Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

17.02.2019 17:41

Fósturtalning 9 febrúar

Laugardaginn 9 febrúar kom Guðbrandur Þorkelsson að fósturtelja hjá okkur ásamt að hann
taldi inn í Ólafsvík og Hellissandi og held ég að það hafi komið víðast hvar vel út. Frétti að
Gummi Ólafs Ólafsvík hafi fengið fjórlembu og hjá Óttari á Kjalvegi hafi verið 7 þrílembdar.
En að okkar talningu þá kom hún bara ágætlega út þó svo ég hafi viljað sjá sæðisærnar
í meiri frjósemi en þetta getur verið margt annað að spila inn í eins og heyið og annað.

Ég hef eitthvað ruglast í talningunni á kindunum sem héldu úr sæðinu en þær voru 10 en      ekki 8 svo maður er alltaf að græða he he. En af þessum 10 sæðiskindum voru 5
sónaðar einlembdar. 

Af 93 kindum alls voru talin 159 fóstur.

Eldri kindur alls 61

Eldri kindur voru ein ónýt hjá mér og ein hjá Jóhönnu.

10 hjá okkur með 1 og ein með 1 hjá Jóhönnu.

39 hjá okkur með 2 og 4 hjá Jóhönnu.

4 hjá okkur með 3

1 hjá okkur með 4

Meðaltal eldri ær er 1,85

Tveggja vetra ær 15 í heildina

2  með 1

13 með 2

Meðaltal tveggja vetra ær 1,87

Gemlingar 17 í heildina

5 geldir

6 með 1

6 með 2

Meðaltal gemlingar 1,06

Skvísa sem er fjórlembd í ár er fædd árið 2013 og kom með eitt sem gemlingur og svo
tvisvar sinnum þrílembd svo fjórlembd og svo aftur þrilembd og núna aftur fjórlembd.
Skvísa er undan Lunda sem var undan Grábotna og Svört hans Sigga.
Móðir Skvísu var Rán sem var undan Rambó frá mér og Dóru.

Hér er hún árið 2015 með þrílembingana sína.
Búið að gera klárt fyrir fósturtalninguna.
Og svo hefst glaðningurinn.
Hér sést Guðbrandur að störfum.
Hér er svo Skvísa eins og hún er í dag.
Freyja með okkur í fjárhúsunum.
Að skoða gemlingana hjá Sigga.
Hér er Svarti Pétur hans Óttars og þeir eru allir komnir með mikil hornahlaup 
lambhrútarnir og taka vel við sér.
Botni hans Óttars á Kjalvegi.
Stjóri hans Kristins Bæjarstjóra. Kristinn kom i heimsókn til mín núna á laugardaginn og 
leist vel á hrútinn sinn sem er líka með mikil hornahlaup.
Zezar hefur lika bætt sig vel hann var frekar tuskulegur á fengitímanum en lítur vel út núna.
Jökull Frosti dafnar líka vel. Hann hefur ekki virkað á þennan eina gemling sem ég setti
hann á því hann gekk upp svo sæðið hefur ekki verið virkt eftir pensilín kúrinn hans svo
ég fæ engin lömb undan honum í ár en kemur vonandi bara sterkur inn á næsta ári.
Það var mikið fjör hjá krökkunum í snjónum í sveitinni hjá Freyju ömmu og 
afa Bóa þar sem var búið að byggja svaka snjóhús.
Það voru vel stórir skaflarnir til þess að byggja snjójhús.
Hér eru þau inn í húsinu og með friðarkerti voða kósý.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.




Flettingar í dag: 503
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 310
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 704364
Samtals gestir: 46477
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 20:31:36

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar