Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

17.08.2021 09:25

Hrútarnir

Rakst á hrútana á rúntinum og hér er Bolti fremstur svo kemur Kolur og Óðinn.

Hér er Sprelli hans Sigga. Hann er undan Gosa frá Gumma Óla Ólafsvík og á ættir í Bjart frá Ytri Skógum sæðingarstöðvarhrút og svo í Garra frá Stóra Vatnshorni.

Óðinn veturgamal hann er undan Vask sem var undan Ask Kaldasyni og svo í móðurætt
er Mávur og aftur í ættir Kári frá Ásgarði sæðingarhrútur.

Þór veturgamal undan Ask Kaldasyni og Snædrottningu sem er undan Ísak sem er með ættir í Saum sæðingarstöðvarhrút og Kveik. Í móðurætt er svo að finna Mána frá Hesti og Herkúles heimahrút sem var frá okkur.

Hér er hann Ingibergur eða Bibbi eins og við köllum hann frá Sigga og hann er orðinn svakalega fallegur.

Hér er Dagur undan Mínus sæðingarstöðvarhrút og Sóldögg sem á ættir í Þorsta sæðingarstöðvarhrút frá Múlakoti og svo í Þrótt sæðingarstöðvarhrút.

Hér er Bolti,hann er undan Vikíng frá Hömrum sem á ættir í Klett frá Óttari Kjalveg og Kveik sæðingarstöðvarhrút og Læk frá Ytri Skógum. Kolur sem er mógolsóttur og er undan Zesari sem á ættir í Dreka sæðingarstöðvarhrút og Fannar í föðurætt og í móðurætt Soffa frá Garði sæðingarstöðvarhrút. Svo er það Óðinn á endanum.

Óðinn var eini sem sat best fyrir á myndunum en hinir voru frekar óþekkir að pósa
fyrir mig. 

Hér eru þeir Bolti snýr baki svo kemur Kolur,Sprelli fremstur og Óðinn fyrir aftann.

Bibbi virkar sver og flottur á aftann.

Dagur var feiminn við mig og var ekki mikið fyrir að sitja fyrir myndavélinni.

Milla gemlingur með gimbrina sína sem er undan Kol.

Dögg hennar Jóhönnu með lömbin sín undan Bjart.


Flettingar í dag: 986
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 145
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 666231
Samtals gestir: 45712
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 18:02:50

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar