Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

25.09.2017 21:31

Smölun Búlandshöfði,Mávahlíð og fleira

Jæja þá er komið að því að ég geti sest niður og komið einhverjum upplýsingum fyrir ykkur hér inn á Bloggið.
Við byrjuðum á þvi að smala Mávahlíðar Rifið og ég fekk Freyju tengdamömmu
og vínkonu hennar Bjöggu mér til aðstoðar og þær stóðu sig alveg eins og hetjur og þetta 
gekk allt eins og í sögu. Við byrjuðum á því að taka Rifið svo fórum við inn fyrir Búlandshöfða
og náðum í það sem var þar og fikruðum okkur svo í áttina að Mávahlíð og tókum hlíðina og 
þá kom til liðs við okkur Siggi í Tungu og Jóhanna. Því næst var Bói kominn og Emil og þá 
fór Bói og Siggi upp á Sneið sem er fyrir ofan Fögruhlíð og svolítið langt fyrir ofan 
sumarbústaðinn hjá Sigrúnu og Ragga. Ég arkaði áfram hlíðina alveg frá Búlandshöfða og út
að Fögruhlíð og beið mitt á milli Fögruhlíðar og Traðar þangað til Siggi og Bói voru búnað 
komast upp fyrir féið upp á Sneiðinni og reka það í áttina að mér. Gummi Ólafs kom svo líka
til okkar og hjálpaði til niðri ásamt Freyju,Bjöggu,Jóhönnu og Emil. Þetta gekk svo allt saman
eftir og við náðum megninu af okkar féi á þessum fimmtudegi.
Hér er ég Mávahlíðar megin í Höfðanum.
Hér sést svo niður í Mávahlíðar Rif eftir afleggjaranum þar er Sigga bíll og Freyju 
tengdamömmu.
Hér erum við að smala Mávahlíðar Rifið.
Hér er ég niður í Búlandi sem er fyrir neðan Búlandshöfða þar sem er hægt er að keyra 
út á fjallið áður en maður keyrir Grundarfjarðar megin niður Búlandshöfðann. Ég fann
hræ af einni rollu þarna niður frá og komst svo að því að það var rolla frá mér sem
heitir Dalrós því hún gengur þarna og lömbin hennar skiluðu sér.
Hér halda þær svo áfram undir Höfðanum en þar er rollu stígur undir honum öllum alla 
leið fram á Mávahlíðarhellu.
Hér er stigurinn sem ég labba á eftir þeim undir Höfðanum hann er gríðalega brattur og 
mun brattari heldur en myndin gefur til kynna og svo þegar maður horfir upp sér maður
bara fjöll yfirgnæfa sig og svo þverhnýtt niður þegar maður horfir niður þegar maður er 
komin hérna áleiðis en trixið er að horfa bara í stiginn en ekki vera horfa niður eða upp
því þá getur hræðslan hertekið mann.
Hér eru rollurnar komnar á Mávahlíðar Helluna.
Sumar fengu far með kerrunni hjá Emil.
Emil og frændi hans Gumma Óla að ná einu lambi sem gafst upp og henda því upp á
kerru.
Það er Dalur upp á Búlandshöfða sem við köllum Grænsdali og þar faldi stóra Móra mín
sig og 3 aðrar með henni og ég fann þær þar.
Hér eru þær og ég náði að koma þeim niður en þær tóku straujið upp í kletta fyrir ofan
útsýnispallinn í höfðanum þar sem flestir túristar stoppa og ég lagði ekki alveg í að fara
á eftir þeim svo ég prílaði niður aftur og fór fyrir neðan Höfðann og tók kindur þar sem
ég hafði misst af á fimmtudeginum þegar við smöluðum Hlíðina. Svo þegar Siggi kom til
liðs við okkur sagði hann að ég kæmist alveg á eftir Móru upp í klettunum svo ég lagði af
stað eina ferðina enn upp í Hlíð og fór svo eftir þeim undir klettunum og það kom mér 
á óvart hvað það var góð kinda gata þarna uppi en ofboðslega mikið gras svo ég þurfti
alveg að skríða þetta og halda mér í grasið svo ég myndi ekki renna niður. Allt hafðist
þetta þó en þegar ég var komin yfir allt þetta bratta drasl tók helvítið hún Móra á rás og 
aftur upp á fjall í Kotaketilshöfðanum sem er framanvörðu í Höfðanum Mávahlíðarmegin
svo við létum þar við liggja þennan daginn.
Við Bói fórum svo þennan sama dag seinni partinn upp með Hrís ánni og niður fyrir
Tungufell og svo yfir ána og upp í Hríshlíð. Það var alveg magnað að sjá hvað það var
allt kröggt af berjum hefði sko alveg verið til í að vera með fötu með mér og fylla.
Hér sést svo Tungufellið það er svo flott stuðlabergið í því og eins og sjá má er allt fullt
af berjalyngi allt í kring.
Það var svo rekið inn og séð hvað væri komið og það er megnið komið nema nokkrar
rollur frá Sigga og svo hún Móra mín og gengið hennar.
Á mánudags morgun fór ég eina ferðina enn upp á fjall fyrir ofan Höfðann Mávahlíðar
megin og labbaði upp og í kringum Búlandshöfða toppinn og kom svo niður hinum 
megin sem sagt þar sem maður keyrir niður Grundarfjarðar megin og ég kom niður í 
Grænsdalinn og ekkert var þar svo ég fór alveg niður í Búland og arkaði það allt og 
undir Höfðann og var með Donnu hundinn minn með og hún greyjið var alveg búin
á því enda bara tjúi he he. Ekki fann ég neitt svo var ég loks komin í bílinn og ákvað
að fara í kaffi til Sigga í Tungu og hann kíkti með kíkirnum og viti menn hann sá þær og 
sagði þú hefur labbað fram hjá þeim þær voru akkurrat hinum megin við þig sem sagt
lengra að Mávahlíð upp á fjalli. Það er nefnilega svo erfitt að sjá þegar maður er komin
upp þá sér maður ekki ofan í lægðina sem er hliðin á manni upp á fjalli. En allavega
þá veit ég hvar þær eru og planið var að fá Maju og Óla með mér eftir kl 3 að ná þeim.
En þegar ég var komin inneftir um kl 3 þá var skollið á grenjandi rigning og þoka og ég
sá ekki neitt þannig þessi dagur kom ekki til greina til að ná í þær.
Jæja nú er komin þriðjudagsmorgun og ég er komin aftur upp á sama stað og rölti
núna beint upp og fikra mig nær Mávahlíð og Jibbí ég fann þær en spurningin er hvert
ætli þær stefni þegar ég nálgast þær. Allt gekk vel fyrst þær færa sig niður á við sem 
betur fer svo ég missi þær allavega ekki upp aftur. Þegar ég nálgast svo niður sé ég að
þær fara aftur upp í uppáhaldið mitt klettana fyrir ofan útsýnis pallinn í Höfðanum svo ég
ákvað að fara bara niður enda klukkan farin að nálgast hálf 2 og þá þarf ég að sækja
krakkana í skólann og leikskólann. Ég græja það svo og fer svo aftur með Maju og Óla
eftir klukkan 2 og þá voru þær búnað færa sig aftur upp í Dalinn fyrir ofan Höfðann sem 
var eiginlega bara betra því það er alveg hrikalegt að labba þarna fyrir neðan klettana
sem þær voru og Vúla loksins náðum við þeim niður og náðum að reka þær inn í
Mávahlíð í gömlu hrúta kofana þar.
Þessir kofar eru fullir af drasli en okkur tókst að koma þeim þar inn. Við tjasluðum svo 
hurðinni fyrir og drifum okkur upp í Tungu að reka inn kindurnar í túninu því Arnar á 
Bláfeldi var kominn til að sækja rollu sem hann átti hjá okkur og plús það að við þurftum
að reka inn því við látum dæma lömbin okkar á morgun og svo ná í veturgömlu hrútana
því það verður hrútasýning á eftir klukkan 6 inn á Hömrum.

Emil var kominn af sjónum og
gat því náð í kerruna hjá Gumma og veturgamla hrútinn hans og komið beint inn eftir.
Við rákum svo inn og fórum svo inn í Mávahlíð að sækja Móru og þær. Emil bakkaði að
og við röðuðum okkur í kring og ætluðum að reka þær bara upp á kerruna til hrútsins
frá Gumma sem var inn í kerrunni en það fór ekki eins vel og við ætluðum við misstum
eina rollu út fyrir og hrúturinn hans Gumma tók stökkið á eftir henni og okkur var svo
mikð um að missa hrútinn Gvuð það væri þá eitthvað að segja Gumma heyrðu við
misstum hrútinn þinn inn í Mávahlíð svo hann komst ekki á sýninguna
 emoticon arrrrrrrggg he he.

Við hlupum öll á eftir honum og rollunni og gleymdum að loka hurðinni á kofanum og 
þar af leiðandi sluppu hinar allar út líka emoticon og Emil varð að bakka kerrunni aftur frá
og sem betur fer hafðist þetta hjá okkur að ná þeim aftur inn og hrútnum lika úffff og 
teymdum svo bara eina og eina upp í kerru. Ég varð svo að láta Freyju tengdamömmu
bruna með mig í rennvotum smalaskóm beint á Hrútasýninguna til að gera klárt. 
En þetta var æðislegt að hafa náð rollunum loksins ,ég var búnað vera springa úr kvíða að
ná þeim ekki og ná ekki að komast yfir þennan dag en þetta hafðist allt að lokum og svo 
vorum við langt framm eftir nóttu að sortera lömbin fyrir stigun daginn eftir sem var á 
miðvikudags morgun kl 9. Ég get samt ekki annað en hlegið þegar ég hugsa um þegar
við misstum hrútinn hans Gumma út þetta var alveg bíó og hafði ekki getað verið meira 
klúður he he sem fór svo allt vel að lokum sem betur fer.

Á sunnudaginn fórum við að ná í rest af rollunum hans Sigga sem sáust við Holtsána.
Hér er Hannes Magnússon og Emil Freyr lagðir af stað upp Rauðskriðumelið í átt að 
rætum Svartbakafellsins til að komast fyrir ofan þær.
Hér leggjum við í hann og veður er ágætt það er rigningarlegt og alveg spurning með
hvað hann helst lengi þurr fyrir okkur. Siggi í Tungu og Bói eru komnir þarna lengra.
Þarna neðst við Holtsána má sjá glytta í rollurnar hans Sigga en víð þurfum að fikra
okkur fyrir ofan bústaðinn og í átt að Svartbakafellinu til að komast upp fyrir þær.
Rigningin skall svo á okkur með vindi líka en þetta gekk fínt og við náðum öllum 
rollunum hans Sigga sem eiga að vera þarna og þá vantaði bara Móru hans Sigga sem
er einhverstaðar í Hrísum eða Geirakoti.
Siggi fór svo helgina eftir upp á Fróðarheiði og labbaði yfir að Hríshlíðinni og fann 
Móru fyrir neðan Korran ásamt 10 kindum frá Friðgeiri á Knörr. Við komum honum til
aðstoðar þegar hann var komin með þær niður.
Hér er hún Móra með hrútana sína sem eru alveg sívalhyrndir og mjög vænir.
Þá erum við búnað heimta allt okkar fé heim. Mig vantaði 3 rollur sem hafa drepist
í sumar eða haust því lömbin skiluðu sér. Það voru Dalrós, Ása og Saumavél.

Það eru svo myndir af rest af smölun og fleira hér inn í albúmi.

Flettingar í dag: 437
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 2447
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 709821
Samtals gestir: 46874
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 04:49:22

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar