Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

23.09.2022 09:01

Hrútasýning veturgamla á Hömrum 20 sept

Hrútasýning veturgamla fór fram á þriðjudaginn 20 sept kl 17.00 og dómarar voru Árni Brynjar Bragason og Sigvaldi Jónsson og þeim til aðstoðar Anja Mager.

Sýningin var á Hömrum Grundarfirði hjá Bárði og Dóru sem eru alltaf jafn yndisleg að lofa okkur afnot af húsunum fyrir hrútasýningar.

Jóhanna Bergþórsdóttir sá um að gera kjötsúpuna fyrir okkur og ég tók hana svo til Bárðar og Dóru inn á Hömrum.

Ég kom svo með eina skúffuköku og svo var Dóra og Bárður með meira meðlæti með kaffinu því það var verið að stiga lömbin hjá þeim áður.

Það var ágætlega vel mætt um 30 manns fyrir utan börn. Hrútar voru rúmlega 20 til 25 ég sá það ekki alveg því ég var upptekinn við að hita súpuna þegar var verið að vigta og telja inn hrútana. Hrútunum var svo raðað í 5 efstu í hverjum flokk og valið þar þrjá bestu.

 

Stelpurnar okkar Embla Marína og Freyja Naómí með bikarinn og Ljúf á milli sín sem er alveg einstaklega ljúfur hrútur.

 


Fyrst var valinn besti misliti veturgamli hrúturinn og það var hann Ljúfur frá okkur nr 21-002 undan Kolfinnu og Óðinn.

 

Hann stigaðist svona:

98 kg 124 fótl 40 ómv 8,1 ómf 4,5 lag 

8 9,5 9 9 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 88 stig.

 

 

Í öðru sæti var hrútur frá Guðmundi Ólafssyni Ólafsvík sem heitir Glúmur nr 21-033 undan Glám sæðingarstöðvarhrút.

86 kg 121 fótl 38 ómv 5,1 ómf 4,5 lag

8 8,5 9 9,5 9,5 18,5 7,5 8 8 alls 86 stig.

 

Í þriðja sæti var svartbotnótti hrúturinn hér á myndinni fyrir ofan við hliðina á Glúm og hann er í eigu Friðgeirs á Knörr

en ég náði ekki að fá stigunina á honum.

 


Í hvítu kollóttu var það hrútur frá Kristinn bæjarstjóra sem var bestur og heitir Prímus og hann er keyptur frá Hjarðafelli í fyrra

og er undan heimahrút hjá þeim sem heitir Valur.

 


Hér þurfti smá aðstoð við að halda Prímusi og Emil hjálpaði Kristni og hér eru þeir lukkulegir á glæsilegri mynd með Prímus.

 


Hér er svo betri mynd af Prímusi.

 

 

Í öðru sæti var hrútur frá Guðfinnu og Ragnari Kverná .

80 kg 121 fótl 34 ómv 6,8 ómf 4 lag.

8 8,5 9 8,5 9 18 8,5 8 8 alls 85,5 stig.

 

Í þriðja sæti af kollóttu var Diskó frá okkur sem er undan Tón sæðingarstöðvarhrút og Vaiönnu og er sá sem Emil heldur í á myndinni fyrir ofan.

106 kg 125 fótl 32 ómv 4 lag

8 9 9,5 8 9,5 18 8,5 8 8,5 alls 87 stig.

 


Hér er betri mynd af honum Diskó.

 

 

Besti hyrndi veturgamli hrúturinn var frá Jón Bjarna og Önnu Dóru á Bergi.

Hann er Viðarssonur og er virkilega þroskamikill og glæsilegur hrútur.

 

 

Hér sérst hann betur og svona hljómuðu hans dómar:

101 kg 125 fótl 35 ómv 5,6 ómf 4,5 lag

8 9 9,5 9 9,5 19 8 8 8,5 alls 88,5 stig.

 

Í öðru sæti var hrútur frá Dóru og Bárði sem er Viðarssonur líka og hann er á þessari mynd.

90 kg 122 fótl 36 ómv 4,6 ómf 5 lag

8 9 9 9,5 9 19 8 8 8,5 alls 87 stig.

 

 

Í þriðja sæti var hrútur frá Guðfinnu og Ragnari Kverná undan hrút nr 19-293 og kind nr 16-060

76 kg 119 fótl 34 ómv 5,0 ómf 4 lag

8 8,5 9 9 9 19 9 8 8,5 alls 88 stig.

Hér koma svo nokkrar myndir frá sýningunni.

 


Hér eru bikararnir sem eru til verðlauna í eitt ár fyrir hvern verðlaunaflokk.

 


Þessir voru kátir Jón Bjarni Bergi og Sigurður í Tungu.

 


Anna Dóra Bergi og Guðmundur Ólafsson. Gleymdi að minna Gumma að hafa 

augun opin he he en vildi þó setja myndina inn því hún er svo góð að öðru leyti.

 


Ingibjörg eða Bibba eins og við þekkjum hana var ritari fyrir okkur.

 


Mamma mín Hulda mætti með Benóný okkar á sýninguna og aðstoðaði mig og Dóru með 

að skammta súpuna á diska.

 


Hér má sjá fulla stíu af veturgömlu hrútunum.

 


Hér má sjá Árna vera fara yfir blöðin.

 


Hér er verið að skoða hvítu hyrndu hrútana.

Þá er þetta komið af sýningunni og næsta blogg verður svo um stigunina hjá okkur og mun koma inn á næstunni

Takk fyrir að sinni.

 

 

Flettingar í dag: 2050
Gestir í dag: 142
Flettingar í gær: 1259
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 708987
Samtals gestir: 46851
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 20:51:50

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar