Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

27.11.2020 23:29

Ronja Rós 14 mánaða og afmæli pabba.

Ronja Rós orkuboltinn og grallarinn okkar er 14 mánaða í dag. Hún bræðir alla á heimilinu
með prakkaraskap og gleði. Hún er farin að vera svo skýr kallar á Benóný með krúttlegu 
röddinni sinni sem var fyrst bara B en segir núna Benóný og svo segir hún Embla og Freyja
og kallar í þær þegar þær koma heim úr skólanum. Amma , mamma og babbi segir hún
hátt og skýrt og Obbosí abar hún eftir mér því ég segi það svo oft ef hún missir eitthvað eða
dettur og það er ofurkrúttlegt þegar hún segir það svo skýrt svo segir hún takk ef maður
réttir henni eitthvað og er mjög stríðinn og þykist ætla rétta manni eitthvað en tekur það svo
til baka og hleypur í burtu. Hún elskar fjarstýringar,spjaldtölvu og síma sem sagt allt sem 
hún má ekki vera með alveg yndisleg. Sjúk i kindur og kisu og kallar Donna á eftir Donnu og
er mjög vinsæl hjá Donnu þegar það er matartími þá veit Donna hundurinn okkar nákvæmlega
hvar hún á vera fyrir neðan stólinn hjá Ronju he he.

Hér er yndið okkar að stríða mér í gardínunum.

Gúgg gú segir hún og felur sig bak við gardínurnar.

Svo gaman með systkinum sínum.

Elskar að fá að vera með Benóný bróðir sem er ekki alltaf tilbúinn að fá hana í herbergið
sitt og hún gerir í því að stríða honum og hleypur inn í herbergi til hans.

Svo vinsælt að tæta í skúffunum hjá mömmu og tala heilmikið hrognamál og ræðu sem
væri gaman að skilja.

Gera a við kisu Myrru.

Setti smá tíkó í tilefni dagsins.

Gaman að kíkja út um gluggan og skoða út.

Hér er hún að stríða ömmu Huldu að setja á sig gleraugu voða sniðug. Amma Hulda
var svo yndisleg að passa hana fyrir mig í allann dag meðan ég og Emil fórum inn í 
Stykkishólm því ég átti tíma í litun. Amma Freyja sótti svo hina krakkana í skólann fyrir okkur og þau fóru með henni í sveitina og fengu uppáhalds grjónagrautinn hjá henni.
Svo yndislegt að eiga svona frábærar ömmur sem eru alltaf tilbúnar að fá börnin sin.

Það er svo nýjasta hjá henni að ef hún fær ekki það sem hún vill leggst hún í gólfið á 
grúfu og fer að grenja í fýlu svo hún verður skapstór ákveðin dama.

Hér er hún alveg í krúttkasti að hlægja hjá ömmu Huldu.

Svo hleypur hún alveg í æsingskasti he he.

Pabbi minn Leifur Þór Águstsson hefði orðið 77 ára í dag hefði hann verið á lífi.
Blessuð sé minning hans, hér erum við saman að labba í Ólafsvík með Benóný þegar
hann var lítill og pabbi var á Dvalarheimilinu í Ólafsvík.
 Þá fór ég oft með Benóný í heimsókn og við fórum svo í göngutúr.
Flettingar í dag: 2239
Gestir í dag: 151
Flettingar í gær: 1259
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 709176
Samtals gestir: 46860
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 22:22:41

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar