Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

26.11.2021 10:32

Kindurnar 25 nóv allar svo gæfar

Við fórum og sóttum fóðurbætir og saltsteina fyrir fengitímann í Kb um daginn og svo er bara
allt í róleg heitum og þær slæða mjög mikið þessa dagana því ég er að gefa þeim svo mikið því það er nýbúið að taka af þeim ullina þá þurfa þær að hafa meira en nóg að éta sérstaklega því ég gef bara einu sinni á dag. Það er svo næstum ógerlegt að sópa því þær eru svo svakalega gæfar að þær vilja allar fá klapp og klór og hópast að manni og elta mig alla leiðina meðan ég sópa svo það er pínu ókostur að hafa þær svona ekstra spakar þegar maður ætlar að flýta sér að sópa he he. En þær eru alveg æðislegar og eru nánast allar miklir karektar og aðrar meiri en aðrar eins og Embla sem er undan Fáfni sæðingarstöðvarhrút hún er mjög ákveðin og ef ég tek ekki nógu mikið eftir henni og sinni henni ekki þegar hún biður um klapp þá stekkur hún bara upp á mig og stundum er ég ekki alveg viðbúin við því og mér dauðbregður við hana.

Ronja Rós er hér í kinda klemmu he he allar að sækjast í hana og 
hún er komin í sjálfheldu innikróguð af þeim.

Hér er hún farin að reyna príla upp á Möggulóu til að reyna koma 
sér frá þeim því henni finnst þetta kanski aðeins of mikið he he 
allar svo forvitnar í hana.

Ég kom henni til bjargar en ekki það hún er nú ekki mikið hrædd,
 ýtir þeim bara aðeins frá og klappar þeim.

Hér er ég svo að reyna sópa en þær hópast svo í kringum mig enda 
er ég líka pínu búnað dekra þær of mikið því þær vilja fá klappið sitt
 og klór.

Hér er svo hún Embla ákveðin í að fá athygli og veit alveg hvernig 
á að fara að því.

Freyja Naómí svo dugleg að taka stærðar fang og gefa.

Erika og Embla líka þær eru ótrúlega duglegar að koma með mér að gefa og finnst þetta 
svo rosalega gaman.

Hér eru þær með honum Diskó lambhrút sem er undan Tón sæðingarstöðvarhrút nú 
styttist í fengitíma og þá þarf að fara huga að nýjum sæðingarhrútum til að nota.

Hann fær svo líka koss á kinn.

Hér eru þær svo með Bassa lambhrút sem er undan Bolta.

Hér eru mislitu gemlingarnir og svo eru hvítu á móti þeim hinu megin.

Hér eru svo kindurnar mislitar öðrum megin og hvítu hinu megin og þær eru akkurrat jafn margar.

Mér finnst hún Lóa svo fyndin svona hún minnti mig strax á 
Ragnar Reykás úr spaugstofunni með skeggið svona í vöngunum.

Jæja nú er spennan að magnast að fara klára setja niður á blað fyrir fengitímann og bíða eftir að fá Hrútaskrána í hendurnar þó svo að maður sé búnað skoða hana á netinu er alltaf miklu skemmtilegra að fá hana og fletta henni hvenær sem tækifæri gefst.
Flettingar í dag: 1141
Gestir í dag: 108
Flettingar í gær: 1259
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 708078
Samtals gestir: 46817
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 12:24:08

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar