Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

05.05.2021 13:34

Burður hjá Sigga byrjar og heimsókn til Bárðar.

Sletta hans Sigga kom með tvær gimbrar undan Ingiberg eða Bibba eins og við köllum hann
og þær eru mjög þykkar og fallegar.

Mávadís með hrút og gimbur undan Þór. Þetta eru því fyrstu lömbin undan honum.

Benóný Ísak,Freyja Naómí og Embla Marína svo lukkuleg og komu strax í fjárhúsin að sjá fyrstu lömbin.

Ronja Rós að fá að koma við lömbin í fyrsta sinn lukkuleg með Freyju systur sinni.

Ronja Rós er alveg að elska sveitina.

Glæsileg lömb hjá Bárði tvær móhosóttar gimbrar.

Hér eru lamba kóngarnir hjá Bárði og þeir eru undan Dag frá mér.

Benóný lukkulegur.

Hér er Eyrún hjá Bárði sem hann fékk hjá Sigga.

Hér sést svarta skellan framan í henni og svo eitt eyra líka. Þessi sem er hliðina á henni er 
veturgömul og var með lambi þegar hún var graslamb og stökk óvart yfir í hrútana í fyrra
var með lamb sem var stærri en hún sjálf og núna er hún með tvö og alveg flóðmjólkar eins og sést á lömbunum hennar.

Þetta er svo töff.

Flott aðstaða hjá Bárði yfir sauðburðinn hann er með tjaldvagn inn í Hlöðu fyrir næturvaktina mjög sniðugt.

Svo er hann með grill líka og hér eru krakkarnir að grilla sykurpúða rosa sport.

Hér eru gemlingarnir hjá Bárði og Dóru.

Flottur veturgamli hrúturinn hans Bárðar sem er undan Víking.

Mjög þroskamikill og fallegur.

Mér finnst hann svakalega þykkur og flottur.

Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi.
Flettingar í dag: 501
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1606
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 667352
Samtals gestir: 45754
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 08:15:04

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar