Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

03.05.2021 23:04

Ronja Rós í aðlögun á leikskólann,Fjöruferð og fleira.

Við fórum til Reykjavíkur um daginn og komumst að því að rennibrautirnar voru búnað opna
í Keflavík þessar nýju svo við urðum að gera okkur ferð þangað og leyfa Benóný að prófa.
Við tókum Magga bróðir með okkur og Benóný var alsæll með þær og Ronja Rós líka hún var jafn áhugasöm og Benóný að renna sér inni í Vatnaveröldinni. Þetta er alveg glæsileg sundlaug hjá Reykjanesbæ.

Hér eru þessar nýju þær eru tvær og enda báðar í skúffu sú minni fer hraðara en sú hærri.

Ronja Rós fór í sína fyrstu leikskóla heimsókn um daginn og fannst mjög gaman fyrst
og allt gekk vel hún tók ekki einu sinni eftir mér úti en svo þegar leið á vikuna og ég var
farin að fara í burtu var þetta ekki eins skemmtilegt og hún varð alveg brjáluð. Ekki tók svo betra við að hún fékk ælupest og var veik í tvo daga og náði svo að smita alla heima nema
mig sem betur fer þetta var hrikalegt við með klósettið bara með því að sturta niður með 
fötu því við erum enn í framkvæmdum með það og mikið að þvo af rúmunum því Ronja 
ældi tvisvar yfir allt rúmið en hin eldri voru mjög dugleg að hlaupa á klósettið. Amma Freyja smitaðist svo líka og Jóhanna frænka þeirra og Emil greyjið kom heim í tvo daga og þá stóð þetta yfir svo þegar hann fór á sjóinn fékk hann þetta líka svo þetta var nú meiri pestin.

Hér er hún að borða og þá verður að læra að sitja kyrr og ekki klifra upp á borð.

Hún elskar rennibrautina á leikskólanum. En núna i dag fór hún klukkan 8 og var alveg til hálf 2 svo þetta er allt að koma hjá henni.

Gaman að leika með sápukúlur hún varð svo 19 mánaða núna seinast liðinn 27 apríl.

Hér er hún og Skuggi vinur hennar en hann er búnað kveðja okkur núna hann var í eigu
Þórhöllu og Jóhanns og var inn í sveit hjá Freyju og Bóa en hann var orðinn svo gamall og hættur að borða svo hann sofanði um daginn og verður hans sárt saknað og blessuð sé minning hans.

Að skottast með mér inn í Tungu.

Fékk fyrsta ísinn sinn um daginn og eftir það má ekki keyra framm hjá sjoppunni þá segir 
hún má ég fá ís he he fljót að læra.

Fórum í fjöruna einn daginn til að viðra okkur eftir ælupartýið heima.

Það var frekar kalt en samt svo frískandi.

Freyja Naómí.

Embla og Ronja.

Svona er klósettið okkar núna og hér er Bói yfirsmiður og Emil aðstoðar hann.

Ronja Rós sínir mikinn áhuga á því þegar afi hennar er að skoða myndbönd um fibo 
baðplötur.

Benóný Ísak með Doppu sína.

Hér er Embla Marína og Bói á hestbaki.

Hér eru þau kominn inn í Varmlæk frá Ólafsvík.

Ronja Rós fékk að prófa að sitja.

Hér eru þau svo farin aftur til baka og Embla alveg eitt bros og svo ánægð að afi hennar skyldi vera svona frábær að koma með henni.

Svo gaman í sveitinni.
Flettingar í dag: 2050
Gestir í dag: 142
Flettingar í gær: 1259
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 708987
Samtals gestir: 46851
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 20:51:50

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar