Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

13.10.2021 12:28

Kaldnasi einstakur hrútur

Kaldnasi 16-003 sem er undan Urtu frá Hraunhálsi og Magna sæðingarstöðvarhrút 13-944 keyptum við sem lambhrút af Eyberg og Laugu Hraunhálsi og gerðum við hann fljótlega gæfan sem lambhrút og allt frá því hefur hann verið alveg einstakt gæðablóð og í miklu uppáhaldi hjá krökkunum okkar og ég hef áður bloggað um hvað hann er yndislegur og blíður en ég fæ bara aldrei nóg af því að deila því hversu æðislegur hann er.

Hér eru Benóný Ísak og Embla Marína og Erika Lilý vinkona þeirra búnað labba til hans út á tún til að gefa honum klapp og knús.

Hérna eru Embla og Erika deginum áður og þá voru þær búnað lokka hann og hinn hrútinn ásamt tveim kindum inn í fjárhús með grasi og það var alveg magnað að fylgjast með þeim vera þolinmóð og gefa honum klapp og smá gras og færa sig svo alltaf nær fjárhúsunum alveg þangað til hann var kominn í dyragættina og þá náðu þær í meira hey og náðu honum alveg inn og hin fylgdu honum inn. Það kom svo að góðum notum því Siggi og Kristinn komu svo og gátu þá hornskellt Grettir hans Sigga í leiðinni fyrst það var búið að ná þeim inn svo fengu þau að fara út aftur.

Eins eru lömbin undan honum svona gæf og þegar krakkarnir gefa sig að þeim þá eru þau fljót að spekja þau. Við setjum einn lambhrút á undan dóttir Kaldnasa og Tón sæðisstöðvar
hrút og hann er líka svona einstaklega spakur svo hann hefur erft þann eiginleika.

Hér eru stelpurnar með Diskó sem er lambhrúturinn sem verður settur á undan Vaíönnu og Tón og hann er einsktaklega gæfur.

Hér er svo litla bóndakonan hún Ronja Rós komin á bak á honum.

Hér er Grettir Máv sonur frá Sigga hann og Kaldnasi eru bestu vinir og halda sig alltaf saman

Þessar fylgja þeim svo þetta eru veturgamlar frá Kristinn sú fremri og hin lengra frá 
er frá Sigga.

Fallegar kindur með Mávahlíðina í baksýn.

Benóný og stelpurnar að klappa sölu lömbunum sem eiga eftir að fara frá okkur og þau eru nánast búnað spekja alla hrútana.

Ég átti nú svo eftir að setja inn Sláturmatið hjá okkur við áttum alls 74 lömb við settum 19 lömb í sláturhús já aldrei sent svona lítið enda búið að selja allt sem hægt var að selja. Við seldum 34 lömb og svo setjum við 3 lambhrúta á og ekki alveg komin lokatala á gimbraásettning en það verður mögulega 15 hjá okkur og svo ein hjá Jóhönnu og 2 hjá Kristinn svo alls 18 ef ég fækka
ekkert úr minni tölu.

Af þessum 19 fóru í sláturhús var gerðin 10,05 þyngd 18,29 og fita 6,21

Ég er bara sátt miðað við hvað þetta var lítiið eftir og búið að selja það besta úr.

Flettingar í dag: 1509
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 1062
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 714898
Samtals gestir: 47140
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 22:53:23

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar