Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

04.05.2021 08:43

Myndavél sett upp og sauðburður hefst.

Kristinn og Matti redduðu myndavél í fjárhúsið og hér eru þeir ásamt Sigga að setja
hana upp. Þetta verður alger bylting fyrir okkur að geta bara kíkt á þetta í símanum og
þar af leiðandi að spara mér nokkrar ferðirnar inn eftir alveg snilld.

Hér er svo myndasyrpa af hrútunum þegar við hleyptum þeim út.

Hér er Kolur og Bolti.

Hér er Kolur í víghug.

Endaði svo svona he he Bolti vann þennan slag.
Sprelli og Bolti.

Já það voru smá hasar í boði.

Hér eru prinsarnir og Bolti búnað láta hornskella sig þau voru kominn allt of nálægt svo
Siggi og Kiddi tóku af honum.

Hér er Kiddi og Emil með Ronju Rós að fylgjast með áflogunum.
Kiddi og Siggi ráku svo stóru hrútana frá svo hægt væri að sleppa veturgömlu út.

Hér eru þeir komnir Dagur,Óðinn og svo Ingibergur.

Hér er Þór sá golsótti og svo Óðinn.

Hér er Þór hann er undan Ask Kalda syni.

Hér fljúgast Þór og Dagur saman.

Aftur stangast þeir.
Dagur og Ingibergur kallaður Bibbi. Bibbi lofar góðu og er mjög flottur eftir veturinn.

Enn stangast þeir tveir.

Hér eru þeir enn að derrast Dagur og Þór en Bibbi og Óðinn eru slakir.

Óli mættur til að skoða myndavéla kerfið hjá okkur og finna hvar best er að hafa ráderinn.

Hér er Kiddi í klaufsnyrti kennslu hjá Sigga og hann er útskrifaður klaufsnyrtir.

Það er vandað til verka.

Við græjuðum svo ullina á kerruna og Siggi og Kiddi fóru á mínum bíl með hana.

Hér eru svo hrútarnir og geldu gemlingarnir að spóka sig í veðurblíðunni.

Glæsilegur Snæfellsjökullinn í baksýn.

Sauðburður hófst svo 3 maí en það var hún Melkorka gemlingur sem bar tveim gimbrum
undan Viðar sæðingarstöðvarhrút en hún átti ekki tal fyrr en 7 maí. Það var svo alger 
snilld að sjá í myndavélinni um moguninn því ég vaknaði með Ronju rúmlega 6 um 
morguninn og þá sá ég Sigga að vera koma henni fyrir eftir að hún var búnað bera svo þetta
verður mjög spennandi og gaman að fá að hafa svona myndefni í beinni útsendingu og fylgjast með þeim.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 1182
Gestir í dag: 113
Flettingar í gær: 1259
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 708119
Samtals gestir: 46822
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 12:45:40

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar