Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

10.10.2021 11:27

Fjöruferð og sundferð

Fallegt veður í sveitinni á miðvikudaginn 6 okt.

Það er komið vel snjór á Kistufellið og Kaldnasa.

Snæfellsjökull orðin alþakinn snjó aftur og skartar sínu fegursta hann er búnað vera ansi sköllóttur í sumar og snjórinn fór alveg af toppnum á honum.

Hér sést fagurt útsýnið yfir Mávahlíðarrifið og í Snæfellsjökul.

Ég fór með Benóný Isak og Ronju Rós niður á Mávahlíðarhellu og svo niður í fjöru.

Hér var sólin að striða okkur og gerði myndina svona skemmtilega.

Benóný smellti svo einni mynd af okkur mæðgunum. Embla og Freyja fóru til Reykjavíkur
með Freyju ömmu og Bóa afa til tannlæknis þess vegna voru þær ekki með okkur.

Ronja var alveg að fíla sig þó það væri frekar kalt og smá vindur.

Hér er hún að halda í Donnu hundinn okkar.

Gaman að uppgötvva fjöruna og koma við sandinn.

Við fórum þarna yfir stórgrjótið og var það góð fóta æfing fyrir Benóný en ég hélt á Ronju og Donnu líka því hún var með svo litlar fætur að hún gat engan veginn komist yfir.

Hér leggja þau af stað út í viðáttuna.

Mér finnst þessi mynd alveg æðisleg þarna eru þau að labba með skuggann á eftir sér og Jökullinn og sólin svo flott og meira segja líka aldan á sjónum spilar með myndinni líka.

Elska hvað náttúran er falleg og mikið listaverk og auðvitað gullin mín á myndinni líka.

Hér er Ronja Rós og Donna á leiðinni upp úr fjörunni.

Benóný Ísak.

Við Benóný fórum svo á Hvammstanga að sækja kjötið daginn eftir á fimmtudeginum og hann fékk frí í skólanum til að koma með mér og fá að fara í sund á Hvammstanga og fékk að taka gopro videó í rennibrautinni og var mjög glaður með daginn.

Hér er svo rennibrautin á Hvammstanga.

Það eru svo fleiri myndir af fjöruferðinni hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 141
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 1259
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 707078
Samtals gestir: 46718
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 01:59:43

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar