Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

04.04.2021 10:37

Sprautað fyrri sprautuna kindurnar 3 apríl

Það var fallegur regnboginn yfir Ólafsvík þegar ég var að keyra heim úr fjárhúsunum um daginn.

Hér eru Emil og Kristinn og Siggi að sprauta fyrri sprautuna við lambablóðsótt.

Hér er Kristinn að halda fyrir Telmu dóttir sína sem er að sprauta fyrir okkur.
Við fengum flotta aðstoð frá henni og tengdasyni Kristins við að sprauta.

Hér er tengdasonur Kristins að sprauta, glæsilegt að fá lærða lækna í verkið.
Þau voru svo ánægð með þetta að fá að spreyta sig á að æfa sig í að sprauta kindurnar og
fá að sjá hvað Kiddi hefur gaman að kindunum og um fræðast um þær.

Þau tóku sig svo svakalega vel út að gefa á garðann öll saman.

Hér er svo Siggi að klaufsnyrta Bolta fyrir Kidda. Bolti er hrúturinn hans Kidda.
Bolti fékk svo væna lúku af fóðurbætir frá Thelmu fyrir að vera svona góður og stylltur í 
snyrtingunni.

Benóný fékk að fara á hestbak með stelpunum í gær og er pínu óöruggur en það kemur.

Það ætlar að ganga erfiðlega hjá Benóný hænsnabónda að rækta hana sem verða ekki
grimmir því þetta er hann Belgur sem er í miklu uppáhaldi hjá honum og hann hefur mikið
verið með hann en hann byrjaði svo allt í einu að sýna Bóa mikla grimmd og hefur ráðist´
á hann ítrekað þegar hann kemur að gefa þeim í hænsnakofanum en hann hefur ekkert gert
við Benóný en við getum ekki haft hann lengur því það er ekki hægt treysta því að hann
fari ekki að ráðast á krakkana þegar þau eru úti að leika svo hann verður látinn fara.

Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 1516
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1606
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 668367
Samtals gestir: 45755
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 15:25:19

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar